Selja Guðmund í Nesi og segja upp 36 sjómönnum Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2018 17:21 Sjómönnum hefur samtals fækkað um 136 hjá ÚR. Vísir Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. (ÚR) hefur sett frystitogarann Guðmund Í Nesi RE-13 á söluskrá og sagt upp öllum sjómönnum í áhöfn hans, samtals 36 mönnum. ÚR harmar þessar aðgerðir en Guðmundur Í Nesi var smíðaður árið 2000 og hefur verið í eigu félagsins frá 2004. Á þessum 15 árum hefur skipið aflað vel og má áætla að aflaverðmæti geti numið vel á fjórða tug milljarða króna að núvirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Útgerðarfélagi Reykjavíkur en þar segir að í upphafi þessa árs gerði ÚR út fjóra frystitogara frá Reykjavík - Brimnes, Guðmund Í Nesi, Kleifaberg og Vigra. Í upphafi næsta árs mun félagið aðeins gera út einn slíkan, Kleifaberg, og þá mun sjómönnum félagsins hafa fækkað um samtals 136. Ástæður þessarar þróunar eru sagðar fjölmargar en þær helstu eru erfiðar rekstraraðstæður frystitogara sem stjórnvöld á Íslandi eru sögð bera verulega ábyrgð á með óhóflegri gjaldtöku stimpil- og veiðigjalda.Telja stimpilgjald hamla rekstri Í tilkynningunni segir að til að auka hagkvæmni í rekstri frystitogara sé mikilvægt að þeir geti veitt aflaheimildir í öðrum lögsögum fyrir erlend fyrirtæki en til þess er nauðsynlegt að skrá veiðiskip á viðkomandi skipaskrá. Ef fiskiskip er selt úr landi ber að greiða 1,6% stimpilgjald af söluvirði og svo aftur sama gjald þegar skipið er flutt til baka. Vegna gjaldsins, sem er talið geta numið allt að 100 milljónum króna, hefur ekki verið skynsamlegt að afla verkefna fyrir þessi skip í erlendri lögsögu. ÚR metur tjón íslensks efnahagslífs af þessari hindrun í milljörðum króna á liðnum árum.Segja ósamræmi í innheimtu veiðigjalda Þá vill félagið meina að veiðigjöld séu ekki lögð á í samræmi við afkomu af veiðum tegunda. Einfalt dæmi sé samanburður á milli gullkarfa og djúpkarfa en þessar tegundir séu jafnverðmætar þar sem söluverð afurðanna er það sama. Djúpkarfi eins og nafnið gefur til kynna heldur sig á dýpri slóðum og því er meiri kostnaður af veiðum á honum en á gullkarfa og einungis stór og öflug skip á borð við Brimnes og Guðmund Í Nesi hafa getað veitt hann. Engu að síður hafi stjórnvöld ákveðið veiðigjald á djúpkarfa sem er 31 prósenti hærra en á gullkarfa. ÚR segir erfitt að skilja ástæður þessara gjaldheimtu en áhrifin blasa við. Arðsemin af veiðum djúpkarfa hverfur, veiðar minnka og verðmæti af veiðum á djúpkarfa og vinnslu skila sér ekki í þjóðarbúið. Einnig er tekið fram að verkfall sjómanna í fyrra og kjarasamningar í kjölfar þeirra hafa gert rekstur frystitogara erfiðan og eiga þeir þátt í fækkun þeirra að undanförnu.Framkvæmdastjórinn svartsýnn „Að óbreyttu er mikil hætta á að útgerð frystitogara dragist hratt saman á næstu árum með þeim afleiðingum að aflaverðmæti tapast og jafnframt hverfi mikilvæg þekking og reynsla sjómanna og skipstjórnarmanna af úthafsveiðum. Þess vegna tel ég mikilvægt að halda á lofti umræðu um þessi mál til að sporna við þessari óheillaþróun. Forsvarsmenn ÚR og annarra sjávarútvegsfyrirtækja hafa marg oft tekið þetta ástand upp við ráðamenn en talað fyrir daufum eyrum. Það segir sína sögu um áhugaleysi þeirra að í haust var lagt fyrir frumvarp á Alþingi um afnám á sérstöku stimpigjaldi á fiskiskip til að auka tækifæri þeirra til úthafsveiða en það hefur ekki komist á dagskrá Alþingis. ÚR er hlynnt sanngjörnum veiðigjöldum en á móti ranglátum gjöldum sem þjóna aðeins hagsmunum stjórnmálamanna og vinna gegn hagkvæmri og sjálfbærri nýtingu fiskistofna allt í kringum landið. Forsvarsmenn ÚR hafa reynt að benda á augljósa ágalla þeirra aðferða sem beytt er við álagningu veiðigjalda en orðið lítið ágengt eins og sést best á endurskoðuðu frumvarpi um veiðigjöld sem nú liggur fyrir Alþingi. Á meðan veiðigjaldið er ekki eðlilegt og sanngjarnt stuðlar það að því að veiði sumra tegunda dregst saman og við það tapast mikilvæg aflaverðmæti. Þá er það von okkar hjá ÚR að hægt verði að endurskoða kjarasamninga sjómanna til þess að missa ekki störf sjómanna á frystitogurum úr landi. ÚR hefur verið stolt af því að hafa lengi verið eitt þeirra fyrirtækja sem greiða hvað hæstu launin í landinu og vill vera það áfram en til þess þurfa rekstrarlegar forsendur að vera til staðar,“ er haft eftir Runólfi Viðar Guðmundssyni, framkvæmdastjóra ÚR. Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. (ÚR) hefur sett frystitogarann Guðmund Í Nesi RE-13 á söluskrá og sagt upp öllum sjómönnum í áhöfn hans, samtals 36 mönnum. ÚR harmar þessar aðgerðir en Guðmundur Í Nesi var smíðaður árið 2000 og hefur verið í eigu félagsins frá 2004. Á þessum 15 árum hefur skipið aflað vel og má áætla að aflaverðmæti geti numið vel á fjórða tug milljarða króna að núvirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Útgerðarfélagi Reykjavíkur en þar segir að í upphafi þessa árs gerði ÚR út fjóra frystitogara frá Reykjavík - Brimnes, Guðmund Í Nesi, Kleifaberg og Vigra. Í upphafi næsta árs mun félagið aðeins gera út einn slíkan, Kleifaberg, og þá mun sjómönnum félagsins hafa fækkað um samtals 136. Ástæður þessarar þróunar eru sagðar fjölmargar en þær helstu eru erfiðar rekstraraðstæður frystitogara sem stjórnvöld á Íslandi eru sögð bera verulega ábyrgð á með óhóflegri gjaldtöku stimpil- og veiðigjalda.Telja stimpilgjald hamla rekstri Í tilkynningunni segir að til að auka hagkvæmni í rekstri frystitogara sé mikilvægt að þeir geti veitt aflaheimildir í öðrum lögsögum fyrir erlend fyrirtæki en til þess er nauðsynlegt að skrá veiðiskip á viðkomandi skipaskrá. Ef fiskiskip er selt úr landi ber að greiða 1,6% stimpilgjald af söluvirði og svo aftur sama gjald þegar skipið er flutt til baka. Vegna gjaldsins, sem er talið geta numið allt að 100 milljónum króna, hefur ekki verið skynsamlegt að afla verkefna fyrir þessi skip í erlendri lögsögu. ÚR metur tjón íslensks efnahagslífs af þessari hindrun í milljörðum króna á liðnum árum.Segja ósamræmi í innheimtu veiðigjalda Þá vill félagið meina að veiðigjöld séu ekki lögð á í samræmi við afkomu af veiðum tegunda. Einfalt dæmi sé samanburður á milli gullkarfa og djúpkarfa en þessar tegundir séu jafnverðmætar þar sem söluverð afurðanna er það sama. Djúpkarfi eins og nafnið gefur til kynna heldur sig á dýpri slóðum og því er meiri kostnaður af veiðum á honum en á gullkarfa og einungis stór og öflug skip á borð við Brimnes og Guðmund Í Nesi hafa getað veitt hann. Engu að síður hafi stjórnvöld ákveðið veiðigjald á djúpkarfa sem er 31 prósenti hærra en á gullkarfa. ÚR segir erfitt að skilja ástæður þessara gjaldheimtu en áhrifin blasa við. Arðsemin af veiðum djúpkarfa hverfur, veiðar minnka og verðmæti af veiðum á djúpkarfa og vinnslu skila sér ekki í þjóðarbúið. Einnig er tekið fram að verkfall sjómanna í fyrra og kjarasamningar í kjölfar þeirra hafa gert rekstur frystitogara erfiðan og eiga þeir þátt í fækkun þeirra að undanförnu.Framkvæmdastjórinn svartsýnn „Að óbreyttu er mikil hætta á að útgerð frystitogara dragist hratt saman á næstu árum með þeim afleiðingum að aflaverðmæti tapast og jafnframt hverfi mikilvæg þekking og reynsla sjómanna og skipstjórnarmanna af úthafsveiðum. Þess vegna tel ég mikilvægt að halda á lofti umræðu um þessi mál til að sporna við þessari óheillaþróun. Forsvarsmenn ÚR og annarra sjávarútvegsfyrirtækja hafa marg oft tekið þetta ástand upp við ráðamenn en talað fyrir daufum eyrum. Það segir sína sögu um áhugaleysi þeirra að í haust var lagt fyrir frumvarp á Alþingi um afnám á sérstöku stimpigjaldi á fiskiskip til að auka tækifæri þeirra til úthafsveiða en það hefur ekki komist á dagskrá Alþingis. ÚR er hlynnt sanngjörnum veiðigjöldum en á móti ranglátum gjöldum sem þjóna aðeins hagsmunum stjórnmálamanna og vinna gegn hagkvæmri og sjálfbærri nýtingu fiskistofna allt í kringum landið. Forsvarsmenn ÚR hafa reynt að benda á augljósa ágalla þeirra aðferða sem beytt er við álagningu veiðigjalda en orðið lítið ágengt eins og sést best á endurskoðuðu frumvarpi um veiðigjöld sem nú liggur fyrir Alþingi. Á meðan veiðigjaldið er ekki eðlilegt og sanngjarnt stuðlar það að því að veiði sumra tegunda dregst saman og við það tapast mikilvæg aflaverðmæti. Þá er það von okkar hjá ÚR að hægt verði að endurskoða kjarasamninga sjómanna til þess að missa ekki störf sjómanna á frystitogurum úr landi. ÚR hefur verið stolt af því að hafa lengi verið eitt þeirra fyrirtækja sem greiða hvað hæstu launin í landinu og vill vera það áfram en til þess þurfa rekstrarlegar forsendur að vera til staðar,“ er haft eftir Runólfi Viðar Guðmundssyni, framkvæmdastjóra ÚR.
Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira