Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍR 34-27 | Stífla hjá ÍR í síðari hálfleik Svava Kristín Grétarsdóttir í TM-höllinni í Garðabæ skrifar 25. nóvember 2018 22:30 vísir/daníel Stjarnan nældi sér í mikilvæg stig þegar liðið vann sjö marka sigur á ÍR, 34-27, í TM-höllinni í kvöld. ÍR var betri aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi að honum loknum með einu marki, 16-17. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en undir lok fyrsta stundarfjórðungs var ÍR komið í þriggja marka forystu, 6-9. ÍR var ívið betri aðilinn lengst af í fyrri hálfleik en undir lok hálfleiksins náði Stjarnan forystu, 15-14. Sveinbjörn Pétursson, var stór ástæða þess, en hann varði 12 bolta í fyrri hálfleik. Gestirnir leiddu þó að fyrri hálfleik loknum með einu marki, 16-17. Gestirnir náðu fjögurra marka forystu strax í upphafi seinni hálfleiks, 17-21. Stjarnan reif sig þá í gang og kom með gott áhlaup og jafnaði metinn í 22-22. Leikurinn var jafn eftir það og þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum var staðan jöfn 25-25. Björgvin Þór Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, fékk þá beint rautt spjald fyrir glórulaust brot á Bjarka Má Gunnarssyni. Bjarki var fremstur í hraðaupphlaupi og Björgvin Þór skrefi fyrir aftan hann þegar hann reif hann niður. Eftir þetta kom hvorki meira né minna en 8-0 kafli frá Stjörnunni. Leikur ÍR gjörsamlega hrundi og þeir höfðu enga trú á þessu verkefni lengur. Leiknum lauk svo með 7 marka sigri Stjörnunnar, 34-27. Af hverju vann Stjarnan?Stjarnan vann af því að leikur ÍR hrundi eftir að Björgvin Þór Hólmgeirsson fékk rautt spjald. Það verður þó ekki af Stjörnunni tekið að þeir nýttu sér meðbyrin og keyrðu á vængbrotna ÍR-inga. Það var síðasta korterið sem skilaði Stjörnunni stigin tvö. Hverjir stóðu upp úr?Hjálmtýr Alfreðsson átti frábæra innkomu inní lið heimamanna í dag og var markahæstur í liði Stjörnunnar með 8 mörk úr 10 skotum. En þeir Egill Magnússon, Aron Dagur Pálsson og Ari Magnús Þorgeirsson voru einnig góðir. Ari Magnús hefur látíð lítið fyrir sér fara í upphafi móts, en hann mætti svo sannarlega til leiks í dag og skoraði 6 mörk úr 6 skotum. Sveinbjörn Pétursson var frábær í fyrri hálfleik, varði 12 skot en datt svo niður í síðari hálfleik. Hann varði í heildina 14 skot. Sigurður Ingiberg Ólafsson kom inn fyrir Bubba og átti góðan lokakafla í markinu með 10 bolta varða. Hjá ÍR voru þeir Björgvin Þór Hólmgeirsson og Sveinn Jóhannsson markahæstir, með 7 mörk. Sveinn Andri Sveinsson, var góður í dag og skoraði 6 mörk. Hvað gekk illa? ÍR gekk illa að halda haus og klára leikinn. Þeir misstu Björgvin Þór útaf og hættu hreinlega leik. Það var átakanlegt að horfa á þá síðasta stundarfjórðunginn. Annars vantaði líka mikið uppá markvörsluna hjá ÍR í dag, en Stephen datt aldrei almennilega í gírinn. Hvað er framundan? Í næstu umferð fær ÍR Akureyri í heimsókn og Stjarnan gerir sér ferð á Selfoss þar sem þeir mæta frábæru liði Selfyssinga, alvöru verkefni sem Stjarnan fær þar. Báðir leikirnir á sunnudaginn, 2.desember. Bjarni: Misstum hausinn eins og unglingar„Það er einhver fimm mínútna kafli þar sem við köstuðum leiknum frá okkur“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR að leik loknum „Það er einhver fimm mínútna kafli þar sem við köstuðum leiknum frá okkur. Við vorum að spila frábæran handbolta bróðurpartinn af leiknum en gerum okkur svo seka um svakalega slæma ákvarðanatökur og köstuðum leiknum frá okkur, því miður.“ Bjarni talar um glórulausar ákvarðanatökur og segir hann að brotið hjá Björgvini sé klárlega ein af þeim. Leikur liðsins hrundi eftir það og segir Bjarni að Stjarnan hafi gengið á lagið á þessum tímapunktinn og ÍR hafi ekki getað neitt eftir það. „Mér fannst þetta brot mjög heimskulegt, þetta var ótrúlegt. Ég bara skil ekki hvað hann var að spá. Þetta var ein af þessum slæmu ákvarðanatökum. Þetta er pirrandi, því við vorum búnir að leggja mikið í þennann leik.“ sagði Bjarni „Þetta var góður, skemmtilegur og hraður leikur. Við misstum hausinn eins og einhverjir unglingar. Þeir bara voru kúl, voru yfirvegaðir, voru bara kallarnir þarna inná vellinum og kláruðu þetta.“ sagði Bjarni og talar þar um hvernig leikmenn Stjörnunnar náðu að halda einbeitingu og klára leikinn Leikmenn ÍR áttu misgóðan leik í dag, Sveinn Andri Sveinsson var frábær og gaman að sjá hvernig hann mætti til leiks. Þeir Arnar Freyr Guðmundsson og Pétur Árni Hauksson, áttu hins vegar erfitt uppdráttar í sókninni en þeim gekk illa að skora í dag. „Þetta eru ungir strákar, 19 og 20 ára. Þeir spila lykilhlutverk og það er alveg eðlilegt að þeir séu sveiflukenndir. Ég var ánægður með hvernig Elli (Elías Bóasson) kom inn í dag, hann var frískur og Bjöggi (Björgvin Þór Hólmgeirsson) átti líka ágætis leik fram að þessu dæmi.“ sagði Bjarni og vitnar þá í brotið um miðbik síðari hálfleiks. Bjarni var nokkuð sáttur með fyrstu 40 mínútur leiksins og segir það síðan óskiljanlegt hvernig liðið brást við mótlætinu undir lokin „Við spiluðum ágætlega, hefði viljað sjá betri varnarleik en svo bara hrynjum við. Ég er ótrúlega ósáttur við það því við vorum búnir að vera svakalega agaðir og svo missum við hausinn. Það er hrikalegt að sjá hvernig strákarnir gefast bara upp, þetta er ekki okkar liði sæmandi. Björgvin: Ég klúðraði þessuBjörgvin Þór Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, fékk beint rautt spjald í leiknum. Leikur ÍR hrundi eftir það en hann segir að það eigi ekki að skipta neinu máli hvort hann sé með eða ekki. „25-25 þegar korter er eftir og þeir gengu á lagið. Við vorum bara lélegir.“ Björgvin Þór segir að það hafi ekki verið ætlunin að brjóta á Bjarka Má og að brotið hafi líklega litið illa út. Björgvin segir sjálfur að þetta hafi ekki verið skynsamlegt hjá honum og að hann hafi einfaldlega klúðrað þessu. „Hann hleypur aftan á mig, þetta leit örugglega mjög illa út. Ég ætlaði alls ekki að brjóta illa á honum, ætlaði bara að ná í boltann en ég flæktist eitthvað í fótunum á honum. Rautt er rautt og ég klúðraði þessu bara.“ „Auðvitað var þetta bara lélegt hjá mér, ég á að vita betur. Ég hefði bara átt að leyfa honum að fara og klára sitt færi.“ Það er þó áhyggjuefni hvernig liðið spilaði síðasta korterið og segir Björgvin það enga afsökun að hann hafi verið sendur útaf, það eigi ekki að skipta neinu máli hvort hann sé með eða ekki. „Auðvitað er það áhyggjuefni, en það á ekki að skipta neinu máli. Ég er varla búinn að vera með í síðustu leikjum en þeir hafa verið að spila fáranlega vel, Arnar Freyr og Sveinn Andri sérstaklega. Það á ekki að skipta neinu máli hvort ég sé með eða ekki.