Telur að Ísland ætti að sækjast eftir undanþágum frá orkupakkanum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. nóvember 2018 17:46 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Fréttablaðið/Ernir Þessi frétt hefur verið uppfærð. Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar var rangt haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni að hann teldi hagstætt fyrir Ísland að innleiða þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Þetta hefur verið lagfært. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins telur hagstætt fyrir Ísland að að fá undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Þær undanþágur þurfi þó að sækja með ákveðnum fyrirvara. Þetta sagði Sigurður Ingi í ræðu sinni á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins á Smyrlabjörgum í dag. „EES samningurinn hefur þróast mjög á þeim 25 árum sem hann hefur verið í gildi. Það er engin spurningin í mínum huga að EES samningurinn hefur verið Íslandi ákaflega hagfelldur. Ekki aðeins tryggir hann okkur aðgang með flestar vörur inn á 500 milljóna markað með okkar útflutningsvörur, hér undir er fiskur mikilvægastur, heldur höfum við einnig notið verulegs ávinnings af ýmsum sjóðum á mennta, menningar en ekki síst nýsköpunarsviðum.“ Þá varaði Sigurður Ingi við þeirri auknu miðstýringu sem hann segir nú gæta innan ESB heldur en áður. Það þurfi að hafa í huga þegar orkupakkinn er skoðaður. Áhersla á atvinnu- og húsnæðismálFormaðurinn kom einnig inn á húsnæðismál Íslendinga og mögulegar lausnir Framsóknar við þeim vandamálum sem fólk sem vill inn á húsnæðismarkaðinn stendur frammi fyrir. Þar velti hann meðal annars upp leiðum sem myndu gera fólki kleift að nýta lífeyrissparnað sinn til íbúðarkaupa. Þá gerði Sigurður Ingi atvinnumál að umfjöllunarefni sínu en hann sagði málaflokkinn hafa verið á stefnu Framsóknarflokksins síðastliðin hundrað ár og að flokkurinn væri sá sem mestan skilning hefði á sjónarmiði landsbyggðarinnar í þeim efnum. Í því samhengi nefndi ráðherrann meðal annars matarsýkingar í landbúnaðarafurðum. „Hér eru landbúnaðarafurðir með þeim hreinustu sem þekkist og tíðni matarsýkinga með þeim lægstu í heimi. Hvaða afleiðingar hefur það ef við þurfum að taka upp alþjóðlegar reglur sem eru ekki nægjanlegar framsýnar og nútímavæddar. Við erum í einstakri stöðu hér á landi og við þurfum að geta varið þá stöðu.“ Evrópusambandið Framsóknarflokkurinn Húsnæðismál Orkumál Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Þessi frétt hefur verið uppfærð. Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar var rangt haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni að hann teldi hagstætt fyrir Ísland að innleiða þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Þetta hefur verið lagfært. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins telur hagstætt fyrir Ísland að að fá undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Þær undanþágur þurfi þó að sækja með ákveðnum fyrirvara. Þetta sagði Sigurður Ingi í ræðu sinni á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins á Smyrlabjörgum í dag. „EES samningurinn hefur þróast mjög á þeim 25 árum sem hann hefur verið í gildi. Það er engin spurningin í mínum huga að EES samningurinn hefur verið Íslandi ákaflega hagfelldur. Ekki aðeins tryggir hann okkur aðgang með flestar vörur inn á 500 milljóna markað með okkar útflutningsvörur, hér undir er fiskur mikilvægastur, heldur höfum við einnig notið verulegs ávinnings af ýmsum sjóðum á mennta, menningar en ekki síst nýsköpunarsviðum.“ Þá varaði Sigurður Ingi við þeirri auknu miðstýringu sem hann segir nú gæta innan ESB heldur en áður. Það þurfi að hafa í huga þegar orkupakkinn er skoðaður. Áhersla á atvinnu- og húsnæðismálFormaðurinn kom einnig inn á húsnæðismál Íslendinga og mögulegar lausnir Framsóknar við þeim vandamálum sem fólk sem vill inn á húsnæðismarkaðinn stendur frammi fyrir. Þar velti hann meðal annars upp leiðum sem myndu gera fólki kleift að nýta lífeyrissparnað sinn til íbúðarkaupa. Þá gerði Sigurður Ingi atvinnumál að umfjöllunarefni sínu en hann sagði málaflokkinn hafa verið á stefnu Framsóknarflokksins síðastliðin hundrað ár og að flokkurinn væri sá sem mestan skilning hefði á sjónarmiði landsbyggðarinnar í þeim efnum. Í því samhengi nefndi ráðherrann meðal annars matarsýkingar í landbúnaðarafurðum. „Hér eru landbúnaðarafurðir með þeim hreinustu sem þekkist og tíðni matarsýkinga með þeim lægstu í heimi. Hvaða afleiðingar hefur það ef við þurfum að taka upp alþjóðlegar reglur sem eru ekki nægjanlegar framsýnar og nútímavæddar. Við erum í einstakri stöðu hér á landi og við þurfum að geta varið þá stöðu.“
Evrópusambandið Framsóknarflokkurinn Húsnæðismál Orkumál Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira