City áfram eftir jafntefli í Frakklandi Anton Ingi Leifsson skrifar 27. nóvember 2018 22:00 Úr leiknum í kvöld. vísir/getty Manchester City er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 2-2 jafntefli við Lyon í Frakklandi er liðin mættust í F-riðli Meistaradeildarinnar. Staðan var markalaus í hálfleik en á tíundu mínútu síðari hálfleiks skoraði Maxwel Cornet og kom heimamönnum í Lyon yfir. Sjö mínútum síðar jafnaði varnarmaðurinn Aymeric Laporte metin og allt jafnt. Aftur var það Maxwel Cornet sem kom Lyon yfir níu mínútum fyrir leikslok en tveimur mínútum síðar jafnaði Argentínumaðurinn Sergio Aguero metin á ný fyrir City og lokatölur 2-2. City er á toppi riðilsins með tíu stig, Lyon er í öðru sæti með sjö stig, Shaktar Donetsk er í þriðja sætinu með fimm stig og Hoffenheim á botninum með þrjú stig. Meistaradeild Evrópu
Manchester City er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 2-2 jafntefli við Lyon í Frakklandi er liðin mættust í F-riðli Meistaradeildarinnar. Staðan var markalaus í hálfleik en á tíundu mínútu síðari hálfleiks skoraði Maxwel Cornet og kom heimamönnum í Lyon yfir. Sjö mínútum síðar jafnaði varnarmaðurinn Aymeric Laporte metin og allt jafnt. Aftur var það Maxwel Cornet sem kom Lyon yfir níu mínútum fyrir leikslok en tveimur mínútum síðar jafnaði Argentínumaðurinn Sergio Aguero metin á ný fyrir City og lokatölur 2-2. City er á toppi riðilsins með tíu stig, Lyon er í öðru sæti með sjö stig, Shaktar Donetsk er í þriðja sætinu með fimm stig og Hoffenheim á botninum með þrjú stig.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti