Viðskiptahindranir gætu sett strik í reikninginn hjá Marel Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. nóvember 2018 17:00 Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels. Viðskiptahindranir og umrót í alþjóðakerfinu mynda ósamræmi í framboði og eftirspurn matvæla innan heimshluta sem gæti leitt til þess að eftirspurn eftir tækjum frá Marel verði ekki jafn mikil á næstunni og hún hefur verið að undanförnu. Þetta segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels. Marel er i fararbroddi í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og lausna fyrir matvælaiðnað á heimsvísu. Hjá fyrirtækinu starfa um 5.500 manns í sex heimsálfum þar af um 600 á Íslandi. Félagið hagnaðist um 26,7 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi þessa árs og á fyrstu níu mánuðum ársins jukust tekjur félagsins um 17 prósent. Frjáls alþjóðaviðskipti hafa átt undir högg að sækja að undanförnu. Þar má nefna tollastríð Bandaríkjanna og Kína og tolla sem Bandaríkin settu á innflutning frá ríkjum Evrópusambandsins. ESB svaraði svo í sömu mynt með tollum á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum sem tóku gildi 1. júlí á þessu ári. Margar þessara viðskiptahindrana ná til matvæla eins og kjúklings og sjávarafurða. Þá hefur verið innflutningsbann á matvæli til Rússlands í sex ár og eru Rússar orðnir sjálfum sér nægir með matvæli en Rússar flytja aðeins inn 10 prósent af matvælum í stað 30 prósent áður.Viðskiptahindranir hafa myndað ósamræmi í framboði og eftirspurn Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels segir að viðskiptahindranir hafi myndað ósamræmi í framboði og eftirspurn matvæla innan heimshluta. Þetta kunni að leiða til minni nýfjárfestinga hjá viðskiptavinum Marels og þar með minni eftirspurnar eftir tækjum fyrirtækisins. Þetta sé sett fram sem fyrirvari um að tekjuvöxturinn verði kannski ekki jafn mikill á næstu fjórðungum og hann hefur verið framan af árinu en tekjur Marels jukust um 17 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. „Ég sé ekki fram á tekjusamdrátt. Við höfum séð mikla aukningu í veltu Marel, ár frá ári og sérstaklega 17 prósent vöxt í ár. Við gerum ráð fyrir því að það hægist á því á næstu ársfjórðungum. Ástæðan er einföld. Viðskiptahindranir eru meiri en við höfum séð áður. Hvað gerist við viðskiptahindranir? Þegar að heildareftirspurn eftir matvælum er meiri en heildarframboð, eftirspurn eftir hágæðamatvælum, kjöti, kjúklingi og fiski, er jafnvel meira en framboð. En þegar við hólfum niður með viðskiptahindrunum þá myndast í sumum löndum offramboð miðað við eftirspurn. Og á öðrum stöðum, eins og í Evrópu, er ekki nægilegt framboð til að mæta kröfum nútímamannsins. (...) Við erum ekki að sjá fram á annað en mjög góðan vöxt Marel á næstu tíu árum en þegar umrótið er svona mikið þá má alveg búast við því að í tvo til þrjá ársfjórðunga verði heldur minna en það mikla pantanainnflæði sem við höfum séð að undanförnu,“ segir Árni Oddur. Áform um skráningu hlutabréfa Marel í alþjóðlegri kauphöll ganga samkvæmt áætlun. Árni Oddur segir að félagið hafi þrengt valkostina niður í þrjár mögulegar kauphallir; Amsterdam, Kaupmannahöfn og Lundúni en ákvörðun um skráningu mun liggja fyrir á næstunni. Sjá má ítarlegt viðtal við Árna Odd í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Viðskiptahindranir og umrót í alþjóðakerfinu mynda ósamræmi í framboði og eftirspurn matvæla innan heimshluta sem gæti leitt til þess að eftirspurn eftir tækjum frá Marel verði ekki jafn mikil á næstunni og hún hefur verið að undanförnu. Þetta segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels. Marel er i fararbroddi í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og lausna fyrir matvælaiðnað á heimsvísu. Hjá fyrirtækinu starfa um 5.500 manns í sex heimsálfum þar af um 600 á Íslandi. Félagið hagnaðist um 26,7 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi þessa árs og á fyrstu níu mánuðum ársins jukust tekjur félagsins um 17 prósent. Frjáls alþjóðaviðskipti hafa átt undir högg að sækja að undanförnu. Þar má nefna tollastríð Bandaríkjanna og Kína og tolla sem Bandaríkin settu á innflutning frá ríkjum Evrópusambandsins. ESB svaraði svo í sömu mynt með tollum á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum sem tóku gildi 1. júlí á þessu ári. Margar þessara viðskiptahindrana ná til matvæla eins og kjúklings og sjávarafurða. Þá hefur verið innflutningsbann á matvæli til Rússlands í sex ár og eru Rússar orðnir sjálfum sér nægir með matvæli en Rússar flytja aðeins inn 10 prósent af matvælum í stað 30 prósent áður.Viðskiptahindranir hafa myndað ósamræmi í framboði og eftirspurn Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels segir að viðskiptahindranir hafi myndað ósamræmi í framboði og eftirspurn matvæla innan heimshluta. Þetta kunni að leiða til minni nýfjárfestinga hjá viðskiptavinum Marels og þar með minni eftirspurnar eftir tækjum fyrirtækisins. Þetta sé sett fram sem fyrirvari um að tekjuvöxturinn verði kannski ekki jafn mikill á næstu fjórðungum og hann hefur verið framan af árinu en tekjur Marels jukust um 17 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. „Ég sé ekki fram á tekjusamdrátt. Við höfum séð mikla aukningu í veltu Marel, ár frá ári og sérstaklega 17 prósent vöxt í ár. Við gerum ráð fyrir því að það hægist á því á næstu ársfjórðungum. Ástæðan er einföld. Viðskiptahindranir eru meiri en við höfum séð áður. Hvað gerist við viðskiptahindranir? Þegar að heildareftirspurn eftir matvælum er meiri en heildarframboð, eftirspurn eftir hágæðamatvælum, kjöti, kjúklingi og fiski, er jafnvel meira en framboð. En þegar við hólfum niður með viðskiptahindrunum þá myndast í sumum löndum offramboð miðað við eftirspurn. Og á öðrum stöðum, eins og í Evrópu, er ekki nægilegt framboð til að mæta kröfum nútímamannsins. (...) Við erum ekki að sjá fram á annað en mjög góðan vöxt Marel á næstu tíu árum en þegar umrótið er svona mikið þá má alveg búast við því að í tvo til þrjá ársfjórðunga verði heldur minna en það mikla pantanainnflæði sem við höfum séð að undanförnu,“ segir Árni Oddur. Áform um skráningu hlutabréfa Marel í alþjóðlegri kauphöll ganga samkvæmt áætlun. Árni Oddur segir að félagið hafi þrengt valkostina niður í þrjár mögulegar kauphallir; Amsterdam, Kaupmannahöfn og Lundúni en ákvörðun um skráningu mun liggja fyrir á næstunni. Sjá má ítarlegt viðtal við Árna Odd í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira