Atletico áfram í 16-liða úrslitin Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 20:00 Úr fyrri leik liðanna. vísir/getty Atletico Madrid tryggði sig áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og gott sem dæmdu Mónakó úr leik í Evrópu. Mörk frá Koke og Antoine Griezmann á fyrsta hálftímanum gáfu heimamönnum í Madrid nokkuð þægilegan leik. Radamel Falcao fékk upplagt tækifæri til þess að gera leikinn spennandi síðustu mínúturnar þegar Savic handlék boltann inni í eigin vítateig, fékk rautt spjald og Mónakó fékk vítaspyrnu. Falcao fór á punktinn en vítaspyrnan hitti ekki á markrammann. Illa farið með frábært færi og leiknum lauk með 2-0 sigri. Mónakó endar því að öllum líkindum á botni riðilsins og fær því ekki sæti í Evrópudeildinni. Lokomotiv Moskva á enn möguleika á þriðja sætinu í D-riðli eftir 2-0 sigri á Galatasary. Bæði lið eiga ekki lengur möguleika á því að komast áfram í 16-liða úrslit. Meistaradeild Evrópu
Atletico Madrid tryggði sig áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og gott sem dæmdu Mónakó úr leik í Evrópu. Mörk frá Koke og Antoine Griezmann á fyrsta hálftímanum gáfu heimamönnum í Madrid nokkuð þægilegan leik. Radamel Falcao fékk upplagt tækifæri til þess að gera leikinn spennandi síðustu mínúturnar þegar Savic handlék boltann inni í eigin vítateig, fékk rautt spjald og Mónakó fékk vítaspyrnu. Falcao fór á punktinn en vítaspyrnan hitti ekki á markrammann. Illa farið með frábært færi og leiknum lauk með 2-0 sigri. Mónakó endar því að öllum líkindum á botni riðilsins og fær því ekki sæti í Evrópudeildinni. Lokomotiv Moskva á enn möguleika á þriðja sætinu í D-riðli eftir 2-0 sigri á Galatasary. Bæði lið eiga ekki lengur möguleika á því að komast áfram í 16-liða úrslit.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti