Umfjöllun og viðtöl: Akureyri 27-26 FH | Akureyringar með dramatískan sigur á FH Arnar Geir Halldórsson í Íþróttahöllinni á Akureyri skrifar 25. nóvember 2018 19:00 Akureyri Handboltafélag vann sigur á FH í dag akureyri-hand.is Akureyri Handboltafélag vann eins marks sigur á FH þegar liðin áttust við í 10.umferð Olís-deildar karla í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag. Nokkuð óvænt úrslit í ljósi stöðu liðanna í deildinni þar sem FH er að berjast á toppnum á meðan Akureyringar eru í harðri fallbaráttu. Leikurinn var jafn og spennandi stærstan hluta leiksins en liðin skiptust á að hafa forystuna fyrstu 20 mínútur leiksins. Þá tóku gestirnir góðan kafla og náðu að komast þremur mörkum yfir en heimamenn náðu að minnka forystuna niður í tvö mörk nokkrum sekúndum fyrir leikhlé. Hálfleikstölur 14-16 fyrir FH. Oft hefur farið að halla undan fæti hjá Akureyringum í síðari hálfleik en því var ekki að heilsa í dag og mættu heimamenn virkilega ákveðnir til leiks í síðari hálfleik. Það entist þó stutt og virtust gestirnir ætla að slíta Akureyringa frá sér þegar þeir komust þremur mörkum yfir á 40.mínútu. Á þessum tímapunkti fór eflaust um stuðningsmenn Akureyrar enda liðið oft brotnað á þessum tímapunkti. Þvert á móti snerist taflið heldur betur heimamönnum í hag. Uppstilltur sóknarleikur gekk eins og í sögu og Marius Aleksejev lokaði markinu. Fór að lokum svo að Akureyri vann eins marks sigur, 27-26.Af hverju vann Akureyri? Þegar leið á leikinn skein í gegn hversu mikið leikmenn Akureyrar vildu vinna leikinn. Það var ekki það sama upp á teningnum hjá FH-ingum og þegar mest var undir bognuðu gestirnir á meðan heimamenn styrktust. Þá munaði mikið um nokkur dauðafæri sem Marius varði frábærlega. Uppstilltur sóknarleikur FH-inga rúllaði illa í síðari hálfleik á meðan Akureyringar voru alltaf að salla inn mörkum.Hvað gekk illa? Uppstilltur sóknarleikur FH-inga var alls ekki góður. Í fjarveru Ásbjörns Friðrikssonar færðist aukin ábyrgð á þá Bjarna Ófeig Valdimarsson og Jóhann Birgi Ingvarsson. Það fór þeim ekki vel. Jóhann Birgir með eitt mark úr sjö skotum og Bjarni Ófeigur tapaði mörgum boltum á klaufalegan hátt.Hverjir stóðu uppúr? Mjög jöfn sóknarframmistaða hjá Akureyringum en eins og stundum áður fór uppstilltur sóknarleikur að mestu í gegnum Hafþór Vignisson og sinnti hann hlutverki sínu vel þó hann hafi oft skilað betri skotnýtingu. Hann lagði upp fullt af mörkum og vann sérstaklega vel með línumönnunum Þórði Tandra Ágústssyni og Arnþóri Gylfa Finnssyni. Markverðir Akureyrar skiluðu sínu. Einar Rafn Eiðsson bar af hjá FH-ingum og Ágúst Birgisson var sömuleiðis öflugur, á báðum endum vallarins.Hvað gerist næst? Akureyri heimsækir ÍR í Austurberg á meðan FH-ingar fá að reyna sig við hitt Akureyrarliðið þar sem KA kemur í heimsókn í Kaplakrika. Sverre: Hlaut að koma að því að þetta myndi detta okkar meginSverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar.vísir/gettySverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, var glaðbeittur í leikslok enda langt síðan liðið vann síðast leik. „Þetta er bara æðislegt. Mjög kærkomið og að mörgu leyti verðskuldað. Við erum búnir að vera að leggja mikla vinnu á okkur í mótlæti og það hlaut að koma að því að þetta myndi detta okkar megin,“ segir Sverre sem var ánægður með frammistöðu sinna manna. „Góð frammistaða. Við vorum mjög einbeittir. Við erum að reyna að ná meira jafnvægi í okkar leik og bæta nokkrum þáttum við, það er bara innan hópsins. Þetta er staðfesting á því að það virki. Vonandi taka menn þetta til sín.“ Þó Akureyri hafi verið á botni deildarinnar í allan vetur hefur liðið verið í mörgum jöfnum leikjum sem hafa oft tapast með minnsta mun. Það var því kominn tími til að einn leikur myndi detta með Akureyringum að mati þjálfarans. „Þetta gefur hópnum mjög mikið. Maður hefur trú á því með þessa jöfnu leiki að þetta jafnist út á endanum svo við eigum enn nokkra inni. Við erum með reynslulítið lið þannig að menn eru alltaf að læra.“ En var ekkert farið að fara um Sverre á lokamínútunni þegar FH-ingar herjuðu á heimamenn? „Jú þar fór mjög mikið um mig. Ég trúði samt á að strákarnir myndu klára þetta. Þeir voru svo einbeittir,“ sagði Sverre. Halldór Jóhann: Veit ekki hvaðan þessi frammistaða komHalldór Jóhann Sigfússonvísir/vilhelm„Hrikalega svekktur. Við náum fjögurra marka forskoti seint í fyrri hálfleik en tekst þá að kasta boltanum með einhverjum ótrúlegum hætti frá okkur og þeir ná að minnka í tvö. Ég veit ekki hvað við gerum marga tæknifeila í byrjun síðari hálfleiks og mér fannst við aldrei ná takti hérna í síðari hálfleik,“ sagði vonsvikinn Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, í leikslok. „Þetta var afar slök frammistaða og ég veit eiginlega ekki hvaðan þessi frammistaða kemur. Ég er hrikalega svekktur með það.“ „Ég veit ekki hvað veldur. Kannski bjuggust menn við einhverju öðru en ég var búinn að vara menn við að þeir yrðu að vera klárir. Akureyri er búið að spila fína leiki hérna á heimavelli og búnir að vera óheppnir í mörg skipti. Þeir eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og við erum að berjast á toppnum. Þegar þú vilt vera á toppnum máttu ekki tapa fyrir neðsta liðinu,“ segir Halldór Jóhann. Hann segir að fjarvera Ásbjörns Friðrikssonar hafi auðvitað haft áhrif en telur að liðið eigi að búa yfir nægilega miklum gæðum til að leysa hann af hólmi. „Ási er auðvitað mikilvægur fyrir okkur en við höfum alveg verið án Ása áður. Þetta gefur ekki rétta mynd af því hvað liðið getur án hans. Við hefðum þegið að hafa hann með í dag. Við erum með leikmenn í liðinu sem eiga að vera nógu góðir til að klára þetta verkefni. Leikmenn sem hafa farið í gegnum lokaúrslit og fleira.“ Olís-deild karla
Akureyri Handboltafélag vann eins marks sigur á FH þegar liðin áttust við í 10.umferð Olís-deildar karla í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag. Nokkuð óvænt úrslit í ljósi stöðu liðanna í deildinni þar sem FH er að berjast á toppnum á meðan Akureyringar eru í harðri fallbaráttu. Leikurinn var jafn og spennandi stærstan hluta leiksins en liðin skiptust á að hafa forystuna fyrstu 20 mínútur leiksins. Þá tóku gestirnir góðan kafla og náðu að komast þremur mörkum yfir en heimamenn náðu að minnka forystuna niður í tvö mörk nokkrum sekúndum fyrir leikhlé. Hálfleikstölur 14-16 fyrir FH. Oft hefur farið að halla undan fæti hjá Akureyringum í síðari hálfleik en því var ekki að heilsa í dag og mættu heimamenn virkilega ákveðnir til leiks í síðari hálfleik. Það entist þó stutt og virtust gestirnir ætla að slíta Akureyringa frá sér þegar þeir komust þremur mörkum yfir á 40.mínútu. Á þessum tímapunkti fór eflaust um stuðningsmenn Akureyrar enda liðið oft brotnað á þessum tímapunkti. Þvert á móti snerist taflið heldur betur heimamönnum í hag. Uppstilltur sóknarleikur gekk eins og í sögu og Marius Aleksejev lokaði markinu. Fór að lokum svo að Akureyri vann eins marks sigur, 27-26.Af hverju vann Akureyri? Þegar leið á leikinn skein í gegn hversu mikið leikmenn Akureyrar vildu vinna leikinn. Það var ekki það sama upp á teningnum hjá FH-ingum og þegar mest var undir bognuðu gestirnir á meðan heimamenn styrktust. Þá munaði mikið um nokkur dauðafæri sem Marius varði frábærlega. Uppstilltur sóknarleikur FH-inga rúllaði illa í síðari hálfleik á meðan Akureyringar voru alltaf að salla inn mörkum.Hvað gekk illa? Uppstilltur sóknarleikur FH-inga var alls ekki góður. Í fjarveru Ásbjörns Friðrikssonar færðist aukin ábyrgð á þá Bjarna Ófeig Valdimarsson og Jóhann Birgi Ingvarsson. Það fór þeim ekki vel. Jóhann Birgir með eitt mark úr sjö skotum og Bjarni Ófeigur tapaði mörgum boltum á klaufalegan hátt.Hverjir stóðu uppúr? Mjög jöfn sóknarframmistaða hjá Akureyringum en eins og stundum áður fór uppstilltur sóknarleikur að mestu í gegnum Hafþór Vignisson og sinnti hann hlutverki sínu vel þó hann hafi oft skilað betri skotnýtingu. Hann lagði upp fullt af mörkum og vann sérstaklega vel með línumönnunum Þórði Tandra Ágústssyni og Arnþóri Gylfa Finnssyni. Markverðir Akureyrar skiluðu sínu. Einar Rafn Eiðsson bar af hjá FH-ingum og Ágúst Birgisson var sömuleiðis öflugur, á báðum endum vallarins.Hvað gerist næst? Akureyri heimsækir ÍR í Austurberg á meðan FH-ingar fá að reyna sig við hitt Akureyrarliðið þar sem KA kemur í heimsókn í Kaplakrika. Sverre: Hlaut að koma að því að þetta myndi detta okkar meginSverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar.vísir/gettySverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, var glaðbeittur í leikslok enda langt síðan liðið vann síðast leik. „Þetta er bara æðislegt. Mjög kærkomið og að mörgu leyti verðskuldað. Við erum búnir að vera að leggja mikla vinnu á okkur í mótlæti og það hlaut að koma að því að þetta myndi detta okkar megin,“ segir Sverre sem var ánægður með frammistöðu sinna manna. „Góð frammistaða. Við vorum mjög einbeittir. Við erum að reyna að ná meira jafnvægi í okkar leik og bæta nokkrum þáttum við, það er bara innan hópsins. Þetta er staðfesting á því að það virki. Vonandi taka menn þetta til sín.“ Þó Akureyri hafi verið á botni deildarinnar í allan vetur hefur liðið verið í mörgum jöfnum leikjum sem hafa oft tapast með minnsta mun. Það var því kominn tími til að einn leikur myndi detta með Akureyringum að mati þjálfarans. „Þetta gefur hópnum mjög mikið. Maður hefur trú á því með þessa jöfnu leiki að þetta jafnist út á endanum svo við eigum enn nokkra inni. Við erum með reynslulítið lið þannig að menn eru alltaf að læra.“ En var ekkert farið að fara um Sverre á lokamínútunni þegar FH-ingar herjuðu á heimamenn? „Jú þar fór mjög mikið um mig. Ég trúði samt á að strákarnir myndu klára þetta. Þeir voru svo einbeittir,“ sagði Sverre. Halldór Jóhann: Veit ekki hvaðan þessi frammistaða komHalldór Jóhann Sigfússonvísir/vilhelm„Hrikalega svekktur. Við náum fjögurra marka forskoti seint í fyrri hálfleik en tekst þá að kasta boltanum með einhverjum ótrúlegum hætti frá okkur og þeir ná að minnka í tvö. Ég veit ekki hvað við gerum marga tæknifeila í byrjun síðari hálfleiks og mér fannst við aldrei ná takti hérna í síðari hálfleik,“ sagði vonsvikinn Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, í leikslok. „Þetta var afar slök frammistaða og ég veit eiginlega ekki hvaðan þessi frammistaða kemur. Ég er hrikalega svekktur með það.“ „Ég veit ekki hvað veldur. Kannski bjuggust menn við einhverju öðru en ég var búinn að vara menn við að þeir yrðu að vera klárir. Akureyri er búið að spila fína leiki hérna á heimavelli og búnir að vera óheppnir í mörg skipti. Þeir eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og við erum að berjast á toppnum. Þegar þú vilt vera á toppnum máttu ekki tapa fyrir neðsta liðinu,“ segir Halldór Jóhann. Hann segir að fjarvera Ásbjörns Friðrikssonar hafi auðvitað haft áhrif en telur að liðið eigi að búa yfir nægilega miklum gæðum til að leysa hann af hólmi. „Ási er auðvitað mikilvægur fyrir okkur en við höfum alveg verið án Ása áður. Þetta gefur ekki rétta mynd af því hvað liðið getur án hans. Við hefðum þegið að hafa hann með í dag. Við erum með leikmenn í liðinu sem eiga að vera nógu góðir til að klára þetta verkefni. Leikmenn sem hafa farið í gegnum lokaúrslit og fleira.“
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti