Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - FH 25-25 │Allt jafnt í Mosfellsbæ Guðlaugur Valgeirsson skrifar 4. nóvember 2018 22:00 Sturla Magnússon, leikmaður Aftureldingar. vísir/daníel Afturelding og FH skildu stigunum jafnt á milli sín eftir 25-25 jafntefli í hörkuleik í Mosfellsbæ í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og jafn nánast frá upphafi til enda. Afturelding byrjaði þó betur í kvöld en þeir komust í 3-1 og 6-4 áður en Bjarni Ófeigur Valdimarsson leikmaður FH fékk að líta beint rautt spjald fyrir að fara í andlitið á Tuma Stein Rúnarssyni leikmanni Aftureldingar. Harður dómur snemma leiks en þetta kveikti í FH-ingum. Þeir tóku 7-2 kafla eftir rauða spjaldið og komust í 11-8 áður en Einar Andri tók leikhlé. Afturelding endaði hálfleikinn vel og minnkaði muninn niður í eitt mark. Staðan í leikhléi 10-11, FH-ingum í vil. Eins og með fyrri hálfleikinn þá byrjaði Afturelding betur í þeim síðari en þeir komust aftur yfir í stöðunni 12-11 en eftir það náði hvorugt lið að slíta sig frá hinu liðinu fyrir utan eitt skipti þegar Afturelding náði að komast í 22-20 þegar 8 mínútur voru eftir. Héldu þá einhverjir að þeir myndu klára þennan leik en svo var þó ekki. FH-ingar jöfnuðu leikinn og liðin skiptust á að hafa forystuna. FH gat svo komist yfir þegar minna en mínúta var eftir en þá var dæmd leiktöf á þá. Einar Andri tók leikhlé og Afturelding hafði 20 sekúndur til að klára leikinn. Lokasókn þeirra var þó mjög skrýtin og ekki alveg klárt hver átti að taka af skarið. Það endaði þó á skoti frá Tuma Stein sem Jóhann Birgir Ingvarsson varði í vörn FH. Jafntefli niðurstaðan og líklega bara sanngjarnt.Af hverju endaði leikurinn jafntefli? Bæði lið gerðu sitt besta í að klára þennan leik en á endanum fór þetta eins og þetta fór. FH-ingar voru klaufar í lokasókninni og gáfu Aftureldingu séns en þeir voru þá klaufar á móti og voru ráðvilltir í sókninni. Hvorugt lið var mikið betra í þessum leik og þetta var sanngjörn niðurstaða þegar uppi var staðið. Hinsvegar er það rándýrt hjá FH-ingum að þeir klikka 2 vítum og markmaðurinn þeirra kastar tvisvar sinnum framhjá opnu marki þegar enginn er í markinu.Hverjir stóðu upp úr? Varnir beggja liða voru góðar, Ágúst Birgisson stýrði varnarleik FH-inga vel og Birkir Benediktsson var flottur hinum megin. Í sóknarleiknum var Birgir Már Birgisson flottur með 7 mörk úr 10 skotum en hjá Aftureldingu átti Elvar Ásgeirsson mjög góðan leik með 8 mörk. Birkir Benediktsson var svo einnig góður með 5 mörk.Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða hikstaði mikið og oft í leiknum. Bæði lið gerðu sig sek um mikið af einstaklingsmistökum og margir tapaðir boltar voru í leiknum. Markverðir liðanna vörðu ekki mikið fyrir utan lokin hjá Pálmari þar sem hann var mjög öflugur.Hvað gerist næst? Afturelding fer norður og mætir KA í KA heimilinu á meðan FH-ingar fá ÍBV í heimsókn í stórleik.Halldór á hliðarlínunni fyrr í vetur.vísir/báraHalldór Jóhann: Á bara að halda kjafti Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var bæði svekktur og sáttur eftir jafntefli sinna manna gegn Aftureldingu í kvöld. Liðin skildu jöfn í Mosfellsbæ í hörkuleik, 25-25. „Bæði lið hefðu getað tekið þetta í kvöld og þetta var á margan hátt skrýtinn leikur. Við getum klárað þetta í lokin og klikkum tveim vítum en svona er þetta stundum en við náðum að verjast síðustu sókninni og kannski er 25-25 bara sanngjarnt miðað við hvernig leikurinn spilaðist og sérstaklega miðað við seinni hálfleikinn.” „Þetta var erfitt fyrir okkur og það vantaði aðeins inn í liðið og þá erum við með ansi unga menn á bekknum sem eru að koma inn og þeir fá eldskírn í þessu sem er gott fyrir þá.” Hann var ekki viss með rauða spjaldið sem Bjarni Ófeigur Valdimarsson fékk snemma í fyrri hálfleik. „Ég verð að fá að skoða þetta aftur áður en ég met þetta. Hann segist hafa farið í kassann á honum og hendina en það er mikill hraði í þessu og dómararnir eru vissir um að þetta hafi verið rautt. Við verðum bara taka því og þetta var kannski ekki stærsta ákvörðunin hjá þeim í leiknum.“ Eftir rauða spjaldið tóku FH-ingar öll völd á vellinum, Halldór sagði það vera einfaldlega útaf því að þeir breyttu um vörn og urðu ákveðnari. „Við skiptum um vörn og það kemur smá barátta og fightingur í okkur til að byrja með. Við vitum að við getum spilað góða vörn en við erum samt ótrúlega mikið útaf í leiknum, stundum fyrir skiljanlega sakir en stundum fyrir alveg glórulausar sakir en það er víst bara þannig.” „Komum okkur í góða stöðu en erum klaufar undir lok fyrri hálfleiks. Svo í seinni hálfleik getur þetta farið á báða bóga og ég veit að ég og Einar Andri hefðum báðir viljað vinna leikinn en þetta er kannski bara sanngjarnt þegar upp er staðið.” Hann sagði leikinn erfiðan að dæma en segir samt að það var margt sem mátti betur fara hjá dómurum leiksins. „Erfiður leikur að dæma en ég tek á mig að fá 2 mínútur í lokin. Menn verða að hafa ákveðið touch fyrir leiknum, við fáum á okkur risastóran dóm þar sem er dæmdur tími í fríkasti.“ „Risastór dómur og það eina sem ég segi er að við höfum 3 sekúndur til að taka fríkastið og þá fæ ég 2 mínútur á bekkinn, annar risastór dómur en sem betur fer töpuðum við ekki leiknum útaf því.” „Þetta eru ansi stórir dómar undir lok leiks og mér finnst þetta ekki vera að hafa touch fyrir leiknum, alls ekki en ég á bara að halda kjafti.” Halldór Jóhann hvatti að lokum fólk til að mæta meira á leiki, ekki bara FH leiki þó fólk sé kannski að fá mest fyrir peninginn þar en allir leikir FH liðsins hafa endað með 3 marka mun eða minna. „Algjörlega mæli ég með því að fólk mæti á leikina, heimaleiki FH og bara alla leiki í deildinni. Þetta er mjög skemmtileg deild og fullt af ungum leikmönnum og eldri að leggja fullt á sig og eru að spila skemmtilegan handbolta, þessi leikur og aðrir hafa verið flott auglýsing fyrir deildina,” sagði Halldór Jóhann að lokum.Einar Andri og hans hundtryggi aðstoðarmaður, Ásgeir Jónsson.vísir/báraEinar Andri: Sóknarlega ekki nógu góðir Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar hafði blendnar tilfinningar að leik loknum eftir jafntefli sinna manna gegn FH í kvöld. „Blendnar tilfinningar, smá svekktur yfir að hafa ekki náð sigurmarki hérna í lokin. Við erum ágætir í byrjun leiks en svo var restin af fyrri hálfleik og byrjun seinni smá basl en síðan snúum við þessu okkur í vil og mér finnst að við hefðum átt að klára þennan leik.” Einar var ekki nógu sáttur með lokasókn sinna manna og fannst hún geta farið betur. „Mér fannst við vera búnir að opna hægra megin en það vantaði sendinguna út í hornið en hún kom ekki og þeir náðu að færa og það var ekki nóg eftir, því miður var þetta ekki nógu góð sókn.” Varðandi hvað klikkaði eftir rauða spjaldið hjá Bjarna sagði Einar að þetta væri ekkert óeðlilegt í leik eins og þessum. „Þetta gerist oft í leikjum og við Ásgeir (Ásgeir Jónsson, aðst.þjálfari Aftureldingar) ræddum það að við þyrftum að vera beittir en við dettum niður á hælana og mér fannst við vera alls ekki nógu grimmir. Við vorum alltof mikið að láta boltann ganga án þess að ráðast á vörnina.” „Að vísu fórum við með mörg dauðafæri í fyrri hálfleik sem hefðu getað komið okkur í betri stöðu. Heilt yfir fannst mér við ekki spila nógu vel sóknarlega í dag.” Hann vildi ekki tjá sig mikið um dómgæsluna sem var á mörgum köflum skrýtin í kvöld. „Ég ætla lítið að tjá mig um það, þeir eru að gera sitt besta. En það voru nokkur atvik sem manni langar að sjá aftur,” sagði Einar Andri að lokum.Birgir Már: Svekkelsi og fínt Birgir Már Birgisson hornamaður FH átti flottan leik í hægra horninu og skoraði 7 mörk. Hann var bæði svekktur og sáttur í leikslok. „Bæði svekkelsi og fínt að fá stig á móti sterku liði Aftureldingar á útivelli, þanng þetta er gott stig.” „Dómgæslan hallaði hvorki á þá né okkur, þetta var svona á báða bóga fannst mér,” sagði Birgir varðandi dómgæsluna. Hann er mjög sáttur með byrjunina í FH en hann hefur komið af miklum krafti í liðið. „Mjög sáttur og það þýðir ekkert annað en að halda þessu áfram.” Hann segir framhaldið skýrt. „Við erum að safna stigum og erum á fínum stað í deildinni og í ágætum séns að sjálfsögðu höldum við þessu áfram.” Eins og Halldór Jóhann sagði þá mælir hann með því að hlutlausir mæti á FH leiki þar sem þeir eru líklega mest spennandi leikirnir í deildinni. „Það eru búnir að vera frábærir leikir, erum að vinna bara með 1-2 mörkum og svo 2 jafntefli núna, 1 tap og það var með litlum mun. Þetta eru skemmtilegustu leikirnir,” sagði Birgir Már Birgisson að lokum. Olís-deild karla
Afturelding og FH skildu stigunum jafnt á milli sín eftir 25-25 jafntefli í hörkuleik í Mosfellsbæ í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og jafn nánast frá upphafi til enda. Afturelding byrjaði þó betur í kvöld en þeir komust í 3-1 og 6-4 áður en Bjarni Ófeigur Valdimarsson leikmaður FH fékk að líta beint rautt spjald fyrir að fara í andlitið á Tuma Stein Rúnarssyni leikmanni Aftureldingar. Harður dómur snemma leiks en þetta kveikti í FH-ingum. Þeir tóku 7-2 kafla eftir rauða spjaldið og komust í 11-8 áður en Einar Andri tók leikhlé. Afturelding endaði hálfleikinn vel og minnkaði muninn niður í eitt mark. Staðan í leikhléi 10-11, FH-ingum í vil. Eins og með fyrri hálfleikinn þá byrjaði Afturelding betur í þeim síðari en þeir komust aftur yfir í stöðunni 12-11 en eftir það náði hvorugt lið að slíta sig frá hinu liðinu fyrir utan eitt skipti þegar Afturelding náði að komast í 22-20 þegar 8 mínútur voru eftir. Héldu þá einhverjir að þeir myndu klára þennan leik en svo var þó ekki. FH-ingar jöfnuðu leikinn og liðin skiptust á að hafa forystuna. FH gat svo komist yfir þegar minna en mínúta var eftir en þá var dæmd leiktöf á þá. Einar Andri tók leikhlé og Afturelding hafði 20 sekúndur til að klára leikinn. Lokasókn þeirra var þó mjög skrýtin og ekki alveg klárt hver átti að taka af skarið. Það endaði þó á skoti frá Tuma Stein sem Jóhann Birgir Ingvarsson varði í vörn FH. Jafntefli niðurstaðan og líklega bara sanngjarnt.Af hverju endaði leikurinn jafntefli? Bæði lið gerðu sitt besta í að klára þennan leik en á endanum fór þetta eins og þetta fór. FH-ingar voru klaufar í lokasókninni og gáfu Aftureldingu séns en þeir voru þá klaufar á móti og voru ráðvilltir í sókninni. Hvorugt lið var mikið betra í þessum leik og þetta var sanngjörn niðurstaða þegar uppi var staðið. Hinsvegar er það rándýrt hjá FH-ingum að þeir klikka 2 vítum og markmaðurinn þeirra kastar tvisvar sinnum framhjá opnu marki þegar enginn er í markinu.Hverjir stóðu upp úr? Varnir beggja liða voru góðar, Ágúst Birgisson stýrði varnarleik FH-inga vel og Birkir Benediktsson var flottur hinum megin. Í sóknarleiknum var Birgir Már Birgisson flottur með 7 mörk úr 10 skotum en hjá Aftureldingu átti Elvar Ásgeirsson mjög góðan leik með 8 mörk. Birkir Benediktsson var svo einnig góður með 5 mörk.Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða hikstaði mikið og oft í leiknum. Bæði lið gerðu sig sek um mikið af einstaklingsmistökum og margir tapaðir boltar voru í leiknum. Markverðir liðanna vörðu ekki mikið fyrir utan lokin hjá Pálmari þar sem hann var mjög öflugur.Hvað gerist næst? Afturelding fer norður og mætir KA í KA heimilinu á meðan FH-ingar fá ÍBV í heimsókn í stórleik.Halldór á hliðarlínunni fyrr í vetur.vísir/báraHalldór Jóhann: Á bara að halda kjafti Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var bæði svekktur og sáttur eftir jafntefli sinna manna gegn Aftureldingu í kvöld. Liðin skildu jöfn í Mosfellsbæ í hörkuleik, 25-25. „Bæði lið hefðu getað tekið þetta í kvöld og þetta var á margan hátt skrýtinn leikur. Við getum klárað þetta í lokin og klikkum tveim vítum en svona er þetta stundum en við náðum að verjast síðustu sókninni og kannski er 25-25 bara sanngjarnt miðað við hvernig leikurinn spilaðist og sérstaklega miðað við seinni hálfleikinn.” „Þetta var erfitt fyrir okkur og það vantaði aðeins inn í liðið og þá erum við með ansi unga menn á bekknum sem eru að koma inn og þeir fá eldskírn í þessu sem er gott fyrir þá.” Hann var ekki viss með rauða spjaldið sem Bjarni Ófeigur Valdimarsson fékk snemma í fyrri hálfleik. „Ég verð að fá að skoða þetta aftur áður en ég met þetta. Hann segist hafa farið í kassann á honum og hendina en það er mikill hraði í þessu og dómararnir eru vissir um að þetta hafi verið rautt. Við verðum bara taka því og þetta var kannski ekki stærsta ákvörðunin hjá þeim í leiknum.“ Eftir rauða spjaldið tóku FH-ingar öll völd á vellinum, Halldór sagði það vera einfaldlega útaf því að þeir breyttu um vörn og urðu ákveðnari. „Við skiptum um vörn og það kemur smá barátta og fightingur í okkur til að byrja með. Við vitum að við getum spilað góða vörn en við erum samt ótrúlega mikið útaf í leiknum, stundum fyrir skiljanlega sakir en stundum fyrir alveg glórulausar sakir en það er víst bara þannig.” „Komum okkur í góða stöðu en erum klaufar undir lok fyrri hálfleiks. Svo í seinni hálfleik getur þetta farið á báða bóga og ég veit að ég og Einar Andri hefðum báðir viljað vinna leikinn en þetta er kannski bara sanngjarnt þegar upp er staðið.” Hann sagði leikinn erfiðan að dæma en segir samt að það var margt sem mátti betur fara hjá dómurum leiksins. „Erfiður leikur að dæma en ég tek á mig að fá 2 mínútur í lokin. Menn verða að hafa ákveðið touch fyrir leiknum, við fáum á okkur risastóran dóm þar sem er dæmdur tími í fríkasti.“ „Risastór dómur og það eina sem ég segi er að við höfum 3 sekúndur til að taka fríkastið og þá fæ ég 2 mínútur á bekkinn, annar risastór dómur en sem betur fer töpuðum við ekki leiknum útaf því.” „Þetta eru ansi stórir dómar undir lok leiks og mér finnst þetta ekki vera að hafa touch fyrir leiknum, alls ekki en ég á bara að halda kjafti.” Halldór Jóhann hvatti að lokum fólk til að mæta meira á leiki, ekki bara FH leiki þó fólk sé kannski að fá mest fyrir peninginn þar en allir leikir FH liðsins hafa endað með 3 marka mun eða minna. „Algjörlega mæli ég með því að fólk mæti á leikina, heimaleiki FH og bara alla leiki í deildinni. Þetta er mjög skemmtileg deild og fullt af ungum leikmönnum og eldri að leggja fullt á sig og eru að spila skemmtilegan handbolta, þessi leikur og aðrir hafa verið flott auglýsing fyrir deildina,” sagði Halldór Jóhann að lokum.Einar Andri og hans hundtryggi aðstoðarmaður, Ásgeir Jónsson.vísir/báraEinar Andri: Sóknarlega ekki nógu góðir Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar hafði blendnar tilfinningar að leik loknum eftir jafntefli sinna manna gegn FH í kvöld. „Blendnar tilfinningar, smá svekktur yfir að hafa ekki náð sigurmarki hérna í lokin. Við erum ágætir í byrjun leiks en svo var restin af fyrri hálfleik og byrjun seinni smá basl en síðan snúum við þessu okkur í vil og mér finnst að við hefðum átt að klára þennan leik.” Einar var ekki nógu sáttur með lokasókn sinna manna og fannst hún geta farið betur. „Mér fannst við vera búnir að opna hægra megin en það vantaði sendinguna út í hornið en hún kom ekki og þeir náðu að færa og það var ekki nóg eftir, því miður var þetta ekki nógu góð sókn.” Varðandi hvað klikkaði eftir rauða spjaldið hjá Bjarna sagði Einar að þetta væri ekkert óeðlilegt í leik eins og þessum. „Þetta gerist oft í leikjum og við Ásgeir (Ásgeir Jónsson, aðst.þjálfari Aftureldingar) ræddum það að við þyrftum að vera beittir en við dettum niður á hælana og mér fannst við vera alls ekki nógu grimmir. Við vorum alltof mikið að láta boltann ganga án þess að ráðast á vörnina.” „Að vísu fórum við með mörg dauðafæri í fyrri hálfleik sem hefðu getað komið okkur í betri stöðu. Heilt yfir fannst mér við ekki spila nógu vel sóknarlega í dag.” Hann vildi ekki tjá sig mikið um dómgæsluna sem var á mörgum köflum skrýtin í kvöld. „Ég ætla lítið að tjá mig um það, þeir eru að gera sitt besta. En það voru nokkur atvik sem manni langar að sjá aftur,” sagði Einar Andri að lokum.Birgir Már: Svekkelsi og fínt Birgir Már Birgisson hornamaður FH átti flottan leik í hægra horninu og skoraði 7 mörk. Hann var bæði svekktur og sáttur í leikslok. „Bæði svekkelsi og fínt að fá stig á móti sterku liði Aftureldingar á útivelli, þanng þetta er gott stig.” „Dómgæslan hallaði hvorki á þá né okkur, þetta var svona á báða bóga fannst mér,” sagði Birgir varðandi dómgæsluna. Hann er mjög sáttur með byrjunina í FH en hann hefur komið af miklum krafti í liðið. „Mjög sáttur og það þýðir ekkert annað en að halda þessu áfram.” Hann segir framhaldið skýrt. „Við erum að safna stigum og erum á fínum stað í deildinni og í ágætum séns að sjálfsögðu höldum við þessu áfram.” Eins og Halldór Jóhann sagði þá mælir hann með því að hlutlausir mæti á FH leiki þar sem þeir eru líklega mest spennandi leikirnir í deildinni. „Það eru búnir að vera frábærir leikir, erum að vinna bara með 1-2 mörkum og svo 2 jafntefli núna, 1 tap og það var með litlum mun. Þetta eru skemmtilegustu leikirnir,” sagði Birgir Már Birgisson að lokum.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti