Lyktarvandamál kísilvers vegna óstöðugleika í ofni Sighvatur Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 20:36 Íbúafundur stendur yfir í Hljómahöll í Reykjanesbæ vegna kísilvers í Helguvík. Örn Steinar Sigurðsson frá Verkís fer yfir breytingar sem gera á. Vísir/Sighvatur Vandamál vegna lyktar frá kísilverinu í Helguvík tengdust óstöðguleika í rekstri ofnsins, tíðum stoppum á framleiðslu versins og of lágu hitastigi á ofninum. Þetta kom fram í kynningu Arnar Steinars Sigurðssonar frá Verkís á íbúafundi sem nú stendur yfir í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Á fundinum er farið yfir þær breytingar sem á að gera á verksmiðjunni sem missti starfsleyfi sitt 1. september á síðasta ári vegna vandamála vegna loftgæða, ófullnægjandi meðhöndlunar hráefna, frágangs á lóð og fleiri atriða.Tom Arild OlsenVísir/SighvaturÖrn Steinar sagði að breytingar yrðu gerðar á ofni verksmiðjunnar. Meðal annars ætti að skipta um fóðringu hans en grunur leikur á að hún hafi verið gölluð. Hann segir að áhersla verði lögð á loftgæði vegna reksturs verksmiðjunnar.Norskur ráðgjafi ósáttur við verksmiðjuna Tom Arild Olsen, deildarstjóri hjá norska ráðgjafafyrirtækinu Multiconsult, segir að allt of oft hefði ofn verksmiðjunnar verið stöðvaður og ræstur á ný með tilheyrandi mengun. „Við vorum ekki hrifin af því sem við sáum í verksmiðjunni,“ sagði Tom í framsögu sinni á íbúafundinum í Reykjanesbæ í kvöld. Tom kynnti niðurstöður lyktarmælinga sem leiða í ljós að á þeim tímabilum sem rekstur verksmiðjunnar var óstöðugur bárust fleiri tilkynningar um lykt. Í máli Tom kom fram að nauðsynlegt væri að tryggja stöðugan og eðlilegan rekstur kísilverksmiðjunnar í Helguvík til að minnka mengun frá henni. Fækka þyrfti ofnstoppum verulega, stytta tíma sem það tekur fyrir ofninn að ná fullu álagi eftir skipulögð ofnstopp, ásamt því sem gera þyrfti breytingar á ofninum og ýmsum búnaði. United Silicon Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Innlent Fleiri fréttir Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Sjá meira
Vandamál vegna lyktar frá kísilverinu í Helguvík tengdust óstöðguleika í rekstri ofnsins, tíðum stoppum á framleiðslu versins og of lágu hitastigi á ofninum. Þetta kom fram í kynningu Arnar Steinars Sigurðssonar frá Verkís á íbúafundi sem nú stendur yfir í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Á fundinum er farið yfir þær breytingar sem á að gera á verksmiðjunni sem missti starfsleyfi sitt 1. september á síðasta ári vegna vandamála vegna loftgæða, ófullnægjandi meðhöndlunar hráefna, frágangs á lóð og fleiri atriða.Tom Arild OlsenVísir/SighvaturÖrn Steinar sagði að breytingar yrðu gerðar á ofni verksmiðjunnar. Meðal annars ætti að skipta um fóðringu hans en grunur leikur á að hún hafi verið gölluð. Hann segir að áhersla verði lögð á loftgæði vegna reksturs verksmiðjunnar.Norskur ráðgjafi ósáttur við verksmiðjuna Tom Arild Olsen, deildarstjóri hjá norska ráðgjafafyrirtækinu Multiconsult, segir að allt of oft hefði ofn verksmiðjunnar verið stöðvaður og ræstur á ný með tilheyrandi mengun. „Við vorum ekki hrifin af því sem við sáum í verksmiðjunni,“ sagði Tom í framsögu sinni á íbúafundinum í Reykjanesbæ í kvöld. Tom kynnti niðurstöður lyktarmælinga sem leiða í ljós að á þeim tímabilum sem rekstur verksmiðjunnar var óstöðugur bárust fleiri tilkynningar um lykt. Í máli Tom kom fram að nauðsynlegt væri að tryggja stöðugan og eðlilegan rekstur kísilverksmiðjunnar í Helguvík til að minnka mengun frá henni. Fækka þyrfti ofnstoppum verulega, stytta tíma sem það tekur fyrir ofninn að ná fullu álagi eftir skipulögð ofnstopp, ásamt því sem gera þyrfti breytingar á ofninum og ýmsum búnaði.
United Silicon Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Innlent Fleiri fréttir Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Sjá meira