Óttast ekki málsókn og íhugar réttarstöðu sína Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. nóvember 2018 18:45 Már Guðmundsson seðlaankastjóri. Fréttablaðið/Stefán Seðlabankastjóri segir innistæðu hafa verið fyrir málarekstri bankans gegn Samherja, þrátt fyrir nýuppkveðinn dóm Hæstaréttar. Eflaust hafi þó mátt standa betur að málinu. Hann segist ekki óttast málsókn Samherja og segist sjálfur íhuga að leita réttar síns vegna meiðyrða. Með dómi hæstaréttar má segja að sjö ára málarekstri Seðlabankans á hendur Samherja sé endanlega lokið. Forsvarsmenn fyrirtækisins hrósa algjörum sigri, segja málið hafa verið tilhæfulaust og að bankinn hafi beðið afhroð í aðför sinni.Undir þetta getur Mál Guðmundsson seðlabankastjóri ekki tekið. Nýfallinn hæstaréttardómur gefi ekki til kynna að málið hafi verið rekið áfram á tilhæfulausum forsendum. Ef sú hefði verið raunin hefði sérstakur saksóknari fellt málið með öllu í stað þess að senda það aftur til meðferðar hjá Seðlabankanum. „Við skoðum svo málið og fellum niður allt sem við getum fellt. Eftir stendur eitt mál, sem var þess eðlis að ef við hefðum fellt það niður, án þess að hafa einhver rök önnur en þau sem nú eru komin upp í gegnum dómsmálið, þá hefðum við hugsanlega þurft að taka upp eldri mál gagnvart öðrum. Við verðum að gæta jafnræðis,“ segir Már. Það útiloki þó ekki að betur hefði mátt standa að málinu.„Þarna var Seðlabankinn að túlka hvað hann ætti að gera og ég held að hann hefði alveg mátt fara einhverja aðra leið - en einhverjir hefðu þá sagt að við værum að brjóta jafnræðisreglur.“ Hann segir mikilvægt að halda því til haga að nýfallinn dómur Hæstaréttar lúti aðeins að því hvort stjórnvaldssektin sem Seðlabankinn lagði á Samherja hafi jafngilt endurupptöku - en ekki öðrum öngum Samherjamálsins svokallaða, til að mynda umdeildri húsleit í höfuðstöðvum fyrirtækisins. „Það var búið að fella það allt niður, í mars 2016, að Seðlabankans hálfu. Það er bara liðin tíð.“Réttur að leita réttar síns Forsvarsmenn Samherja hafa borið Má þungum sökum og íhuga nú að leita réttar síns. Már segist ekki óttast hugsanlega málsókn, sama hvort það verður skaðabótamál gegnum bankanum eða honum persónulega. „Það er bara þeirra réttur – og þá kemur bara í ljós hvað er rétt í því og hvað ekki. Ég ætla ekki að hafa neinar skoðanir á því hvað aðrir eiga að gera.“ Hann segist þó ekki hafa íhugað að leita réttar síns gagnvart starfsmönnum Samherja, þó svo að þeir hafi borið hann þungum sökum „Þessar ásakanir [Samherja] eru ekkert nýjar, ég hef nú eiginlega ekkert íhugað það og það er ekkert víst að ég geri það.“ Már útilokar ekki að hann muni kanna stöðu sína vegna þeirra ærumeiðinga sem hann telur sig gæta hafa orðið fyrir í tengslum við málið. „Í fjölmiðlum hafa komið fram mjög alvarlegar ásakanir, sem að lögmenn segja mér að sé langt út fyrir alla meiðyrðalöggjöf. Þar er því slegið upp að ég sé sekur og að ég geti ekki tekið sæti í stjórn fjármálaeftirlitsins. Það er mikil yfirlýsing og kannski skoða ég það eitthvað,“ segir Már. „Nú er ég hins vegar bara að einbeita mér að stærri málum og stærri fiskum en þeim.“ Már var gestur Sprengisands á Bylgjunni í morgun. Hér að neðan má heyra hann ræða ítarlega um Samherjamálið við Kristján Kristjánsson. Dómsmál Íslenskir bankar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja Seðlabankann hafa beðið afhroð Forsvarsmenn útgerðarfyrirtækisins Samherja telja að Seðlabankinn hafi "beðið afhroð“ eftir að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál væri ógild. 8. nóvember 2018 18:05 „Nokkuð ljóst að Már Guðmundsson er á leiðinni í fangelsi“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir Má Guðmundsson sekan um refsivert athæfi. 9. nóvember 2018 12:30 Varð óvinnufær og þurfti að hætta hjá Samherja eftir rannsókn Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja, fjölskyldumaður úr Svarfaðardal, varð óvinnufær vegna kvíða og þunglyndis og glímdi við meiriháttar kulnun í starfi eftir rannsókn Seðlabankans á Samherja. Hann náði sér aldrei og þurfti að hætta hjá Samherja eftir fjórtán ára starf hjá fyrirtækinu. 21. nóvember 2018 19:15 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Seðlabankastjóri segir innistæðu hafa verið fyrir málarekstri bankans gegn Samherja, þrátt fyrir nýuppkveðinn dóm Hæstaréttar. Eflaust hafi þó mátt standa betur að málinu. Hann segist ekki óttast málsókn Samherja og segist sjálfur íhuga að leita réttar síns vegna meiðyrða. Með dómi hæstaréttar má segja að sjö ára málarekstri Seðlabankans á hendur Samherja sé endanlega lokið. Forsvarsmenn fyrirtækisins hrósa algjörum sigri, segja málið hafa verið tilhæfulaust og að bankinn hafi beðið afhroð í aðför sinni.Undir þetta getur Mál Guðmundsson seðlabankastjóri ekki tekið. Nýfallinn hæstaréttardómur gefi ekki til kynna að málið hafi verið rekið áfram á tilhæfulausum forsendum. Ef sú hefði verið raunin hefði sérstakur saksóknari fellt málið með öllu í stað þess að senda það aftur til meðferðar hjá Seðlabankanum. „Við skoðum svo málið og fellum niður allt sem við getum fellt. Eftir stendur eitt mál, sem var þess eðlis að ef við hefðum fellt það niður, án þess að hafa einhver rök önnur en þau sem nú eru komin upp í gegnum dómsmálið, þá hefðum við hugsanlega þurft að taka upp eldri mál gagnvart öðrum. Við verðum að gæta jafnræðis,“ segir Már. Það útiloki þó ekki að betur hefði mátt standa að málinu.„Þarna var Seðlabankinn að túlka hvað hann ætti að gera og ég held að hann hefði alveg mátt fara einhverja aðra leið - en einhverjir hefðu þá sagt að við værum að brjóta jafnræðisreglur.“ Hann segir mikilvægt að halda því til haga að nýfallinn dómur Hæstaréttar lúti aðeins að því hvort stjórnvaldssektin sem Seðlabankinn lagði á Samherja hafi jafngilt endurupptöku - en ekki öðrum öngum Samherjamálsins svokallaða, til að mynda umdeildri húsleit í höfuðstöðvum fyrirtækisins. „Það var búið að fella það allt niður, í mars 2016, að Seðlabankans hálfu. Það er bara liðin tíð.“Réttur að leita réttar síns Forsvarsmenn Samherja hafa borið Má þungum sökum og íhuga nú að leita réttar síns. Már segist ekki óttast hugsanlega málsókn, sama hvort það verður skaðabótamál gegnum bankanum eða honum persónulega. „Það er bara þeirra réttur – og þá kemur bara í ljós hvað er rétt í því og hvað ekki. Ég ætla ekki að hafa neinar skoðanir á því hvað aðrir eiga að gera.“ Hann segist þó ekki hafa íhugað að leita réttar síns gagnvart starfsmönnum Samherja, þó svo að þeir hafi borið hann þungum sökum „Þessar ásakanir [Samherja] eru ekkert nýjar, ég hef nú eiginlega ekkert íhugað það og það er ekkert víst að ég geri það.“ Már útilokar ekki að hann muni kanna stöðu sína vegna þeirra ærumeiðinga sem hann telur sig gæta hafa orðið fyrir í tengslum við málið. „Í fjölmiðlum hafa komið fram mjög alvarlegar ásakanir, sem að lögmenn segja mér að sé langt út fyrir alla meiðyrðalöggjöf. Þar er því slegið upp að ég sé sekur og að ég geti ekki tekið sæti í stjórn fjármálaeftirlitsins. Það er mikil yfirlýsing og kannski skoða ég það eitthvað,“ segir Már. „Nú er ég hins vegar bara að einbeita mér að stærri málum og stærri fiskum en þeim.“ Már var gestur Sprengisands á Bylgjunni í morgun. Hér að neðan má heyra hann ræða ítarlega um Samherjamálið við Kristján Kristjánsson.
Dómsmál Íslenskir bankar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja Seðlabankann hafa beðið afhroð Forsvarsmenn útgerðarfyrirtækisins Samherja telja að Seðlabankinn hafi "beðið afhroð“ eftir að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál væri ógild. 8. nóvember 2018 18:05 „Nokkuð ljóst að Már Guðmundsson er á leiðinni í fangelsi“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir Má Guðmundsson sekan um refsivert athæfi. 9. nóvember 2018 12:30 Varð óvinnufær og þurfti að hætta hjá Samherja eftir rannsókn Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja, fjölskyldumaður úr Svarfaðardal, varð óvinnufær vegna kvíða og þunglyndis og glímdi við meiriháttar kulnun í starfi eftir rannsókn Seðlabankans á Samherja. Hann náði sér aldrei og þurfti að hætta hjá Samherja eftir fjórtán ára starf hjá fyrirtækinu. 21. nóvember 2018 19:15 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Segja Seðlabankann hafa beðið afhroð Forsvarsmenn útgerðarfyrirtækisins Samherja telja að Seðlabankinn hafi "beðið afhroð“ eftir að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál væri ógild. 8. nóvember 2018 18:05
„Nokkuð ljóst að Már Guðmundsson er á leiðinni í fangelsi“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir Má Guðmundsson sekan um refsivert athæfi. 9. nóvember 2018 12:30
Varð óvinnufær og þurfti að hætta hjá Samherja eftir rannsókn Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja, fjölskyldumaður úr Svarfaðardal, varð óvinnufær vegna kvíða og þunglyndis og glímdi við meiriháttar kulnun í starfi eftir rannsókn Seðlabankans á Samherja. Hann náði sér aldrei og þurfti að hætta hjá Samherja eftir fjórtán ára starf hjá fyrirtækinu. 21. nóvember 2018 19:15