Árásarmaður felldur á sjúkrahúsi í Chicago Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2018 23:00 Einn lögregluþjónn er sagður í alvarlegu ástandi. Getty/Tribune News Service Minnst þrír eru sagðir í alvarlegu ástandi eftir að skotárás var gerð á Mercy-sjúkrahúsinu í Chicago í kvöld. Talsmaður lögreglunnar sagði á Twitter að tilkynningar hefðu borist um að margir hefðu orðið fyrir skoti og bað hann íbúa um að halda sig frá svæðinu. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögreglu en einn lögregluþjónn er meðal hinna særðu. Enn sem komið er hafa engar aðrar fréttir borist af dauðsföllum.Samkvæmt NBC sagðist eitt vitni hafa séð marga sem urðu fyrir skoti og honum virtist árásarmaðurinn vera að skjóta fólk af handahófi. Árásarmaðurinn hafi þó fyrst verið að tala við konu áður en hann tók upp byssu, skaut hana og byrjaði að skjóta á aðra.Hér má sjá hvað nokkur vitni sem AP ræddi við höfðu að segja.CNN hefur heimildir fyrir því að lögreglan hafi borið kennsl á árásarmanninn og hann hafi verið 32 ára gamall karlmaður. Nafn hans hefur ekki verið opinberað. Þá ræddi fréttastöð CNN við vitni sem segist hafa séð árásarmanninn skiptast á skotum við lögreglu fyrir utan sjúkrahúsið. „Ég get ekki einu sinni lýst því hvernig mér leið. Þetta er sorglegt. Það er ekki einu sinni hægt að leita sér aðhlynningar á sjúkrahúsi,“ sagði vitnið sem heitir Steven White. Lögreglan er framkvæmdi leit á sjúkrahúsinu ef ske kynni að árásarmennirnir væru fleiri. Svo virðist ekki hafa verið raunin og hefur lögreglan náð stjórn á svæðinu. WATCH: Ambulance leaves Chicago hospital shooting scene with extensive police escort. https://t.co/mxwX1hogVR pic.twitter.com/Sad0gzgP8y— NBC News (@NBCNews) November 19, 2018 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Minnst þrír eru sagðir í alvarlegu ástandi eftir að skotárás var gerð á Mercy-sjúkrahúsinu í Chicago í kvöld. Talsmaður lögreglunnar sagði á Twitter að tilkynningar hefðu borist um að margir hefðu orðið fyrir skoti og bað hann íbúa um að halda sig frá svæðinu. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögreglu en einn lögregluþjónn er meðal hinna særðu. Enn sem komið er hafa engar aðrar fréttir borist af dauðsföllum.Samkvæmt NBC sagðist eitt vitni hafa séð marga sem urðu fyrir skoti og honum virtist árásarmaðurinn vera að skjóta fólk af handahófi. Árásarmaðurinn hafi þó fyrst verið að tala við konu áður en hann tók upp byssu, skaut hana og byrjaði að skjóta á aðra.Hér má sjá hvað nokkur vitni sem AP ræddi við höfðu að segja.CNN hefur heimildir fyrir því að lögreglan hafi borið kennsl á árásarmanninn og hann hafi verið 32 ára gamall karlmaður. Nafn hans hefur ekki verið opinberað. Þá ræddi fréttastöð CNN við vitni sem segist hafa séð árásarmanninn skiptast á skotum við lögreglu fyrir utan sjúkrahúsið. „Ég get ekki einu sinni lýst því hvernig mér leið. Þetta er sorglegt. Það er ekki einu sinni hægt að leita sér aðhlynningar á sjúkrahúsi,“ sagði vitnið sem heitir Steven White. Lögreglan er framkvæmdi leit á sjúkrahúsinu ef ske kynni að árásarmennirnir væru fleiri. Svo virðist ekki hafa verið raunin og hefur lögreglan náð stjórn á svæðinu. WATCH: Ambulance leaves Chicago hospital shooting scene with extensive police escort. https://t.co/mxwX1hogVR pic.twitter.com/Sad0gzgP8y— NBC News (@NBCNews) November 19, 2018
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira