Úrslitaleikur River og Boca verður spilaður utan Argentínu en hvar? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2018 08:00 Stuðningsmaður River Plate fyrir framan óeirðalögregluna í Buenos Aires. Vísir/Getty Úrslitaleikur River Plate og Boca Juniors í Copa Libertadores keppninni átti að fara fram í Buenos Aires á laugardag og svo var settur aftur á sama stað á sunnudag. Nú er hinsvegar orðið ljóst að argentínsku liðin fá ekki að útkljá sína baráttu innan landamæra Argentínu. Þetta er seinni leikur liðanna um Copa Libertadores bikarinn en sá fyrri endaði með 2-2 jafntefli á heimavelli Boca Juniors.OFFICIAL: CONMEBOL confirm that the Copa Libertadores 2018 final second leg between River Plate and Boca Juniors will be played on either the 8th or 9th December and will be played outside of Argentina. pic.twitter.com/ORgfVb7Pa4 — Squawka News (@SquawkaNews) November 27, 2018Fótboltabullur River Plate, sem kalla sig Barra Brava en aðrir kalla mafíu argentínska fótboltans, réðust á liðsrútu Boca Juniors á leið á leikinn þannig að leikmenn slösuðust og algjör ringulreið skapaðist innan herbúða liðsins. Leiknum var seinkað en síðar frestað og síðan frestað aftur daginn eftir. Forsetar River Plate og Boca Juniors og aðrir sem koma að málum hittust í gær á fundi þar sem farið var yfir stöðuna sem og leitað að lausnum og nýjum leikstað og nýjum leiktíma.The 2018 Copa Libertadores final was supposed to go down in history. Just not like this https://t.co/L7H1xUM8zTpic.twitter.com/yTr93HOpJV — Planet Fútbol (@si_soccer) November 28, 2018Knattspyrnusamband Suður-Ameríku tilkynnti síðan eftir þennan langan fund að seinni úrslitaleikurinn yrði spilaður utan Argentínu en það verði tilkynnti seinna hver leikstaðurinn verði. Leikurinn mun ekki fara fram fyrr en 8. eða 9. desember. Mikið var talað um það í gær að færa leikinn til Asunción í Paragvæ en hvorugt félagið var víst spennt fyrir því. Miami borg í Bandaríkjunum var líka nefnd til sögunnar en einnig gæti leikurinn farið fram í Brasilíu. Nýjasta útspilið er að ítalska borgin Genoa hefur kallað eftir að fá leikinn til sín. Borgastjórnin í Genoa skrifaði báðum félögum og bauðst til að hýsa leikinn en innflytjendur frá ítölsku borginni áttu mikinn þátt í því að River Plate og Boca Juniors voru stofnuð á sínum tíma. Argentína Brasilía Fótbolti Suður-Ameríka Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Fleiri fréttir Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Sjá meira
Úrslitaleikur River Plate og Boca Juniors í Copa Libertadores keppninni átti að fara fram í Buenos Aires á laugardag og svo var settur aftur á sama stað á sunnudag. Nú er hinsvegar orðið ljóst að argentínsku liðin fá ekki að útkljá sína baráttu innan landamæra Argentínu. Þetta er seinni leikur liðanna um Copa Libertadores bikarinn en sá fyrri endaði með 2-2 jafntefli á heimavelli Boca Juniors.OFFICIAL: CONMEBOL confirm that the Copa Libertadores 2018 final second leg between River Plate and Boca Juniors will be played on either the 8th or 9th December and will be played outside of Argentina. pic.twitter.com/ORgfVb7Pa4 — Squawka News (@SquawkaNews) November 27, 2018Fótboltabullur River Plate, sem kalla sig Barra Brava en aðrir kalla mafíu argentínska fótboltans, réðust á liðsrútu Boca Juniors á leið á leikinn þannig að leikmenn slösuðust og algjör ringulreið skapaðist innan herbúða liðsins. Leiknum var seinkað en síðar frestað og síðan frestað aftur daginn eftir. Forsetar River Plate og Boca Juniors og aðrir sem koma að málum hittust í gær á fundi þar sem farið var yfir stöðuna sem og leitað að lausnum og nýjum leikstað og nýjum leiktíma.The 2018 Copa Libertadores final was supposed to go down in history. Just not like this https://t.co/L7H1xUM8zTpic.twitter.com/yTr93HOpJV — Planet Fútbol (@si_soccer) November 28, 2018Knattspyrnusamband Suður-Ameríku tilkynnti síðan eftir þennan langan fund að seinni úrslitaleikurinn yrði spilaður utan Argentínu en það verði tilkynnti seinna hver leikstaðurinn verði. Leikurinn mun ekki fara fram fyrr en 8. eða 9. desember. Mikið var talað um það í gær að færa leikinn til Asunción í Paragvæ en hvorugt félagið var víst spennt fyrir því. Miami borg í Bandaríkjunum var líka nefnd til sögunnar en einnig gæti leikurinn farið fram í Brasilíu. Nýjasta útspilið er að ítalska borgin Genoa hefur kallað eftir að fá leikinn til sín. Borgastjórnin í Genoa skrifaði báðum félögum og bauðst til að hýsa leikinn en innflytjendur frá ítölsku borginni áttu mikinn þátt í því að River Plate og Boca Juniors voru stofnuð á sínum tíma.
Argentína Brasilía Fótbolti Suður-Ameríka Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Fleiri fréttir Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Sjá meira