Norðsnjáldri í fjörunni í Höfðavík á Heimaey Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Hausinn á norðsjáldranum var sagaður af. Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson Tarfur af hinni sjaldséðu norðsnjáldrategund fannst á sunnudag rekinn á land í Höfðavík við Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Gísli Á. Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir sýni hafa verið tekið úr norðsnjáldranum til greiningar. Ekki sé algengt að hvali þessarar tegundar reki á fjörur hérlendis. Vitað sé um nærri tíu tilvik. „Fyrsta viðurkennda dæmið um norðsnjáldra var 1992,“ segir hann. Aðalútbreiðslusvæði norðsnjáldra er djúpt í úthafinu sunnan við Ísland. Hann leitar sjaldan inn á lundgrunnið að sögn Gísla. Dýrið í Höfðavík sé fjögurra metra langur tarfur sem sennilega sé fullvaxinn. „Svínhvalir almennt er mjög illa þekkt ætt hvala. Þeir halda til í úthafinu og kafa mjög djúpt og lengi þannig að þetta er sennilega einna verst rannskaða tegund hvala,“ segir Gísli. Þessir hvalir lifi mest á smokkfiski ýmiss konar og ef til vill kolkröbbum. „Upplýsingar eru mjög takmarkaðar vegna þess að það er sjaldgæft að norðsnjáldra reki á land.“ Þá segir Gísli að hvalatalningar nái mjög ógjarnan út á úthafið. „Og þar að auki kafa þeir það lengi að þeir koma illa fram í talningum,“ útskýrir hann. Ekki sé því vitað um stofnstærðina. Tekin voru magasýni og sýni af spiki og kjöti til efnagreiningar. Einnig af æxlunarfærum. „Hvert nýtt sýni af þessari tegund er hlutfallslega meira virði en af öðrum tegundum,“ undirstrikar Gísli. Þannig má segja að um sannkallaðan hvalreka sé að ræða í vísindalegu tilliti. Sýnin verði einnig aðgengileg erlendum vísindamönnum sem eru að skoða tegundina. „Þetta endar oft í stærra samstarfsverkefni við erlenda vísindamenn.“ Uppstoppari í Vestmannaeyjum sagaði hausinn af skepnunni með samþykki Hafrannsóknastofnunar til að verka hauskúpuna. Á tveimur tönnum sem tarfar norðsnjáldra hafa í neðri gómi voru sníkjudýr sem bíða stofnunarinnar hjá uppstopparanum sem baðst undan að vera nefndur. Gísli segir Hafrannsóknastofnun sjálfa eiga beinagrind úr norðsnjáldra. Hún hafi verið lánuð til Hvalasafnsins á Húsavík. Að sögn Gísla er það Umhverfisstofnunar og Vestmannaeyjabæjar að ákveða hvað verður um hræið. Það gæti verið grafið á staðnum eða ýtt út í sjó til að sökkva þar. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Sjá meira
Tarfur af hinni sjaldséðu norðsnjáldrategund fannst á sunnudag rekinn á land í Höfðavík við Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Gísli Á. Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir sýni hafa verið tekið úr norðsnjáldranum til greiningar. Ekki sé algengt að hvali þessarar tegundar reki á fjörur hérlendis. Vitað sé um nærri tíu tilvik. „Fyrsta viðurkennda dæmið um norðsnjáldra var 1992,“ segir hann. Aðalútbreiðslusvæði norðsnjáldra er djúpt í úthafinu sunnan við Ísland. Hann leitar sjaldan inn á lundgrunnið að sögn Gísla. Dýrið í Höfðavík sé fjögurra metra langur tarfur sem sennilega sé fullvaxinn. „Svínhvalir almennt er mjög illa þekkt ætt hvala. Þeir halda til í úthafinu og kafa mjög djúpt og lengi þannig að þetta er sennilega einna verst rannskaða tegund hvala,“ segir Gísli. Þessir hvalir lifi mest á smokkfiski ýmiss konar og ef til vill kolkröbbum. „Upplýsingar eru mjög takmarkaðar vegna þess að það er sjaldgæft að norðsnjáldra reki á land.“ Þá segir Gísli að hvalatalningar nái mjög ógjarnan út á úthafið. „Og þar að auki kafa þeir það lengi að þeir koma illa fram í talningum,“ útskýrir hann. Ekki sé því vitað um stofnstærðina. Tekin voru magasýni og sýni af spiki og kjöti til efnagreiningar. Einnig af æxlunarfærum. „Hvert nýtt sýni af þessari tegund er hlutfallslega meira virði en af öðrum tegundum,“ undirstrikar Gísli. Þannig má segja að um sannkallaðan hvalreka sé að ræða í vísindalegu tilliti. Sýnin verði einnig aðgengileg erlendum vísindamönnum sem eru að skoða tegundina. „Þetta endar oft í stærra samstarfsverkefni við erlenda vísindamenn.“ Uppstoppari í Vestmannaeyjum sagaði hausinn af skepnunni með samþykki Hafrannsóknastofnunar til að verka hauskúpuna. Á tveimur tönnum sem tarfar norðsnjáldra hafa í neðri gómi voru sníkjudýr sem bíða stofnunarinnar hjá uppstopparanum sem baðst undan að vera nefndur. Gísli segir Hafrannsóknastofnun sjálfa eiga beinagrind úr norðsnjáldra. Hún hafi verið lánuð til Hvalasafnsins á Húsavík. Að sögn Gísla er það Umhverfisstofnunar og Vestmannaeyjabæjar að ákveða hvað verður um hræið. Það gæti verið grafið á staðnum eða ýtt út í sjó til að sökkva þar.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Sjá meira