Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 32-26 | Haukar á toppinn en Eyjamenn við botninn Þór Símon Hafþórsson skrifar 26. nóvember 2018 22:15 Heimir Óli Heimisson og Magnús Stefánsson í baráttunni. Vísir/vilhelm ÍBV og Haukar mættust í Schenker höllinni í 10. umferð Olís deildar karla í handbolta. Haukar hófu leikinn á toppi deildarinnar með betri markatölu en Selfyssingar sem sátu í öðru sæti.Myndirnar með fréttinni tók myndasmiðurinn Vilhelm Gunnarsson sem var vopnaður myndavélinni á Ásvöllum í kvöld. Ríkjandi Íslands, bikar og deildarmeistarar ÍBV sátu hinsvegar í 10. sæti og geta státað sig af verstu byrjun Íslandsmeistara á þessari öld. ÍBV hóf leikinn ágætlega og komst í 3-1 forystu á upphafsmínútum. Haukar svöruðu þá með sex mörkum í einni runu og Eyjamenn skyndilega fjórum mörkum undir. Leikurinn var býsna skrautlegur á köflum er sóknarleikur liðanna gekk eilítið betur en varnarleikurinn en þó voru markverðir beggja liða í fínu fjöri. Eftir 20 mínútur dróg til tíðinda er staðan var 11-9, Haukum í vil, er hornamaðuinn, Grétar Þór Eyþórsson, fékk að líta beint rautt spjald fyrir klaufalegt brot er hann felldi Halldór Inga er hann stökk í átt að markinu. Endursýningar gáfu þó til kynna að Grétar hafi runnið til með fyrirgreindum afleiðingum og því ekki um viljaverk að ræða. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 16-14, Haukum í vil. Eyjamenn hefðu því átt að mæta nokkuð brattir til leiks eftir hlé en svo varð ekki. Eftir um tuttugu mínútur af seinni hálfleik höfðu gestirnir einungis skorað þrjú mörk á meðan Haukur sigldu þessu þægilega heim. Staðan þá 26-19. Haukar slökuðu full mikið á á lokamínútum leiksins og náðu Eyjamenn að laga stöðuna eilítið en lokatölur voru 32-26.Theodór Sigurbjörnsson átti ekki sinn besta leik í kvöld.vísir/vilhelmAfhverju unnu Haukar? Haukar voru einfaldlega miklu betri frá A-Ö. ÍBV voru heppnir að vera einungis tveimur mörkum undir í hálfleik og munurinn á liðinu sást bersýnilega í seinni hálfleik þegar Haukar gjörsamlega völtuðu yfir Íslandsmeisturunum. Eyjamenn eru einfaldlega ekki að fá nógu mikið frá stjörnuleikmönnum sínum á meðan nánast allir leikmenn Hauka eru að spila á fullri getu. Haukar voru frábærir en Eyjamenn voru vonlausir.Hverjir stóðu upp úr? Fyrst ber að nefna markvarðar dúó-ið hjá Haukum en Grétar Ari Guðjónsson stóð á milli stanganna og varði 21 skot af 44 eða 48% markvarsla fyrir tölfræði nördanna á meðan Andri Sigmarsson Scheving varði 3 af 7 vítum og tvö af skotunum sem hann varði ekki enduðu framhjá eða í tréverkinu. Með öðrum orðum þá lokaði hann búrinu. Heimir Óli Heimisson skoraði 8 mörk úr 8 skotum og Adam skoraði 7 mörk úr 9 skotum. Allt Hauka liðið átti frábæran leik. Sem og stuðningsmenn Hauka sem börðu á trommur allan leikinn og gáfu leikmönnum liðsins ekkert eftir. Meira svona takk!Hvað gekk illa? Færisnýtingin hjá ÍBV er óboðleg. Grétar og Andri voru vissulega frábærir í markinu en guð minn almáttugur hvað liðið klúðraði góðum færum. Eins og Kristinn Guðmundsson, einn af þjálfurum ÍBV, sagði þá létu þeir þá líta út eins og þýska atvinnumarkmenn. Það eru þeir ekki og því áttu Eyjamenn klárlega að nýta færin sín betur.Hvað gerist næst? Haukar heimsækja Val og ÍBV fær Fram í heimsókn.Gunnar íbygginn á svip í kvöld.vísir/vilhelmGunnar Magnússon: Markvarslan var fáránleg „Ánægður með strákanna. Þeir mættu bara tilbúnir í þetta og við vissum að þeir myndu mæta dýrvitlausir í þetta og að við yrðum að mæta þeim frá fyrstu mínútu,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir 32-26 sigur liðsins á ÍBV í kvöld. ÍBV komst ekkert áleiðis í leiknum og það var fyrst og fremst þökk sé markvörslunni sem var, að sögn Gunnars , fáránleg. „Hún var fáránleg. Þeir voru báðir tveir stórkostlegir. Grétar var frábær og Andri tók vítinn og ég hef sjaldan séð annað eins,“ sagði Gunnar og var ánægður með stuðningin sem var kröftugur í Hafnarfirðinum í kvöld. „Frábær mæting á pallana og það hjálpar okkur mikið að fá svona stuðning.“Grétar var frábær í kvöld.vísir/vilhelmGrétar Ari: Erum með bestu stuðningsmennina Grétar Ari, markvörður Hauka, var geggjaður á milli stangana í kvöld er hann endaði leikinn með 48% markvörslu í opnum leik en Andri, samherji hans, sá um að taka vítinn. „Við erum báðir mjög ánægðir með leikinn. Ég held ég sé með eitt varið víti í vetur sem er skelfilegt þannig það er fínt að geta bara látið Andra um þau.“ Hann segir að sigurinn hafi í raun aldrei verið í vafa þar sem Haukar voru mun betri en gestirnir í kvöld að mati Grétars frá fyrstu mínútu. „Mér fannst við vera töluvert betri í fyrri hálfleik en glórulausar ákvarðanir urðu okkur að falli. Við náðum eiginlega bara að skera á það í seinni hálfleik.“ Að lokum þakkaði Grétar fyrir stuðningin og segir stuðningsmenn Hauka vera þá bestu í Olís deildinni. „Ég held að við séum núna með bestu stuðningsmannahóp landsins eftir nokkra ára uppbyggingu.“Fannar var eini með lífsmarki hjá ÍBV lengstum í leiknum.vísir/vilhelmFannar Þór: Þurfum að rífa hausinn upp úr rassgatinu „Stemmningin er svo sem ágæt. Við höfum verið inn í flestum leikjunum en höfum verið sjálfum okkur verstir. Eins og t.d. í kvöld þar sem færanýtingin okkar var ekki boðleg. Við þurfum að rífa hausinn upp úr rassgatinu,“ sagði Fannar Þór, leikmaður ÍBV, eftir tapið gegn Haukum í kvöld. „Mér fannst úrslitin ekki endurspegla handboltinn sem við spiluðum. Við sundurspiluðum þá á köflum en nýttum ekki færin okkar. Þeir áttu aldrei að vinna með svona stórum mun,“ sagði Fannar en ÍBV létu hvert dauðafærið á fætur öðru fara forgörðum í kvöld. Hann segir ekki tímabært að missa von og trú á verkefninu sem er framundan en ríkjandi Íslandsmeistararnir eru nú á barmi þess að tilla sér í fallsæti. „Þessi leikur fór eins og hann fór. Við eigum fjóra mikilvæga leiki í desember. Þrjá deildarleiki og einn bikarleik og við þurfum bara að fara að hala inn stigum. Markmiðið að byrja í næsta leik gegn Fram.“Úr leik kvöldsins.vísir/vilhelmKristinn Guðmundsson: Það er heitt undir okkur öllum„Andinn er ekki góður. Fjórði tapleikurinn í röð þar sem við eigum ekki sjens gegn Haukum í seinni hálfleik. Þetta eru gríðarleg vonbrigði,“ sagði Kristinn Guðmundsson, einn af tveimur þjálfurum ÍBV, eftir fjórða tap Íslandsmeistaranna í röð gegn Haukum í kvöld, 32-26. En hvað er eiginlega að valda því að ríkjandi Íslandsmeistarar séu að spila jafn illa og raun ber vitni? „Það getur verið svo margt. Við reynum að horfa til sóknar og varnarleiks og finna lausnir en svo er spurningin hvað veldur að við klikkum á öllum þessum færum þar sem hann ver eins og þýskur atvinnumaður. Það hljóta því að vera skotin okkar sem eru að klikka,“ sagði Kristinn en Grétar var með í kringum 50% markvörslu og Andri Sigmarsson Scheving varði 5 af 7 vítum Eyjamanna. ÍBV er núna í 10. sæti Olís deildarinnar með jafnmörg stig og Grótta sem er í fallsæti og á í þokkabót leik til góða. Í ljósi þess er tímabært að segja að krísa sé í Vestmanneyjum? „Það má kalla þetta hvað sem er en við erum ekki ánægðir með stöðuna. Við þurfum samt að átta okkur á að svona er staðan á okkur núna. Við erum þar sem við erum og þurfum að hafa fyrir öllu,“ sagði Kristinn og hélt áfram. „Það þýðir því ekkert fyrir okkur að vera hátt uppi með hvar við eigum að vera. Við erum þar sem við erum og þurfum að vinna okkur úr því,“ sagði Kristinn sem gefur lítið fyrir að sætið undir honum og Erlingi Richardssyni sé að hitna og segir að allir í liðinu, þjálfarar og liðsmenn þurfi að lýta í eigin barm. „Það er heitt undir okkur öllum því við viljum meira. Það er miklu meira atriði að við setjum á okkur meiri kröfur. Við eigum að bjóða okkur sjálfum og okkar fólki upp á betri handbolta en þetta.“ Olís-deild karla
ÍBV og Haukar mættust í Schenker höllinni í 10. umferð Olís deildar karla í handbolta. Haukar hófu leikinn á toppi deildarinnar með betri markatölu en Selfyssingar sem sátu í öðru sæti.Myndirnar með fréttinni tók myndasmiðurinn Vilhelm Gunnarsson sem var vopnaður myndavélinni á Ásvöllum í kvöld. Ríkjandi Íslands, bikar og deildarmeistarar ÍBV sátu hinsvegar í 10. sæti og geta státað sig af verstu byrjun Íslandsmeistara á þessari öld. ÍBV hóf leikinn ágætlega og komst í 3-1 forystu á upphafsmínútum. Haukar svöruðu þá með sex mörkum í einni runu og Eyjamenn skyndilega fjórum mörkum undir. Leikurinn var býsna skrautlegur á köflum er sóknarleikur liðanna gekk eilítið betur en varnarleikurinn en þó voru markverðir beggja liða í fínu fjöri. Eftir 20 mínútur dróg til tíðinda er staðan var 11-9, Haukum í vil, er hornamaðuinn, Grétar Þór Eyþórsson, fékk að líta beint rautt spjald fyrir klaufalegt brot er hann felldi Halldór Inga er hann stökk í átt að markinu. Endursýningar gáfu þó til kynna að Grétar hafi runnið til með fyrirgreindum afleiðingum og því ekki um viljaverk að ræða. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 16-14, Haukum í vil. Eyjamenn hefðu því átt að mæta nokkuð brattir til leiks eftir hlé en svo varð ekki. Eftir um tuttugu mínútur af seinni hálfleik höfðu gestirnir einungis skorað þrjú mörk á meðan Haukur sigldu þessu þægilega heim. Staðan þá 26-19. Haukar slökuðu full mikið á á lokamínútum leiksins og náðu Eyjamenn að laga stöðuna eilítið en lokatölur voru 32-26.Theodór Sigurbjörnsson átti ekki sinn besta leik í kvöld.vísir/vilhelmAfhverju unnu Haukar? Haukar voru einfaldlega miklu betri frá A-Ö. ÍBV voru heppnir að vera einungis tveimur mörkum undir í hálfleik og munurinn á liðinu sást bersýnilega í seinni hálfleik þegar Haukar gjörsamlega völtuðu yfir Íslandsmeisturunum. Eyjamenn eru einfaldlega ekki að fá nógu mikið frá stjörnuleikmönnum sínum á meðan nánast allir leikmenn Hauka eru að spila á fullri getu. Haukar voru frábærir en Eyjamenn voru vonlausir.Hverjir stóðu upp úr? Fyrst ber að nefna markvarðar dúó-ið hjá Haukum en Grétar Ari Guðjónsson stóð á milli stanganna og varði 21 skot af 44 eða 48% markvarsla fyrir tölfræði nördanna á meðan Andri Sigmarsson Scheving varði 3 af 7 vítum og tvö af skotunum sem hann varði ekki enduðu framhjá eða í tréverkinu. Með öðrum orðum þá lokaði hann búrinu. Heimir Óli Heimisson skoraði 8 mörk úr 8 skotum og Adam skoraði 7 mörk úr 9 skotum. Allt Hauka liðið átti frábæran leik. Sem og stuðningsmenn Hauka sem börðu á trommur allan leikinn og gáfu leikmönnum liðsins ekkert eftir. Meira svona takk!Hvað gekk illa? Færisnýtingin hjá ÍBV er óboðleg. Grétar og Andri voru vissulega frábærir í markinu en guð minn almáttugur hvað liðið klúðraði góðum færum. Eins og Kristinn Guðmundsson, einn af þjálfurum ÍBV, sagði þá létu þeir þá líta út eins og þýska atvinnumarkmenn. Það eru þeir ekki og því áttu Eyjamenn klárlega að nýta færin sín betur.Hvað gerist næst? Haukar heimsækja Val og ÍBV fær Fram í heimsókn.Gunnar íbygginn á svip í kvöld.vísir/vilhelmGunnar Magnússon: Markvarslan var fáránleg „Ánægður með strákanna. Þeir mættu bara tilbúnir í þetta og við vissum að þeir myndu mæta dýrvitlausir í þetta og að við yrðum að mæta þeim frá fyrstu mínútu,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir 32-26 sigur liðsins á ÍBV í kvöld. ÍBV komst ekkert áleiðis í leiknum og það var fyrst og fremst þökk sé markvörslunni sem var, að sögn Gunnars , fáránleg. „Hún var fáránleg. Þeir voru báðir tveir stórkostlegir. Grétar var frábær og Andri tók vítinn og ég hef sjaldan séð annað eins,“ sagði Gunnar og var ánægður með stuðningin sem var kröftugur í Hafnarfirðinum í kvöld. „Frábær mæting á pallana og það hjálpar okkur mikið að fá svona stuðning.“Grétar var frábær í kvöld.vísir/vilhelmGrétar Ari: Erum með bestu stuðningsmennina Grétar Ari, markvörður Hauka, var geggjaður á milli stangana í kvöld er hann endaði leikinn með 48% markvörslu í opnum leik en Andri, samherji hans, sá um að taka vítinn. „Við erum báðir mjög ánægðir með leikinn. Ég held ég sé með eitt varið víti í vetur sem er skelfilegt þannig það er fínt að geta bara látið Andra um þau.“ Hann segir að sigurinn hafi í raun aldrei verið í vafa þar sem Haukar voru mun betri en gestirnir í kvöld að mati Grétars frá fyrstu mínútu. „Mér fannst við vera töluvert betri í fyrri hálfleik en glórulausar ákvarðanir urðu okkur að falli. Við náðum eiginlega bara að skera á það í seinni hálfleik.“ Að lokum þakkaði Grétar fyrir stuðningin og segir stuðningsmenn Hauka vera þá bestu í Olís deildinni. „Ég held að við séum núna með bestu stuðningsmannahóp landsins eftir nokkra ára uppbyggingu.“Fannar var eini með lífsmarki hjá ÍBV lengstum í leiknum.vísir/vilhelmFannar Þór: Þurfum að rífa hausinn upp úr rassgatinu „Stemmningin er svo sem ágæt. Við höfum verið inn í flestum leikjunum en höfum verið sjálfum okkur verstir. Eins og t.d. í kvöld þar sem færanýtingin okkar var ekki boðleg. Við þurfum að rífa hausinn upp úr rassgatinu,“ sagði Fannar Þór, leikmaður ÍBV, eftir tapið gegn Haukum í kvöld. „Mér fannst úrslitin ekki endurspegla handboltinn sem við spiluðum. Við sundurspiluðum þá á köflum en nýttum ekki færin okkar. Þeir áttu aldrei að vinna með svona stórum mun,“ sagði Fannar en ÍBV létu hvert dauðafærið á fætur öðru fara forgörðum í kvöld. Hann segir ekki tímabært að missa von og trú á verkefninu sem er framundan en ríkjandi Íslandsmeistararnir eru nú á barmi þess að tilla sér í fallsæti. „Þessi leikur fór eins og hann fór. Við eigum fjóra mikilvæga leiki í desember. Þrjá deildarleiki og einn bikarleik og við þurfum bara að fara að hala inn stigum. Markmiðið að byrja í næsta leik gegn Fram.“Úr leik kvöldsins.vísir/vilhelmKristinn Guðmundsson: Það er heitt undir okkur öllum„Andinn er ekki góður. Fjórði tapleikurinn í röð þar sem við eigum ekki sjens gegn Haukum í seinni hálfleik. Þetta eru gríðarleg vonbrigði,“ sagði Kristinn Guðmundsson, einn af tveimur þjálfurum ÍBV, eftir fjórða tap Íslandsmeistaranna í röð gegn Haukum í kvöld, 32-26. En hvað er eiginlega að valda því að ríkjandi Íslandsmeistarar séu að spila jafn illa og raun ber vitni? „Það getur verið svo margt. Við reynum að horfa til sóknar og varnarleiks og finna lausnir en svo er spurningin hvað veldur að við klikkum á öllum þessum færum þar sem hann ver eins og þýskur atvinnumaður. Það hljóta því að vera skotin okkar sem eru að klikka,“ sagði Kristinn en Grétar var með í kringum 50% markvörslu og Andri Sigmarsson Scheving varði 5 af 7 vítum Eyjamanna. ÍBV er núna í 10. sæti Olís deildarinnar með jafnmörg stig og Grótta sem er í fallsæti og á í þokkabót leik til góða. Í ljósi þess er tímabært að segja að krísa sé í Vestmanneyjum? „Það má kalla þetta hvað sem er en við erum ekki ánægðir með stöðuna. Við þurfum samt að átta okkur á að svona er staðan á okkur núna. Við erum þar sem við erum og þurfum að hafa fyrir öllu,“ sagði Kristinn og hélt áfram. „Það þýðir því ekkert fyrir okkur að vera hátt uppi með hvar við eigum að vera. Við erum þar sem við erum og þurfum að vinna okkur úr því,“ sagði Kristinn sem gefur lítið fyrir að sætið undir honum og Erlingi Richardssyni sé að hitna og segir að allir í liðinu, þjálfarar og liðsmenn þurfi að lýta í eigin barm. „Það er heitt undir okkur öllum því við viljum meira. Það er miklu meira atriði að við setjum á okkur meiri kröfur. Við eigum að bjóða okkur sjálfum og okkar fólki upp á betri handbolta en þetta.“
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti