Enski boltinn

Gylfi haltraði af velli í dag - Landsleikirnir í hættu?

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Gylfi í baráttunni við Jorginho í leiknum í dag
Gylfi í baráttunni við Jorginho í leiknum í dag Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson haltraði af velli í leik Chelsea og Everton í dag en hann varð fyrir ljótri tæklingu frá Jorginho í leiknum í dag.



Gylfi var í byrjunarliði Everton að venju en var tekinn af velli á 76. mínútu leiksins.



Jorginho fékk gult spjald fyrir brotið en einhverjir hefðu viljað sjá annan lit á spjaldinu.



Marco Silva, stjóri Everton hefur áhyggjur af meiðslunum en hann var langt frá því að vera sáttur með tæklingu Jorginho.



Svo gæti farið að Gylfi missi af komandi landsleikjum gegn Belgíu í Þjóðardeildinni á fimmtudag og vináttulandsleik við Katar.



Bætir það ekki á vondar fréttir fyrr í dag er Jóhann Berg Guðmundsson þurfti að draga sig úr landsliðshópnum en Andri Rúnar Bjarnason var kallaður inn í hópinn í hans stað.


Tengdar fréttir

Andri Rúnar inn fyrir Jóhann Berg

Jóhann Berg Guðmundsson tekur ekki þátt í komandi landsleikjum Íslands gegn Belgíu og Katar. Andri Rúnar Bjarnason hefur verið kallaður inn í hans stað.

Jóhann Berg fór meiddur af velli

Jóhann Berg Guðmundsson gæti misst af lokaleik Íslands í Þjóðadeild UEFA á fimmtudag en hann fór meiddur af velli í leik Burnley í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×