Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 33-24 │Stjarnan rúllaði yfir Fram í síðari hálfleik Benedikt Grétarsson skrifar 4. nóvember 2018 21:15 Egill var öflugur í kvöld. vísir/bára Stjarnan vann öruggan sigur gegn döpru liði Fram þegar liðin mættust í TM-höllinni í Garðabæ. Lokatölur urðu 33-24 fyrir Stjörnuna, sem hefur nú fjögur stig í Olísdeildinni. Fram hefur tapað tveimur leikjum í röð og hefur fimm stig. Fyrri hálfleikur var í meira lagi sveiflukenndur. Stjarnan komst i 7-3 og virtist hafa öll ráð gestanna á hendi sér en þá komu fjögur mörk í röð frá Fram. Sveiflurnar héldu áfram allan fyrri hálfleik og menn náðu ekki að tengja saman góða kafla. Aftur fékk maður á tilfinninguna að Stjarnan væri að stinga af í stöðunni 13-9 en Framarar unnu þetta forskot upp á lokakafla fyrri hálfleiks og aðeins munaði einu marki að honum loknum, 14-13. Það þarf ekki að hafa mörg orð um seinni hálfleikinn. Stjarnan hafði mikla yfirburði og Fram komst ekkert áleiðis gegn sterkri vörn heimamanna. Bak við vörnina stóð Ólafur Rafn Gíslason sig með mikili prýði eftir að hann leysti Sveinbjörn Pétursson af hólmi og eftirleikurinn var auðveldur. Stjarnan tekur stigin tvö og þjálfarinn Rúnar Sigtryggsson getur glaðst yfir þessari frammistöðu. Að sama skapi verða Framarar að girða sig í brók en liðið leit vægast sagt illa út í seinni hálfleik.Af hverju vann Stjarnan leikinn? Varnarleikur heimamanna var sterkur nánast allan leikinn og áður hefur verið minnst á markvörsluna. Stjörnumenn virtust einfaldlega vera meira tilbúnir í slaginn og það voru margir leikmenn sem skiluðu góðu dagsverki. Tæknifeilar Framara voru líka ansi margir og hjálpuðu ekki í baráttunni.Hverjir stóðu upp úr? Ólafur var mjög flottur í markinu hjá Stjörnunni og Garðar B. Sigurjónsson fór á kostum á línunni. Varnarblokkin með Árna Þór, Bjarka, Aron og Egil var ókleifur múr lengstum í leiknum og Leó Snær er alltaf drjúgur í hægra horninu. Viktor Gísli Hallgrímsson var bestur Framara og grátlegt fyrir hann hversu oft Stjörnumenn hirtu frákast eftir varið skot.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fram var hægur og fyrirsjáanlegur. Gestunum gekk bölvanlega að nýta yfirtöluna almennilega og þeir klúðruðu einnig þremur vítaköstum. Það er reyndar frekar sérstakt að sami leikmaður fái að taka aftur víti, þegar hann hefur misnotað tvö slík í leiknumHvað gerist næst? Stjarnan fer á Seltjarnarnes og mætir Gróttu í Coca Cola bikarkeppni HSÍ. Framarar taka á móti Akureyri í sömu keppni.Rúnar: Spurning um væntingar Rúnar Sigtryggsson var nokkuð léttur eftir sigur Stjörnunnar gegn Fram í Olísdeildinni en Stjörnuliðinu hefur ekki gengið vel í vetur. Rúnar segir þetta hafa verið nokkuð öruggt í seinni hálfleiknum. „Við vorum tvisvar komnir fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleikn en þá lendum við í einbeitingarleysi þar sem menn lögðu sig ekki í færin sem fengust. Kæruleysið kostaði það að Framarar komust aftur inn í leikinn og munurinn aðeins eitt mark í hálfleik.“ „Í seinni hálfleik breyttum við í framliggjandi vörn og það truflaði greinilega Framara smá í byrjun. Þeir ná svo aðeins áttum en innkoma Ólafs Gíslasonar í markið gerir náttúrulega gæfumuninn. Hann fær á sig þrjú mörk á tæplega 20 mínútum. Sveinbjörn var ekkert búinn að vera lélegur í markinu en Óli svaraði heldur betur kallinu þegar það kom.,“ sagði Rúnar. Hvað skyldi hafa glatt þjálfarann mest í leiknum? „Ég er bara ánægðastur með stigin tvö þar sem við vorum neðstir í deildinni fyrir leikinn. Það hefur verið margt gott í síðustu þremur umferðum hjá okkur en í þetta skiptið klárum við leikinn og nú er bara að mæta í næstu leiki klárir og halda áfram.