Sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún á sæti í nefndinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. desember 2018 15:32 Fræðimenn við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands ætla að sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún þingmaður Miðflokksins á sæti í nefndinni. Vísir/vilhelm Fræðimenn við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í fötlunarfræðum ætla ekki að taka þátt í samstarfi við velferðarnefnd Alþingis á meðan Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins á sæti í nefndinni. Þetta kom fram í bréfi sem fræðimennirnir sendu Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis í gær en Kjarninn birti frétt um þetta fyrstir miðla. Í bréfinu segir að ummæli þingmanna á Klausturbarnum séu þeim áfall og þá hafi það verið „þungbært að verða vitni að þeim niðurlægjandi og fordómafullu ummælum sem þar voru viðhöfð um fatlað fólk, einkum fatlaðar konur sem við virðum mikils og eigum náið og gott samstarf við í baráttu fyrir mannréttindum og mannvirðingu fatlaðs fólks.“ Rannveig Traustadóttir prófessor og forstöðumaður Rannsóknarsetursins, Hanna Björg Sigurjónsdóttir prófessor, James G. Rice lektor, Snæfríður Þóra Egilsson prófessor og Stefán C. Hardonk lektir eru skrifuð fyrir bréfinu. Afrit af bréfinu var sent til allra þingmanna sem eiga sæti í velferðarnefnd. Fræðimennirnir hafa aðstoðað velferðarnefnd mikið á undanförnum árum ýmist með umsögnum um þingsályktunartillögur, og lagafrumvörp. Fulltrúar Rannsóknarsetursins hafa þá oft komið fyrir þingnefndir. Anna Kolbrún er einn af sex þingmönnum sem sátu að sumbli á Klaustur bar 20. nóvember síðastliðinn. Bára Halldórsdóttir tók samtalið upp og afhjúpaði ósæmilegt tal þingmannanna. Anna Kolbrún sagðist fyrst ætla að íhuga stöðu sína en ákvað eftir nokkurra daga umhugsunarfrest að segja ekki af sér. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Blöskrar ummæli Önnu Kolbrúnar sem séu henni ekki til sóma Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, segir orð Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingkonu Miðflokksins, um starfsmenn Alþingis afar ósmekkleg og henni ekki til sóma. 6. desember 2018 09:07 Fylgistap skiljanleg viðbrögð Fylgishrun Miðflokksins sem birtist í nýrri skoðanakönnun eru skiljanleg viðbrögð fólks við fréttum síðustu daga að sögn formanns Miðflokksins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis mun funda um meintan sendiherrakapal sem greint var frá á Klaustursupptökunni. 5. desember 2018 19:30 Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún í Bítinu Anna Kolbrún Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmenn Miðflokksins, verða gestir Bítisins á Bylgjunni. 5. desember 2018 07:46 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Fræðimenn við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í fötlunarfræðum ætla ekki að taka þátt í samstarfi við velferðarnefnd Alþingis á meðan Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins á sæti í nefndinni. Þetta kom fram í bréfi sem fræðimennirnir sendu Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis í gær en Kjarninn birti frétt um þetta fyrstir miðla. Í bréfinu segir að ummæli þingmanna á Klausturbarnum séu þeim áfall og þá hafi það verið „þungbært að verða vitni að þeim niðurlægjandi og fordómafullu ummælum sem þar voru viðhöfð um fatlað fólk, einkum fatlaðar konur sem við virðum mikils og eigum náið og gott samstarf við í baráttu fyrir mannréttindum og mannvirðingu fatlaðs fólks.“ Rannveig Traustadóttir prófessor og forstöðumaður Rannsóknarsetursins, Hanna Björg Sigurjónsdóttir prófessor, James G. Rice lektor, Snæfríður Þóra Egilsson prófessor og Stefán C. Hardonk lektir eru skrifuð fyrir bréfinu. Afrit af bréfinu var sent til allra þingmanna sem eiga sæti í velferðarnefnd. Fræðimennirnir hafa aðstoðað velferðarnefnd mikið á undanförnum árum ýmist með umsögnum um þingsályktunartillögur, og lagafrumvörp. Fulltrúar Rannsóknarsetursins hafa þá oft komið fyrir þingnefndir. Anna Kolbrún er einn af sex þingmönnum sem sátu að sumbli á Klaustur bar 20. nóvember síðastliðinn. Bára Halldórsdóttir tók samtalið upp og afhjúpaði ósæmilegt tal þingmannanna. Anna Kolbrún sagðist fyrst ætla að íhuga stöðu sína en ákvað eftir nokkurra daga umhugsunarfrest að segja ekki af sér.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Blöskrar ummæli Önnu Kolbrúnar sem séu henni ekki til sóma Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, segir orð Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingkonu Miðflokksins, um starfsmenn Alþingis afar ósmekkleg og henni ekki til sóma. 6. desember 2018 09:07 Fylgistap skiljanleg viðbrögð Fylgishrun Miðflokksins sem birtist í nýrri skoðanakönnun eru skiljanleg viðbrögð fólks við fréttum síðustu daga að sögn formanns Miðflokksins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis mun funda um meintan sendiherrakapal sem greint var frá á Klaustursupptökunni. 5. desember 2018 19:30 Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún í Bítinu Anna Kolbrún Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmenn Miðflokksins, verða gestir Bítisins á Bylgjunni. 5. desember 2018 07:46 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Blöskrar ummæli Önnu Kolbrúnar sem séu henni ekki til sóma Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, segir orð Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingkonu Miðflokksins, um starfsmenn Alþingis afar ósmekkleg og henni ekki til sóma. 6. desember 2018 09:07
Fylgistap skiljanleg viðbrögð Fylgishrun Miðflokksins sem birtist í nýrri skoðanakönnun eru skiljanleg viðbrögð fólks við fréttum síðustu daga að sögn formanns Miðflokksins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis mun funda um meintan sendiherrakapal sem greint var frá á Klaustursupptökunni. 5. desember 2018 19:30
Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún í Bítinu Anna Kolbrún Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmenn Miðflokksins, verða gestir Bítisins á Bylgjunni. 5. desember 2018 07:46