Sagafilm verðlaunað fyrir jafnan hlut kvenna í starfi og framleiðslu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2018 12:38 Sagafilm var verðlaunað fyrir að jafna hlut kvenna í starfi sínu og framleiðslu í morgun Vísir/Baldur Sagafilm hefur hlotið hvatningarverðlaun jafnréttismála 2018 fyrir að hafa jafnað hlut kynjanna þegar kemur að starfsmönnum og stjórnun auk fleiri kvenhlutverka í framleiðslu. Að verðlaununum standa atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Festa og Háskóli Íslands auk þess sem sérstakur samstarfsaðili er UN Women á Íslandi. Markmiðið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem hafa jafnrétti að leiðarljósi í starfi sínu og hvetja önnur fyrirtæki til hins sama. Niðurstaða dómnefndar var að veita Sagafilm verðlaunin fyrir að hafa sett skýr markmið varðandi að jafna hlut kvenna í starfi sínu og framleiðslu og óhikað hrundið þeim í framkvæmd. Hilmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sagafilm, segir fyrirtækið hafa sett jafnréttisstefnu í upphafi síðasta árs með þessum fína árangri. „Í kjölfarið urðu breytingar hér hjá okkur þar sem markvisst var verið að vinna að jöfnun kynjanna með vali á efni sem við framleiðum. Einnig hvað varðar val á leikstjórum og handritshöfundum. Svo fórum við í gegnum jafnlaunavottun til að klára þennan feril okkar og fengum vottun núna í vor,“ segir Hilmar. Það er nú jafn margar konur og karlar í starfsmannahópi Sagafilm og einnig í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Eins og áður segir sést einnig jafnari kynjahlutföll í framleiðslunni. „Nærtækasta dæmið er Flateyjargáta sem var frumsýnd í gær með konu í aðalhlutverki og þetta er þriðja þáttaröðin í röð þar sem aðalhlutverkið er í höndum konu. Við erum að fara í stórt verkefni eftir áramót sem er tíu þátta sjónvarpssería þar sem kona er aðalleikstjóri, þannig að það eru næg tækifæri,“ segir Hilmar. Bíó og sjónvarp Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Sagafilm hefur hlotið hvatningarverðlaun jafnréttismála 2018 fyrir að hafa jafnað hlut kynjanna þegar kemur að starfsmönnum og stjórnun auk fleiri kvenhlutverka í framleiðslu. Að verðlaununum standa atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Festa og Háskóli Íslands auk þess sem sérstakur samstarfsaðili er UN Women á Íslandi. Markmiðið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem hafa jafnrétti að leiðarljósi í starfi sínu og hvetja önnur fyrirtæki til hins sama. Niðurstaða dómnefndar var að veita Sagafilm verðlaunin fyrir að hafa sett skýr markmið varðandi að jafna hlut kvenna í starfi sínu og framleiðslu og óhikað hrundið þeim í framkvæmd. Hilmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sagafilm, segir fyrirtækið hafa sett jafnréttisstefnu í upphafi síðasta árs með þessum fína árangri. „Í kjölfarið urðu breytingar hér hjá okkur þar sem markvisst var verið að vinna að jöfnun kynjanna með vali á efni sem við framleiðum. Einnig hvað varðar val á leikstjórum og handritshöfundum. Svo fórum við í gegnum jafnlaunavottun til að klára þennan feril okkar og fengum vottun núna í vor,“ segir Hilmar. Það er nú jafn margar konur og karlar í starfsmannahópi Sagafilm og einnig í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Eins og áður segir sést einnig jafnari kynjahlutföll í framleiðslunni. „Nærtækasta dæmið er Flateyjargáta sem var frumsýnd í gær með konu í aðalhlutverki og þetta er þriðja þáttaröðin í röð þar sem aðalhlutverkið er í höndum konu. Við erum að fara í stórt verkefni eftir áramót sem er tíu þátta sjónvarpssería þar sem kona er aðalleikstjóri, þannig að það eru næg tækifæri,“ segir Hilmar.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira