Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Grótta | Lokakaflinn skilaði Aftureldingu sigri Svava Kristín Grétarsdóttir að Varmá skrifar 2. desember 2018 19:30 vísir/daníel Þór Afturelding vann að lokum þriggja marka sigur á Gróttu, 26-23. Leikurinn var jafn fram á síðustu mínútu en staðan í hálfleik var 13-13. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og leiddu leikinn með þremur mörkum eftir 15 mínútur, 7-4. Eftir það kom áhlaup frá gestunum og jöfnuðu þeir leikinn í stöðunni 9-9. Eftir það var leikurinn jafn en Afturelding var með undirtökin í leiknum út fyrri hálfleikinn. Staðan að honum loknum jöfn, 13-13. Liðin skiptust á að skora í upphafi seinni hálfleiks en þau skiptust einnig á að tapa boltanum. Það var alls ekki fallegur handbolti sem liðin sýndu okkur í dag. Liðin voru með 30 tapaða bolta, 15 bolta hvort. Sóknarleikurinn gekk því brösulega en staðan þegar 10 mínútur voru til leiksloka, 20-20 Lokakaflinn varð Gróttu að falli en Afturelding nýtti sér það og nýtti sín færi. Lokatölur í Mosfellsbæ, 26-23, Aftureldingu í vil. Af hverju vann Afturelding?Þeir höfðu einfaldlega betur á lokakaflanum. Bæði lið hefðu getað tekið sigurinn í dag, en það voru heimamenn sem héldu haus og stigu upp á réttum tíma. Hverjir stóðu upp úr?Elvar Ásgeirsson var bestur í liði heimamanna, skoraði 5 mörk og var þéttur varnarlega. Hjá Gróttu var Magnús Öder Einarsson yfirburðar maður, skoraði 10 mörk. Hreiðar Levý Guðmundsson hélt svo Gróttunni inní leiknum, hann átti ágætis leik með 14 varða bolta. Hvað gekk illa? Uppstilltur sóknarleikur gekk illa hjá báðum liðum. Eins og fram hefur komið þá voru samtals 30 boltar sem fóru úrskeiðis í dag og leikmenn hvað eftir annað að kasta boltanum frá sér. Hvað er framundan? Í næstu umferð mætir Grótta íslandsmeisturunum frá Vestmannaeyjum, en ÍBV er þó í fallstætinu með Gróttu og hefur átt hreint út sagt erfitt tímabil. Það verður því áhugaverður leikur á Nestinu á laugardaginn. En Afturelding mætir svo Stjörnunni á sunnudaginn. Einar Jóns: Andstæðingarnir þurfa að vera arfaslakir til þess að við getum unniðEinar Jónsson, þjálfari Gróttu, þarf að fara að finna einhverjar lausnir á sóknarleik liðsins en hann var mjög ósáttur með þróun leiksins í dag „Við vorum sjálfum okkur verstir í dag. Við spiluðum vel á köflum, vörnin var góð og við náðum að opna þá ágætlega. Svo bara erum við að kasta boltanum frá okkur, ég veit ekki hvað við vorum með marga tæknifeila, mjög lélega tæknifeila.“ sagði Einar, en þeir voru 15 talsins „Það er alveg 6-7 boltar of mikið, flestir af þeim eru líka boltar þar sem leikmenn eru ekki undir neinni pressu. Þetta er búið að vera sagan okkur í vetur, við látum ekki reyna meira á andstæðingana okkar heldur en þetta“ Grótta átti eins og Einar segir sjálfur, fína kafla í leiknum. Undir lok fyrri hálfleiks og upphaf þess síðari var Grótta ívið betra og þurfti Afturelding að hafa meira fyrir því að skora. Grótta náði þó aldrei neinni forystu í leiknum. „Við áttum að vinna þennan leik hérna í dag, en við fokkuðum því upp sjálfir.“ Grótta er í fallsæti með aðeins 6 stig þegar mótið er hálfnað. Liðið hefur oft verið nálægt því að stela stigi en þeim vantar að geta unnið leiki. Einar segir að með þessu áframhaldi sé það ekki að fara að breytast neitt. „Við erum í mörgum leikjum nálægt því að taka stig eða tvö en við bara vinnum ekki leiki ef við spilum eins og við gerðum í dag. Ef við lögum þetta ekki þá bara vinnum við ekki fleiri leiki, andstæðingarnir þurfa að vera alveg arfaslakir til þess að við getum unnið. Það er bara ekki boðlegt að vera með svona marga tapaða bolta.“ sagði Einar að lokum Einar Andri: Við vorum í basli í 50 mínútur „Hrikalega ánægður mað að við skyldum klára leikinn“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar „Við vorum að mínu mati svolítið langt niðri eftir síðustu leiki, við töpuðum síðustu tveimur leikjum frekar illa. Við vorum í basli í 50 mínútur í dag en síðustu 10 voru góðar. Ég sagði við strákana í leikhléinu þegar 10 mínútur voru eftir að við værum búnir að gera frekar illa en gætum bætt úr því með því að eiga góðan lokakafla, það tókst.“ sagði Einar Andri, ánægður með endurkomuna hjá sínum mönnum eftir frekar slakan leik „Síðustu tvo leiki höfum við verið í vandræðum með varnarleikinn og markvörslu í síðasta leik líka. Vörn og markvarsla var góð í dag en þá var það sóknarleikurinn sem var ekki nógu góður.“ „Það var hik á okkur, svipað og í síðasta leik. Við þurfum að laga heilmikið til hjá okkur, við þurfum að gera betur og við vitum það. Við eigum mikið inni og menn þurfum að vinna vel núna síðustu vikurnar fyrir jól.“ Afturelding er í 5 sæti deildarinnar með 13 stig þegar mótið er hálfnað, Einar segist vera þokkalega sáttur með stöðuna á liðinu en vill sjá menn bæta sig eftir en frekar eftir misgóða frammistöðu síðustu leikja. „Ég er þokkalega sáttur, við erum 13 stig en gætum alveg verið með fleiri. Í fullkomnum heimi væru við með fleiri stig en taflan lýgur ekki og staðan er eins og hún er. Við þurfum að vinna hrikalega vel í næstu viku, það eru tveir deildarleikir í boði og við þurfum að reyna að vinna þá.“ Jóhann Reynir: Ég er ekki búinn að vera nógu góður„Þetta er hrikalega svekkjandi“ sagði Jóhann Reynir Gunnlaugsson, leikmaður Gróttu. „Þetta var jafn leikur nánast allan tímann. Við fórum illa að ráði okkur fyrstu 10 mínúturnar, nokkrir tapaðir bolta og smá varnarlega en þetta hefði bara getað dottið báðu megin í dag.“ Það er sóknarleikurinn sem verður Gróttu alltaf að falli en liðinu vantar töluvert upp á þar. Jóhann tekur undir það að 15 tapaðir boltar séu of mikið og að þetta sé eitthvað sem liðið sé að reyna að vinna í. „Við vorum of mikið að reyna að troða þessu inná línuna, þetta er alltof mikið af mistökum og þetta er eitthvað sem við verðum að reyna að laga.“ „Við mætum í hvern einasta leik til að vinna og við höfum verið inní nánast öllum leikjunum. Það eru kannski einn eða tveir leikir þar sem við áttum ekki skilið að vinna.“ Jóhann gekk til liðs við Gróttu fyrir tímabilið og átti að halda sóknarleik liðsins uppi. Það hefur ekki gengið nægilega vel hjá honum og hefur hann átt erfitt uppdráttar það sem af er tímabils. „Það eru smávægileg meiðsli núna að stríða mér en það er alveg rétt að ég er ekki búinn að vera nógu góður. Það eru aðrir sem hafa stigið upp, Magnús (Öder Einarsson) hefur t.d. verið frábær. En ég tel mig eiga alveg slatta inni.“ sagði Jóhann að lokum Olís-deild karla
Afturelding vann að lokum þriggja marka sigur á Gróttu, 26-23. Leikurinn var jafn fram á síðustu mínútu en staðan í hálfleik var 13-13. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og leiddu leikinn með þremur mörkum eftir 15 mínútur, 7-4. Eftir það kom áhlaup frá gestunum og jöfnuðu þeir leikinn í stöðunni 9-9. Eftir það var leikurinn jafn en Afturelding var með undirtökin í leiknum út fyrri hálfleikinn. Staðan að honum loknum jöfn, 13-13. Liðin skiptust á að skora í upphafi seinni hálfleiks en þau skiptust einnig á að tapa boltanum. Það var alls ekki fallegur handbolti sem liðin sýndu okkur í dag. Liðin voru með 30 tapaða bolta, 15 bolta hvort. Sóknarleikurinn gekk því brösulega en staðan þegar 10 mínútur voru til leiksloka, 20-20 Lokakaflinn varð Gróttu að falli en Afturelding nýtti sér það og nýtti sín færi. Lokatölur í Mosfellsbæ, 26-23, Aftureldingu í vil. Af hverju vann Afturelding?Þeir höfðu einfaldlega betur á lokakaflanum. Bæði lið hefðu getað tekið sigurinn í dag, en það voru heimamenn sem héldu haus og stigu upp á réttum tíma. Hverjir stóðu upp úr?Elvar Ásgeirsson var bestur í liði heimamanna, skoraði 5 mörk og var þéttur varnarlega. Hjá Gróttu var Magnús Öder Einarsson yfirburðar maður, skoraði 10 mörk. Hreiðar Levý Guðmundsson hélt svo Gróttunni inní leiknum, hann átti ágætis leik með 14 varða bolta. Hvað gekk illa? Uppstilltur sóknarleikur gekk illa hjá báðum liðum. Eins og fram hefur komið þá voru samtals 30 boltar sem fóru úrskeiðis í dag og leikmenn hvað eftir annað að kasta boltanum frá sér. Hvað er framundan? Í næstu umferð mætir Grótta íslandsmeisturunum frá Vestmannaeyjum, en ÍBV er þó í fallstætinu með Gróttu og hefur átt hreint út sagt erfitt tímabil. Það verður því áhugaverður leikur á Nestinu á laugardaginn. En Afturelding mætir svo Stjörnunni á sunnudaginn. Einar Jóns: Andstæðingarnir þurfa að vera arfaslakir til þess að við getum unniðEinar Jónsson, þjálfari Gróttu, þarf að fara að finna einhverjar lausnir á sóknarleik liðsins en hann var mjög ósáttur með þróun leiksins í dag „Við vorum sjálfum okkur verstir í dag. Við spiluðum vel á köflum, vörnin var góð og við náðum að opna þá ágætlega. Svo bara erum við að kasta boltanum frá okkur, ég veit ekki hvað við vorum með marga tæknifeila, mjög lélega tæknifeila.“ sagði Einar, en þeir voru 15 talsins „Það er alveg 6-7 boltar of mikið, flestir af þeim eru líka boltar þar sem leikmenn eru ekki undir neinni pressu. Þetta er búið að vera sagan okkur í vetur, við látum ekki reyna meira á andstæðingana okkar heldur en þetta“ Grótta átti eins og Einar segir sjálfur, fína kafla í leiknum. Undir lok fyrri hálfleiks og upphaf þess síðari var Grótta ívið betra og þurfti Afturelding að hafa meira fyrir því að skora. Grótta náði þó aldrei neinni forystu í leiknum. „Við áttum að vinna þennan leik hérna í dag, en við fokkuðum því upp sjálfir.