CNN höfðar mál gegn Trump og fleirum Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2018 14:56 Deilur komu upp á milli Trump og Acosta á blaðamannafundi í síðustu viku. AP/Evan Vucci Fréttastöðin CNN hefur höfðað mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og starfsmönnum hans vegna þess að Jim Acosta, fréttamanni CNN, var meinað að mæta á blaðamannafundi og aðra atburði í Hvíta húsinu. CNN og Acosta eru sækjendur í málinu og segja Hvíta húsið hafa brotið á stjórnarskrávernduðum rétti Acosta með því að meina honum aðgang að Hvíta húsinu. Þeir stefndu eru sex. Það eru Trump, John Kelly starfsmannastjóri Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders upplýsingafulltrúi Trump, Bill Shine aðstoðaryfirmaður samskiptasviðs Hvíta hússins, Joseph Clancy yfirmaður lífvarðarsveitar forsetans og sá lífvörður forsetans sem tók aðgangskort Acosta. Ekki er búið að nafngreina þann síðastnefnda. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá CNN.This morning, CNN filed a lawsuit against @realDonaldTrump and top aides. The White House has violated CNN and @Acosta's First Amendment rights of freedom of the press and Fifth Amendment rights to due process. Complaint: https://t.co/43oX6L8xA7pic.twitter.com/RvJ0Cgh6oi — CNN Communications (@CNNPR) November 13, 2018 Deilur komu upp á milli Trump og Acosta á blaðamannafundi í síðustu viku. Trump sakaði Acosta meðal annars um að vera dónalegan og hræðilega manneskju. Þetta var eftir að Acosta spurði Trump út í Rússarannsóknina svokölluðu. „Veistu hvað, ég held að þú ættir að leyfa mér að sjá um að stjórna landinu og þú sérð um að stjórna CNN. Ef þú gerðir það sómasamlega væri áhorfstölurnar ykkar ekki svona lélegar.“ Þá sagði Trump ítrekað að nú væri nóg komið, aðstoðarkona á fundinum reyndi meðal annars að grípa hljóðnemann af Acosta sem lét ekki af hendi. Það má síðan segja að forsetinn hafi hellt sér yfir Acosta: „CNN ætti að skammast sín að hafa þig sem starfsmann. Þú ert ókurteis og hræðileg mannvera. Þú ættir ekki að starfa fyrir CNN.“Sjá einnig: Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfirSamtök blaðamanna sem starfa í Hvíta húsinu segjast standa við bakið á Acosta og CNN og styðja lögsóknina. Olivier Knox, formaður samtakanna, segir að forseti Bandaríkjanna eigi ekki að hafa áhrif á það hverjir fjalla um hann og málefni hans.Statement from WHCA President Olivier Knox on CNN lawsuit. #whca@oknoxpic.twitter.com/y5uJwnGfqb — WHCA (@whca) November 13, 2018 Í kjölfar þess að Acosta var meinaður aðgangur að Hvíta húsinu birti Sarah Huckabee Sanders myndband af atviki þar sem kona sem starfar í Hvíta húsinu reyndi að taka hljóðnemann af Acosta. Hendur þeirra snertust á einum tímapunkti þegar konan reyndi að teygja sig í hljóðnemann. Sanders skilgreindi það sem „óveiðeigandi hegðun“. Myndbandinu sem hún birti hafði þó verið breytt svo að snertingin virtist alvarlegri en hún var. Þá kom myndbandið frá einum af ritstjórum Infowars, sem er í eigu samsæriskenningasmiðsins Alex Jones.Sjá einnig: Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandiÍ yfirlýsingu frá Ted Boutrous, lögmanni CNN og Acosta, segir hann að ljóst sé að Hvíta húsið sé að refsa skjólstæðingum sínum vegna innihalds frétta þeirra. Það sé í sjálfu sér skýrt brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna.Statement from @BoutrousTed, attorney for CNN & @Acosta: pic.twitter.com/tFMgM1AIEZ — CNN Communications (@CNNPR) November 13, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Fréttastöðin CNN hefur höfðað mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og starfsmönnum hans vegna þess að Jim Acosta, fréttamanni CNN, var meinað að mæta á blaðamannafundi og aðra atburði í Hvíta húsinu. CNN og Acosta eru sækjendur í málinu og segja Hvíta húsið hafa brotið á stjórnarskrávernduðum rétti Acosta með því að meina honum aðgang að Hvíta húsinu. Þeir stefndu eru sex. Það eru Trump, John Kelly starfsmannastjóri Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders upplýsingafulltrúi Trump, Bill Shine aðstoðaryfirmaður samskiptasviðs Hvíta hússins, Joseph Clancy yfirmaður lífvarðarsveitar forsetans og sá lífvörður forsetans sem tók aðgangskort Acosta. Ekki er búið að nafngreina þann síðastnefnda. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá CNN.This morning, CNN filed a lawsuit against @realDonaldTrump and top aides. The White House has violated CNN and @Acosta's First Amendment rights of freedom of the press and Fifth Amendment rights to due process. Complaint: https://t.co/43oX6L8xA7pic.twitter.com/RvJ0Cgh6oi — CNN Communications (@CNNPR) November 13, 2018 Deilur komu upp á milli Trump og Acosta á blaðamannafundi í síðustu viku. Trump sakaði Acosta meðal annars um að vera dónalegan og hræðilega manneskju. Þetta var eftir að Acosta spurði Trump út í Rússarannsóknina svokölluðu. „Veistu hvað, ég held að þú ættir að leyfa mér að sjá um að stjórna landinu og þú sérð um að stjórna CNN. Ef þú gerðir það sómasamlega væri áhorfstölurnar ykkar ekki svona lélegar.“ Þá sagði Trump ítrekað að nú væri nóg komið, aðstoðarkona á fundinum reyndi meðal annars að grípa hljóðnemann af Acosta sem lét ekki af hendi. Það má síðan segja að forsetinn hafi hellt sér yfir Acosta: „CNN ætti að skammast sín að hafa þig sem starfsmann. Þú ert ókurteis og hræðileg mannvera. Þú ættir ekki að starfa fyrir CNN.“Sjá einnig: Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfirSamtök blaðamanna sem starfa í Hvíta húsinu segjast standa við bakið á Acosta og CNN og styðja lögsóknina. Olivier Knox, formaður samtakanna, segir að forseti Bandaríkjanna eigi ekki að hafa áhrif á það hverjir fjalla um hann og málefni hans.Statement from WHCA President Olivier Knox on CNN lawsuit. #whca@oknoxpic.twitter.com/y5uJwnGfqb — WHCA (@whca) November 13, 2018 Í kjölfar þess að Acosta var meinaður aðgangur að Hvíta húsinu birti Sarah Huckabee Sanders myndband af atviki þar sem kona sem starfar í Hvíta húsinu reyndi að taka hljóðnemann af Acosta. Hendur þeirra snertust á einum tímapunkti þegar konan reyndi að teygja sig í hljóðnemann. Sanders skilgreindi það sem „óveiðeigandi hegðun“. Myndbandinu sem hún birti hafði þó verið breytt svo að snertingin virtist alvarlegri en hún var. Þá kom myndbandið frá einum af ritstjórum Infowars, sem er í eigu samsæriskenningasmiðsins Alex Jones.Sjá einnig: Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandiÍ yfirlýsingu frá Ted Boutrous, lögmanni CNN og Acosta, segir hann að ljóst sé að Hvíta húsið sé að refsa skjólstæðingum sínum vegna innihalds frétta þeirra. Það sé í sjálfu sér skýrt brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna.Statement from @BoutrousTed, attorney for CNN & @Acosta: pic.twitter.com/tFMgM1AIEZ — CNN Communications (@CNNPR) November 13, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira