Handbolti

Íslendingaliðið skellti Evrópumeisturunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnar var öflugur í kvöld.
Arnar var öflugur í kvöld. vísir/getty
Íslendingaliðið Kristianstad vann frábæran eins marks sigur á Evrópumeisturum, 31-30, er liðin mætust í Meistaradeild Evrópu á heimavelli Evrópumeistaranna í Frakklandi.

Staðan var jöfn í hálfeik, 16-16, en eftir dramatískar lokasekúndur voru það Svíarnir sem höfðu sigurinn með sér heim til Svíþjóðar. Annar sigur þeirra í Meistaradeildinni þennan veturinn.

Arnar Freyr Arnarsson var frábær hjá Kristianstad og skoraði sex mörk en Ólafur Guðmundsson bætti við tveimur. Teitur Örn Einarsson komst ekki á blað.

Melvyn Richardson var í sérflokki í liði Montpellier og skoraði ellefu mörk en Montpellier er með þrjú stig í riðlinum en Kristianstad er með fimm og er í baráttu um að komast upp úr riðlinum.

Annað Íslendingalið, Skjern, var einnig í baráttunni í Meistaradeildinni í dag en þeir töpuðu með sjö mörkum, 31-24, fyrir Flensburg á heimavelli.

Einungis munaði einu marki á liðunum í hálfleik en Þjóðverjarnir stigu á bensíngjöfina í síðari hálfleik og unnu öruggan sigur. Dómarar leiksins voru þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson.

Tandri Már Konráðsson var ekki í leikmannahópi Skjern, líklega vegna meiðsla, en Björgvin Páll Gústavsson var á sínum stað. Skjern er með sex stig í fimmta sæti riðilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×