“ Grótta er í fallsæti með aðeins 6 stig þegar mótið er hálfnað. Liðið hefur oft verið nálægt því að stela stigi en þeim vantar að geta unnið leiki. Einar segir að með þessu áframhaldi sé það ekki að fara að breytast neitt. „Við erum í mörgum leikjum nálægt því að taka stig eða tvö en við bara vinnum ekki leiki ef við spilum eins og við gerðum í dag. Ef við lögum þetta ekki þá bara vinnum við ekki fleiri leiki, andstæðingarnir þurfa að vera alveg arfaslakir til þess að við getum unnið. Það er bara ekki boðlegt að vera með svona marga tapaða bolta.“ sagði Einar að lokum Einar Andri: Við vorum í basli í 50 mínútur „Hrikalega ánægður mað að við skyldum klára leikinn“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar „Við vorum að mínu mati svolítið langt niðri eftir síðustu leiki, við töpuðum síðustu tveimur leikjum frekar illa. Við vorum í basli í 50 mínútur í dag en síðustu 10 voru góðar. Ég sagði við strákana í leikhléinu þegar 10 mínútur voru eftir að við værum búnir að gera frekar illa en gætum bætt úr því með því að eiga góðan lokakafla, það tókst.“ sagði Einar Andri, ánægður með endurkomuna hjá sínum mönnum eftir frekar slakan leik „Síðustu tvo leiki höfum við verið í vandræðum með varnarleikinn og markvörslu í síðasta leik líka. Vörn og markvarsla var góð í dag en þá var það sóknarleikurinn sem var ekki nógu góður.“ „Það var hik á okkur, svipað og í síðasta leik. Við þurfum að laga heilmikið til hjá okkur, við þurfum að gera betur og við vitum það. Við eigum mikið inni og menn þurfum að vinna vel núna síðustu vikurnar fyrir jól.“ Afturelding er í 5 sæti deildarinnar með 13 stig þegar mótið er hálfnað, Einar segist vera þokkalega sáttur með stöðuna á liðinu en vill sjá menn bæta sig eftir en frekar eftir misgóða frammistöðu síðustu leikja. „Ég er þokkalega sáttur, við erum 13 stig en gætum alveg verið með fleiri. Í fullkomnum heimi væru við með fleiri stig en taflan lýgur ekki og staðan er eins og hún er. Við þurfum að vinna hrikalega vel í næstu viku, það eru tveir deildarleikir í boði og við þurfum að reyna að vinna þá.“ Jóhann Reynir: Ég er ekki búinn að vera nógu góður„Þetta er hrikalega svekkjandi“ sagði Jóhann Reynir Gunnlaugsson, leikmaður Gróttu. „Þetta var jafn leikur nánast allan tímann. Við fórum illa að ráði okkur fyrstu 10 mínúturnar, nokkrir tapaðir bolta og smá varnarlega en þetta hefði bara getað dottið báðu megin í dag.“ Það er sóknarleikurinn sem verður Gróttu alltaf að falli en liðinu vantar töluvert upp á þar. Jóhann tekur undir það að 15 tapaðir boltar séu of mikið og að þetta sé eitthvað sem liðið sé að reyna að vinna í. „Við vorum of mikið að reyna að troða þessu inná línuna, þetta er alltof mikið af mistökum og þetta er eitthvað sem við verðum að reyna að laga.“ „Við mætum í hvern einasta leik til að vinna og við höfum verið inní nánast öllum leikjunum. Það eru kannski einn eða tveir leikir þar sem við áttum ekki skilið að vinna.“ Jóhann gekk til liðs við Gróttu fyrir tímabilið og átti að halda sóknarleik liðsins uppi. Það hefur ekki gengið nægilega vel hjá honum og hefur hann átt erfitt uppdráttar það sem af er tímabils. „Það eru smávægileg meiðsli núna að stríða mér en það er alveg rétt að ég er ekki búinn að vera nógu góður. Það eru aðrir sem hafa stigið upp, Magnús (Öder Einarsson) hefur t.d. verið frábær. En ég tel mig eiga alveg slatta inni.“ sagði Jóhann að lokum
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti