Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið "leyst upp“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. nóvember 2018 17:38 Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi fyrir mánuði síðan. Morðið á blaðamanninum hefur vakið mikla athygli og reiði innan alþjóðasamfélagsins. Vísir/Getty Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið „leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. Yasin Aktay, talsmaður Tyrklandsforseta og embættismaður innan stjórnarflokks Tyrklands hélt þessu fram í viðtali við tyrkneska blaðið Hurriyet í dag.Sjá einnig: Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ „Við sjáum núna að það [líkið] var ekki bara skorið niður, árásarmennirnir losuðu sig við líkið með því að leysa það upp. Samkvæmt nýjustu upplýsingum sem við höfum undir höndum var líkið bútað niður svo auðveldara væri að leysa það upp. Þeir vildu ekki skilja eftir sig neinar líkamsleifar,“ sagði Aktay, sem var vinur Khashoggi, samkvæmt frétt Guardian. „Að myrða saklausa manneskju er einn glæpur, en meðferðin sem líkið fékk er annar glæpur og vanvirðing.“Sérfræðingar draga kenninguna í efaUmmæli Aktay eru þau fyrstu opinberu af hálfu tyrkneskra stjórnvalda er snúa að afdrifum líkamsleifa Khashoggi. Þá hafa tyrkneskir rannsakendur málsins reynt að skera úr um hvort mögulegt sé að líkið hafi verið leyst upp í sýru í húsi ræðismanns Sáda, skammt frá skrifstofunni hvar Khashoggi var myrtur. Þó hafa réttarmeinafræðingar dregið fullyrðingar Tyrkja í efa og bent á að það getur tekið mánuði að leysa upp líkamsleifar manna í sýru. Erlent Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tyrkland Tengdar fréttir Kyrktur um leið og hann kom inn og líkið bútað niður Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var kyrktur um leið og hann steig inn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 31. október 2018 15:20 Sádar segja nú morðið á Khashoggi að yfirlögðu ráði Enn breytast skýringar Sáda á því hvernig dauða Jamals Khashoggi bar að. 25. október 2018 12:06 Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sjá meira
Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið „leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. Yasin Aktay, talsmaður Tyrklandsforseta og embættismaður innan stjórnarflokks Tyrklands hélt þessu fram í viðtali við tyrkneska blaðið Hurriyet í dag.Sjá einnig: Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ „Við sjáum núna að það [líkið] var ekki bara skorið niður, árásarmennirnir losuðu sig við líkið með því að leysa það upp. Samkvæmt nýjustu upplýsingum sem við höfum undir höndum var líkið bútað niður svo auðveldara væri að leysa það upp. Þeir vildu ekki skilja eftir sig neinar líkamsleifar,“ sagði Aktay, sem var vinur Khashoggi, samkvæmt frétt Guardian. „Að myrða saklausa manneskju er einn glæpur, en meðferðin sem líkið fékk er annar glæpur og vanvirðing.“Sérfræðingar draga kenninguna í efaUmmæli Aktay eru þau fyrstu opinberu af hálfu tyrkneskra stjórnvalda er snúa að afdrifum líkamsleifa Khashoggi. Þá hafa tyrkneskir rannsakendur málsins reynt að skera úr um hvort mögulegt sé að líkið hafi verið leyst upp í sýru í húsi ræðismanns Sáda, skammt frá skrifstofunni hvar Khashoggi var myrtur. Þó hafa réttarmeinafræðingar dregið fullyrðingar Tyrkja í efa og bent á að það getur tekið mánuði að leysa upp líkamsleifar manna í sýru.
Erlent Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tyrkland Tengdar fréttir Kyrktur um leið og hann kom inn og líkið bútað niður Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var kyrktur um leið og hann steig inn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 31. október 2018 15:20 Sádar segja nú morðið á Khashoggi að yfirlögðu ráði Enn breytast skýringar Sáda á því hvernig dauða Jamals Khashoggi bar að. 25. október 2018 12:06 Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sjá meira
Kyrktur um leið og hann kom inn og líkið bútað niður Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var kyrktur um leið og hann steig inn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 31. október 2018 15:20
Sádar segja nú morðið á Khashoggi að yfirlögðu ráði Enn breytast skýringar Sáda á því hvernig dauða Jamals Khashoggi bar að. 25. október 2018 12:06
Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00