“ sagði Björgvin að lokum Rúnar: Þetta var erfiður leikur „Það var ekki fyrr en við fórum í 5-1 vörnina og Siggi kom í markið að við náðum að snúa þessu almennilega við“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar. Lengst af var hann ekki ánægður með leik sinna manna í dag. „Við vorum ekki að spila vel í fyrri hálfleik og byrjuðum seinni hálfleikinn vægast sagt frekar illa. Mér fannst við ekki vera sjálfum okkur líkir lengst af, sóknarleikurinn gekk að vísu vel á köflum en varnarleikurinn var dapur. Eina sem var er að markvarslan var frábær allan leikinn og svo átti Hjálmtýr stórleik í horni“ Markverðirnir þeir Sveinbjörn Pétursson og Sigurður Ólafsson, áttu báðir stórleik og eru stór ástæða þess hvernig leikurinn fór. Sveinbjörn hélt Stjörnunni inní leiknum í fyrrihálfleik og Sigurður varði allt frá ÍR undir lok leiks. „Sigurður gaf okkur þetta sem varð þess valdandi að við snérum leiknum algjörlega. Hann varði þarna nokkra í röð og hjálpaði okkur mikið. Vörnin varð líka betri í seinni hálfleik.“ sagði Rúnar, en hann var alls ekki sáttur með varnarleikinn sem hans menn sýndu í fyrri hálfleik. Rúnar segir það jákvætt að hafa fengið framlag frá mörgum leikmönnum í dag en fjórir leikmenn voru með 6 mörk eða meira í dag. „Það er mjög jákvætt að það sé ekki bara Egill sem er að skora og þetta má gjarnan halda svona áfram“ Stjarnan hefur nú unnið 4 leiki í röð en liðið mætir Selfossi í næstu umferð. Rúnar segir það ekkert erfiðara verkefni en hver annar leikur. Rúnar segir að það sé jákvætt að liðið er að bæta sig jafnt og þétt og stefna þeir að því að halda því áfram. „Nei nei þetta er bara eins og hver annar leikur. Við erum að reyna að halda áfram að bæta okkur. Það er klárt að við þurfum að spila betri 60 mínútur en við gerðum í dag ef við ætlum okkur eitthvað gegn þeim en við erum í þessu til þess að bæta okkur.“ Olís-deild karla
Stjarnan nældi sér í mikilvæg stig þegar liðið vann sjö marka sigur á ÍR, 34-27, í TM-höllinni í kvöld. ÍR var betri aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi að honum loknum með einu marki, 16-17. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en undir lok fyrsta stundarfjórðungs var ÍR komið í þriggja marka forystu, 6-9. ÍR var ívið betri aðilinn lengst af í fyrri hálfleik en undir lok hálfleiksins náði Stjarnan forystu, 15-14. Sveinbjörn Pétursson, var stór ástæða þess, en hann varði 12 bolta í fyrri hálfleik. Gestirnir leiddu þó að fyrri hálfleik loknum með einu marki, 16-17. Gestirnir náðu fjögurra marka forystu strax í upphafi seinni hálfleiks, 17-21. Stjarnan reif sig þá í gang og kom með gott áhlaup og jafnaði metinn í 22-22. Leikurinn var jafn eftir það og þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum var staðan jöfn 25-25. Björgvin Þór Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, fékk þá beint rautt spjald fyrir glórulaust brot á Bjarka Má Gunnarssyni. Bjarki var fremstur í hraðaupphlaupi og Björgvin Þór skrefi fyrir aftan hann þegar hann reif hann niður. Eftir þetta kom hvorki meira né minna en 8-0 kafli frá Stjörnunni. Leikur ÍR gjörsamlega hrundi og þeir höfðu enga trú á þessu verkefni lengur. Leiknum lauk svo með 7 marka sigri Stjörnunnar, 34-27. Af hverju vann Stjarnan?Stjarnan vann af því að leikur ÍR hrundi eftir að Björgvin Þór Hólmgeirsson fékk rautt spjald. Það verður þó ekki af Stjörnunni tekið að þeir nýttu sér meðbyrin og keyrðu á vængbrotna ÍR-inga. Það var síðasta korterið sem skilaði Stjörnunni stigin tvö. Hverjir stóðu upp úr?Hjálmtýr Alfreðsson átti frábæra innkomu inní lið heimamanna í dag og var markahæstur í liði Stjörnunnar með 8 mörk úr 10 skotum. En þeir Egill Magnússon, Aron Dagur Pálsson og Ari Magnús Þorgeirsson voru einnig góðir. Ari Magnús hefur látíð lítið fyrir sér fara í upphafi móts, en hann mætti svo sannarlega til leiks í dag og skoraði 6 mörk úr 6 skotum. Sveinbjörn Pétursson var frábær í fyrri hálfleik, varði 12 skot en datt svo niður í síðari hálfleik. Hann varði í heildina 14 skot. Sigurður Ingiberg Ólafsson kom inn fyrir Bubba og átti góðan lokakafla í markinu með 10 bolta varða. Hjá ÍR voru þeir Björgvin Þór Hólmgeirsson og Sveinn Jóhannsson markahæstir, með 7 mörk. Sveinn Andri Sveinsson, var góður í dag og skoraði 6 mörk. Hvað gekk illa? ÍR gekk illa að halda haus og klára leikinn. Þeir misstu Björgvin Þór útaf og hættu hreinlega leik. Það var átakanlegt að horfa á þá síðasta stundarfjórðunginn. Annars vantaði líka mikið uppá markvörsluna hjá ÍR í dag, en Stephen datt aldrei almennilega í gírinn. Hvað er framundan? Í næstu umferð fær ÍR Akureyri í heimsókn og Stjarnan gerir sér ferð á Selfoss þar sem þeir mæta frábæru liði Selfyssinga, alvöru verkefni sem Stjarnan fær þar. Báðir leikirnir á sunnudaginn, 2.desember. Bjarni: Misstum hausinn eins og unglingar„Það er einhver fimm mínútna kafli þar sem við köstuðum leiknum frá okkur“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR að leik loknum „Það er einhver fimm mínútna kafli þar sem við köstuðum leiknum frá okkur. Við vorum að spila frábæran handbolta bróðurpartinn af leiknum en gerum okkur svo seka um svakalega slæma ákvarðanatökur og köstuðum leiknum frá okkur, því miður.“ Bjarni talar um glórulausar ákvarðanatökur og segir hann að brotið hjá Björgvini sé klárlega ein af þeim. Leikur liðsins hrundi eftir það og segir Bjarni að Stjarnan hafi gengið á lagið á þessum tímapunktinn og ÍR hafi ekki getað neitt eftir það. „Mér fannst þetta brot mjög heimskulegt, þetta var ótrúlegt. Ég bara skil ekki hvað hann var að spá. Þetta var ein af þessum slæmu ákvarðanatökum. Þetta er pirrandi, því við vorum búnir að leggja mikið í þennann leik.“ sagði Bjarni „Þetta var góður, skemmtilegur og hraður leikur. Við misstum hausinn eins og einhverjir unglingar. Þeir bara voru kúl, voru yfirvegaðir, voru bara kallarnir þarna inná vellinum og kláruðu þetta.“ sagði Bjarni og talar þar um hvernig leikmenn Stjörnunnar náðu að halda einbeitingu og klára leikinn Leikmenn ÍR áttu misgóðan leik í dag, Sveinn Andri Sveinsson var frábær og gaman að sjá hvernig hann mætti til leiks. Þeir Arnar Freyr Guðmundsson og Pétur Árni Hauksson, áttu hins vegar erfitt uppdráttar í sókninni en þeim gekk illa að skora í dag. „Þetta eru ungir strákar, 19 og 20 ára. Þeir spila lykilhlutverk og það er alveg eðlilegt að þeir séu sveiflukenndir. Ég var ánægður með hvernig Elli (Elías Bóasson) kom inn í dag, hann var frískur og Bjöggi (Björgvin Þór Hólmgeirsson) átti líka ágætis leik fram að þessu dæmi.“ sagði Bjarni og vitnar þá í brotið um miðbik síðari hálfleiks. Bjarni var nokkuð sáttur með fyrstu 40 mínútur leiksins og segir það síðan óskiljanlegt hvernig liðið brást við mótlætinu undir lokin „Við spiluðum ágætlega, hefði viljað sjá betri varnarleik en svo bara hrynjum við. Ég er ótrúlega ósáttur við það því við vorum búnir að vera svakalega agaðir og svo missum við hausinn. Það er hrikalegt að sjá hvernig strákarnir gefast bara upp, þetta er ekki okkar liði sæmandi. Björgvin: Ég klúðraði þessuBjörgvin Þór Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, fékk beint rautt spjald í leiknum. Leikur ÍR hrundi eftir það en hann segir að það eigi ekki að skipta neinu máli hvort hann sé með eða ekki. „25-25 þegar korter er eftir og þeir gengu á lagið. Við vorum bara lélegir.“ Björgvin Þór segir að það hafi ekki verið ætlunin að brjóta á Bjarka Má og að brotið hafi líklega litið illa út. Björgvin segir sjálfur að þetta hafi ekki verið skynsamlegt hjá honum og að hann hafi einfaldlega klúðrað þessu. „Hann hleypur aftan á mig, þetta leit örugglega mjög illa út. Ég ætlaði alls ekki að brjóta illa á honum, ætlaði bara að ná í boltann en ég flæktist eitthvað í fótunum á honum. Rautt er rautt og ég klúðraði þessu bara.“ „Auðvitað var þetta bara lélegt hjá mér, ég á að vita betur. Ég hefði bara átt að leyfa honum að fara og klára sitt færi.“ Það er þó áhyggjuefni hvernig liðið spilaði síðasta korterið og segir Björgvin það enga afsökun að hann hafi verið sendur útaf, það eigi ekki að skipta neinu máli hvort hann sé með eða ekki. „Auðvitað er það áhyggjuefni, en það á ekki að skipta neinu máli. Ég er varla búinn að vera með í síðustu leikjum en þeir hafa verið að spila fáranlega vel, Arnar Freyr og Sveinn Andri sérstaklega. Það á ekki að skipta neinu máli hvort ég sé með eða ekki.“ sagði Björgvin að lokum Rúnar: Þetta var erfiður leikur „Það var ekki fyrr en við fórum í 5-1 vörnina og Siggi kom í markið að við náðum að snúa þessu almennilega við“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar. Lengst af var hann ekki ánægður með leik sinna manna í dag. „Við vorum ekki að spila vel í fyrri hálfleik og byrjuðum seinni hálfleikinn vægast sagt frekar illa. Mér fannst við ekki vera sjálfum okkur líkir lengst af, sóknarleikurinn gekk að vísu vel á köflum en varnarleikurinn var dapur. Eina sem var er að markvarslan var frábær allan leikinn og svo átti Hjálmtýr stórleik í horni“ Markverðirnir þeir Sveinbjörn Pétursson og Sigurður Ólafsson, áttu báðir stórleik og eru stór ástæða þess hvernig leikurinn fór. Sveinbjörn hélt Stjörnunni inní leiknum í fyrrihálfleik og Sigurður varði allt frá ÍR undir lok leiks. „Sigurður gaf okkur þetta sem varð þess valdandi að við snérum leiknum algjörlega. Hann varði þarna nokkra í röð og hjálpaði okkur mikið. Vörnin varð líka betri í seinni hálfleik.“ sagði Rúnar, en hann var alls ekki sáttur með varnarleikinn sem hans menn sýndu í fyrri hálfleik. Rúnar segir það jákvætt að hafa fengið framlag frá mörgum leikmönnum í dag en fjórir leikmenn voru með 6 mörk eða meira í dag. „Það er mjög jákvætt að það sé ekki bara Egill sem er að skora og þetta má gjarnan halda svona áfram“ Stjarnan hefur nú unnið 4 leiki í röð en liðið mætir Selfossi í næstu umferð. Rúnar segir það ekkert erfiðara verkefni en hver annar leikur. Rúnar segir að það sé jákvætt að liðið er að bæta sig jafnt og þétt og stefna þeir að því að halda því áfram. „Nei nei þetta er bara eins og hver annar leikur. Við erum að reyna að halda áfram að bæta okkur. Það er klárt að við þurfum að spila betri 60 mínútur en við gerðum í dag ef við ætlum okkur eitthvað gegn þeim en við erum í þessu til þess að bæta okkur.“
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti