„Létu okkur líta út eins og slátrara inn á vellinum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2018 08:00 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ræðir við dómarann eftir leik. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var allt annað en ánægður með leikaraskap og leiktafir leikmanna Paris Saint-Germain í tapleik Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöldi. PSG komst í 2-0 í fyrri hálfleik og hélt út í þeim seinni þar sem liggur við meiri tími fór að huga að meiddum mönnum Parísarliðsins en fór í sjálfan fótboltann inn á vellinum. Klopp var mjög pirraður út í taktík franska liðsins í viðtali eftir leikinn. BBC segir frá. Klopp hneyklaðist meðal annars á því að Joe Gomez hafi fengið að líta gula spjaldið í þessum leik. „Hann er greinilega ekki lengur vinalegasti strákurinn á jörðinni,“ sagði Klopp. Liverpool náði ekki inn jöfnunarmarkinu þrátt fyrir pressu í seinni hálfleiknum. Leikmenn PSG notuðu líka hvert tækifæri til að liggja í grasinu og tefja leikinn.Jurgen Klopp vented his anger after Liverpool’s Champions League defeat. Was it sour grapes or did he have a point? Readhttps://t.co/B9tK0lo5RYpic.twitter.com/Is8uXtvbYp — BBC Sport (@BBCSport) November 28, 2018„Ég veit að fyrirsagnirnar munu snúast um annað en allar þessar truflanir voru ekki til fyrirmyndar,“ sagði Klopp. „Við höfum unnið háttvísiverðlaunin tvisvar í Englandi en í kvöld létu þeir okkur líta út eins og slátrara með öllum þessum gulum spjöldum,“ sagði Klopp. „Þetta var klókt af PSG og þá sérstaklega af Neymar. Það voru hinsvegar mun fleiri sem fóru í grasið eins og þeir væru stórslasaðir,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp vildi líka fá rautt spjald á miðjumanninn Marco Verratti fyrir brotið á Joe Gomez eftir 24 mínútna leik. Verratti slapp með gula spjaldið og hefði svo vel getað fengið annað gult spjald seinna í leiknum en slapp þá aftur. „Allir hafa augu og allir sáu þetta. Það er hinsvegar ekki frétt nema ef að ég sé það. Þetta var rautt spjald að mínu mati en það breytir engu. Mér er sama. Ég var í góðri aðstöðu til að sjá þetta og þetta var ekki bara eins og hvert annað gult spjald,“ sagði Klopp. Liverpool þarf nú að vinna tveggja marka sigur á Napoli í lokaleiknum á Anfield til að komast áfram í sextán liða úrslitin. Það er allt annað en létt verk. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var allt annað en ánægður með leikaraskap og leiktafir leikmanna Paris Saint-Germain í tapleik Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöldi. PSG komst í 2-0 í fyrri hálfleik og hélt út í þeim seinni þar sem liggur við meiri tími fór að huga að meiddum mönnum Parísarliðsins en fór í sjálfan fótboltann inn á vellinum. Klopp var mjög pirraður út í taktík franska liðsins í viðtali eftir leikinn. BBC segir frá. Klopp hneyklaðist meðal annars á því að Joe Gomez hafi fengið að líta gula spjaldið í þessum leik. „Hann er greinilega ekki lengur vinalegasti strákurinn á jörðinni,“ sagði Klopp. Liverpool náði ekki inn jöfnunarmarkinu þrátt fyrir pressu í seinni hálfleiknum. Leikmenn PSG notuðu líka hvert tækifæri til að liggja í grasinu og tefja leikinn.Jurgen Klopp vented his anger after Liverpool’s Champions League defeat. Was it sour grapes or did he have a point? Readhttps://t.co/B9tK0lo5RYpic.twitter.com/Is8uXtvbYp — BBC Sport (@BBCSport) November 28, 2018„Ég veit að fyrirsagnirnar munu snúast um annað en allar þessar truflanir voru ekki til fyrirmyndar,“ sagði Klopp. „Við höfum unnið háttvísiverðlaunin tvisvar í Englandi en í kvöld létu þeir okkur líta út eins og slátrara með öllum þessum gulum spjöldum,“ sagði Klopp. „Þetta var klókt af PSG og þá sérstaklega af Neymar. Það voru hinsvegar mun fleiri sem fóru í grasið eins og þeir væru stórslasaðir,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp vildi líka fá rautt spjald á miðjumanninn Marco Verratti fyrir brotið á Joe Gomez eftir 24 mínútna leik. Verratti slapp með gula spjaldið og hefði svo vel getað fengið annað gult spjald seinna í leiknum en slapp þá aftur. „Allir hafa augu og allir sáu þetta. Það er hinsvegar ekki frétt nema ef að ég sé það. Þetta var rautt spjald að mínu mati en það breytir engu. Mér er sama. Ég var í góðri aðstöðu til að sjá þetta og þetta var ekki bara eins og hvert annað gult spjald,“ sagði Klopp. Liverpool þarf nú að vinna tveggja marka sigur á Napoli í lokaleiknum á Anfield til að komast áfram í sextán liða úrslitin. Það er allt annað en létt verk.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Sjá meira