“ Stjörnuliðið hefur á köflum fengið harkalega útreið frá handboltaspekingum. Finnst Rúnari sú gagnrýni vera sanngjörn? „Þetta er bara spurning um væntingar til liðsins. Ef menn hafa engar væntingar, þá erum við á pari. Við höfum hins vegar væntingar til liðsins og þetta hefur bara ekki verið nógu gott. Meiðslin voru til staðar í byrjun móts en það eru engar afsakanir lengur. Nú ætlum við að klára þá leiki sem eru framundan,“ sagði Rúnar Sigtryggsson.Ingvar: Hausinn fór undir lokinn Ingvar Örn Ákason stýrði Fram í fjarveru þjálfarans Guðmundar Helga Pálssonar sem liggur veikur á spítala með matareitrun. „Ég veit ekki alveg af hverju allt fór til fjandans í seinni hálfleik. Það tók svolítið mikla orku af okkur að elta í fyrri hálfleik. Mér fannst við samt vera vel gíraðir í hálfleiknum og allir tilbúnir að gera þetta saman, ekki síst í fjarveru Gumma. Þetta gekk bara því miður ekki upp hjá okkur.“ Framarar voru sjálfum sér verstir á löngum köflum. „Já, við erum t.d. að klúðra þremur vítaköstum og setjum tvö þeirra framhjá markinu. Það sýnir kannski aðeins hvar hausinn hjá okkur er í leiknum. Við köstum líka boltanum mikið frá okkur en mér fannst reyndar nokkrum sinnum vera 50/50 hvort að við ættum að fá aukakast þegar það gerist.“ „Svo þegar dómararnir dæma ekkert á þetta, þá eyðum við orku í að pæla í þessum hlutum í stað þess að hlaupa til baka og standa vörn. Við vorum seinir til baka í kvöld og það fór í taugarnar á mér. Svo endum við leikinn á slæman hátt þegar hausinn er farinn og ég er líka ósáttur við það,“ sagði Ingvar. Fram tapaði illa gegn Gróttu í síustu umferð og litu ekki vel út í kvöld. Er ástæða til að hafa áhyggjur? „Við erum bara alltaf ósáttir ef við erum ekki að vinna leiki. Kannski var frammistaðan ekki nógu góð í upphafi tímabils, þegar við vorum samt að vinna leiki. Við þurfum bara að rífa okkur upp allir sem einn. Þetta snýst ekki um einstaka menn, þetta snýst um að grafa dýpra, sjá hvað er að klikka og hjálpast svo að til að breyta hlutunum,“ sagði Ingvar að lokum. Olís-deild karla
Stjarnan vann öruggan sigur gegn döpru liði Fram þegar liðin mættust í TM-höllinni í Garðabæ. Lokatölur urðu 33-24 fyrir Stjörnuna, sem hefur nú fjögur stig í Olísdeildinni. Fram hefur tapað tveimur leikjum í röð og hefur fimm stig. Fyrri hálfleikur var í meira lagi sveiflukenndur. Stjarnan komst i 7-3 og virtist hafa öll ráð gestanna á hendi sér en þá komu fjögur mörk í röð frá Fram. Sveiflurnar héldu áfram allan fyrri hálfleik og menn náðu ekki að tengja saman góða kafla. Aftur fékk maður á tilfinninguna að Stjarnan væri að stinga af í stöðunni 13-9 en Framarar unnu þetta forskot upp á lokakafla fyrri hálfleiks og aðeins munaði einu marki að honum loknum, 14-13. Það þarf ekki að hafa mörg orð um seinni hálfleikinn. Stjarnan hafði mikla yfirburði og Fram komst ekkert áleiðis gegn sterkri vörn heimamanna. Bak við vörnina stóð Ólafur Rafn Gíslason sig með mikili prýði eftir að hann leysti Sveinbjörn Pétursson af hólmi og eftirleikurinn var auðveldur. Stjarnan tekur stigin tvö og þjálfarinn Rúnar Sigtryggsson getur glaðst yfir þessari frammistöðu. Að sama skapi verða Framarar að girða sig í brók en liðið leit vægast sagt illa út í seinni hálfleik.Af hverju vann Stjarnan leikinn? Varnarleikur heimamanna var sterkur nánast allan leikinn og áður hefur verið minnst á markvörsluna. Stjörnumenn virtust einfaldlega vera meira tilbúnir í slaginn og það voru margir leikmenn sem skiluðu góðu dagsverki. Tæknifeilar Framara voru líka ansi margir og hjálpuðu ekki í baráttunni.Hverjir stóðu upp úr? Ólafur var mjög flottur í markinu hjá Stjörnunni og Garðar B. Sigurjónsson fór á kostum á línunni. Varnarblokkin með Árna Þór, Bjarka, Aron og Egil var ókleifur múr lengstum í leiknum og Leó Snær er alltaf drjúgur í hægra horninu. Viktor Gísli Hallgrímsson var bestur Framara og grátlegt fyrir hann hversu oft Stjörnumenn hirtu frákast eftir varið skot.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fram var hægur og fyrirsjáanlegur. Gestunum gekk bölvanlega að nýta yfirtöluna almennilega og þeir klúðruðu einnig þremur vítaköstum. Það er reyndar frekar sérstakt að sami leikmaður fái að taka aftur víti, þegar hann hefur misnotað tvö slík í leiknumHvað gerist næst? Stjarnan fer á Seltjarnarnes og mætir Gróttu í Coca Cola bikarkeppni HSÍ. Framarar taka á móti Akureyri í sömu keppni.Rúnar: Spurning um væntingar Rúnar Sigtryggsson var nokkuð léttur eftir sigur Stjörnunnar gegn Fram í Olísdeildinni en Stjörnuliðinu hefur ekki gengið vel í vetur. Rúnar segir þetta hafa verið nokkuð öruggt í seinni hálfleiknum. „Við vorum tvisvar komnir fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleikn en þá lendum við í einbeitingarleysi þar sem menn lögðu sig ekki í færin sem fengust. Kæruleysið kostaði það að Framarar komust aftur inn í leikinn og munurinn aðeins eitt mark í hálfleik.“ „Í seinni hálfleik breyttum við í framliggjandi vörn og það truflaði greinilega Framara smá í byrjun. Þeir ná svo aðeins áttum en innkoma Ólafs Gíslasonar í markið gerir náttúrulega gæfumuninn. Hann fær á sig þrjú mörk á tæplega 20 mínútum. Sveinbjörn var ekkert búinn að vera lélegur í markinu en Óli svaraði heldur betur kallinu þegar það kom.,“ sagði Rúnar. Hvað skyldi hafa glatt þjálfarann mest í leiknum? „Ég er bara ánægðastur með stigin tvö þar sem við vorum neðstir í deildinni fyrir leikinn. Það hefur verið margt gott í síðustu þremur umferðum hjá okkur en í þetta skiptið klárum við leikinn og nú er bara að mæta í næstu leiki klárir og halda áfram.“ Stjörnuliðið hefur á köflum fengið harkalega útreið frá handboltaspekingum. Finnst Rúnari sú gagnrýni vera sanngjörn? „Þetta er bara spurning um væntingar til liðsins. Ef menn hafa engar væntingar, þá erum við á pari. Við höfum hins vegar væntingar til liðsins og þetta hefur bara ekki verið nógu gott. Meiðslin voru til staðar í byrjun móts en það eru engar afsakanir lengur. Nú ætlum við að klára þá leiki sem eru framundan,“ sagði Rúnar Sigtryggsson.Ingvar: Hausinn fór undir lokinn Ingvar Örn Ákason stýrði Fram í fjarveru þjálfarans Guðmundar Helga Pálssonar sem liggur veikur á spítala með matareitrun. „Ég veit ekki alveg af hverju allt fór til fjandans í seinni hálfleik. Það tók svolítið mikla orku af okkur að elta í fyrri hálfleik. Mér fannst við samt vera vel gíraðir í hálfleiknum og allir tilbúnir að gera þetta saman, ekki síst í fjarveru Gumma. Þetta gekk bara því miður ekki upp hjá okkur.“ Framarar voru sjálfum sér verstir á löngum köflum. „Já, við erum t.d. að klúðra þremur vítaköstum og setjum tvö þeirra framhjá markinu. Það sýnir kannski aðeins hvar hausinn hjá okkur er í leiknum. Við köstum líka boltanum mikið frá okkur en mér fannst reyndar nokkrum sinnum vera 50/50 hvort að við ættum að fá aukakast þegar það gerist.“ „Svo þegar dómararnir dæma ekkert á þetta, þá eyðum við orku í að pæla í þessum hlutum í stað þess að hlaupa til baka og standa vörn. Við vorum seinir til baka í kvöld og það fór í taugarnar á mér. Svo endum við leikinn á slæman hátt þegar hausinn er farinn og ég er líka ósáttur við það,“ sagði Ingvar. Fram tapaði illa gegn Gróttu í síustu umferð og litu ekki vel út í kvöld. Er ástæða til að hafa áhyggjur? „Við erum bara alltaf ósáttir ef við erum ekki að vinna leiki. Kannski var frammistaðan ekki nógu góð í upphafi tímabils, þegar við vorum samt að vinna leiki. Við þurfum bara að rífa okkur upp allir sem einn. Þetta snýst ekki um einstaka menn, þetta snýst um að grafa dýpra, sjá hvað er að klikka og hjálpast svo að til að breyta hlutunum,“ sagði Ingvar að lokum.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti