Kistubrot fundust við ljósleiðara í Víkurgarði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. nóvember 2018 06:15 Kistuleifar fundust í kverkinni vestan Landsímahússins, í norðausturhorni Víkurgarðs og bíða skráningar undir plasthlífum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Það var engin beinagrind, heldur bara kistuleifar,“ segir Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur um fréttir af líkkistufundi með beinagrind á Landsímareitnum. Að sögn Jóhannesar Stefánssonar, framkvæmdastjóra Lindarvatns ehf., fundust viðarbútar vestan við Landsímahúsið, í kverkinni upp við Aðalstræti 11 þar sem Landsbankinn var áður í viðbyggingu frá 1967. Þar undir er mikið af ýmsum lögnum, meðal annars ljósleiðari sem þurfti að fjarlægja vegna jarðvegsskipta og steypuvinnu sem er að fara í gang.Jóhannes Stefánsson, framkvæmdarstjóri Lindarvatns ehf.„Þar undir komu í ljós viðarbrot og þá stoppuðum við gröfuna, hringdum í Minjastofnun og sögðumst hafa fundið mögulegar minjar,“ segir Jóhannes. Minjastofnun stöðvaði síðan framkvæmdir á þessum afmarkaða bletti á byggingarreitnum. Minjastofnun fól Völu Garðarsdóttur fornleifafræðingi, sem stýrði minjauppgreftri í Víkurgarði, að kanna málið. Vala segir ekki rétt sem fram hafi komið í Morgunblaðinu að fundist hafi kista og beinagrind undir Landsímahúsinu. „Það var ekki það sem gerðist heldur fundum við kistubrot í lagnaskurði,“ segir Vala. Engin bein hafi fundist. „Við mælum upp, teiknum, ljósmyndum og skráum og mokum svo yfir því þetta er náttúrlega ekki á framkvæmdasvæðinu heldur var bara verið að skipta um lagnir og setja í hólka,“ segir Vala. Aðspurð segist hún telja kistuna vera frá sautjándu eða átjándu öld.Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur.Fréttablaðið/StefánFyrir átta dögum vísaði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála frá kæru sóknarnefndar Dómkirkjunnar vegna byggingarleyfis sem byggingarfulltrúinn í Reykjavík veitti í maí fyrir áformaðri hótelbyggingu á Landsímareitnum. Í september hafði úrskurðarnefndin vísað frá sambærilegri kæru félagsins Kvosarinnar, sem er félagsskapur hóps sem einnig hefur kallað sig Varðmenn Víkurgarðs. Báðum kærunum var vísað frá nefndinni þar sem þessir kærendur eru ekki taldir eiga aðild að málinu. Sóknarnefndin taldi sig eiga aðild að málinu, meðal annars þar sem Dómkirkjan hefði eignar- og umráðarétt yfir landi Víkurgarðs. „Hinn 15. ágúst 2018 var móttekið til þinglýsingar skjal undirritað af ráðherra Íslands, dags. 21. október 1904. Kunngjörir ráðherra þar að Reykjavíkurkaupstað sé afsöluð lóð kirkjugarðs í Reykjavík er lagður hefði verið niður á árinu 1837. Var skjalið fært inn í þinglýsingarbækur 6. september 2018. Getur sóknarnefnd Dómkirkjunnar því ekki byggt aðild sína á eignar- og umráðarétti yfir Víkurgarði,“ segir úrskurðarnefndin meðal annars. Fornminjar Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
„Það var engin beinagrind, heldur bara kistuleifar,“ segir Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur um fréttir af líkkistufundi með beinagrind á Landsímareitnum. Að sögn Jóhannesar Stefánssonar, framkvæmdastjóra Lindarvatns ehf., fundust viðarbútar vestan við Landsímahúsið, í kverkinni upp við Aðalstræti 11 þar sem Landsbankinn var áður í viðbyggingu frá 1967. Þar undir er mikið af ýmsum lögnum, meðal annars ljósleiðari sem þurfti að fjarlægja vegna jarðvegsskipta og steypuvinnu sem er að fara í gang.Jóhannes Stefánsson, framkvæmdarstjóri Lindarvatns ehf.„Þar undir komu í ljós viðarbrot og þá stoppuðum við gröfuna, hringdum í Minjastofnun og sögðumst hafa fundið mögulegar minjar,“ segir Jóhannes. Minjastofnun stöðvaði síðan framkvæmdir á þessum afmarkaða bletti á byggingarreitnum. Minjastofnun fól Völu Garðarsdóttur fornleifafræðingi, sem stýrði minjauppgreftri í Víkurgarði, að kanna málið. Vala segir ekki rétt sem fram hafi komið í Morgunblaðinu að fundist hafi kista og beinagrind undir Landsímahúsinu. „Það var ekki það sem gerðist heldur fundum við kistubrot í lagnaskurði,“ segir Vala. Engin bein hafi fundist. „Við mælum upp, teiknum, ljósmyndum og skráum og mokum svo yfir því þetta er náttúrlega ekki á framkvæmdasvæðinu heldur var bara verið að skipta um lagnir og setja í hólka,“ segir Vala. Aðspurð segist hún telja kistuna vera frá sautjándu eða átjándu öld.Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur.Fréttablaðið/StefánFyrir átta dögum vísaði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála frá kæru sóknarnefndar Dómkirkjunnar vegna byggingarleyfis sem byggingarfulltrúinn í Reykjavík veitti í maí fyrir áformaðri hótelbyggingu á Landsímareitnum. Í september hafði úrskurðarnefndin vísað frá sambærilegri kæru félagsins Kvosarinnar, sem er félagsskapur hóps sem einnig hefur kallað sig Varðmenn Víkurgarðs. Báðum kærunum var vísað frá nefndinni þar sem þessir kærendur eru ekki taldir eiga aðild að málinu. Sóknarnefndin taldi sig eiga aðild að málinu, meðal annars þar sem Dómkirkjan hefði eignar- og umráðarétt yfir landi Víkurgarðs. „Hinn 15. ágúst 2018 var móttekið til þinglýsingar skjal undirritað af ráðherra Íslands, dags. 21. október 1904. Kunngjörir ráðherra þar að Reykjavíkurkaupstað sé afsöluð lóð kirkjugarðs í Reykjavík er lagður hefði verið niður á árinu 1837. Var skjalið fært inn í þinglýsingarbækur 6. september 2018. Getur sóknarnefnd Dómkirkjunnar því ekki byggt aðild sína á eignar- og umráðarétti yfir Víkurgarði,“ segir úrskurðarnefndin meðal annars.
Fornminjar Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira