Sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún á sæti í nefndinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. desember 2018 15:32 Fræðimenn við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands ætla að sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún þingmaður Miðflokksins á sæti í nefndinni. Vísir/vilhelm Fræðimenn við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í fötlunarfræðum ætla ekki að taka þátt í samstarfi við velferðarnefnd Alþingis á meðan Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins á sæti í nefndinni. Þetta kom fram í bréfi sem fræðimennirnir sendu Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis í gær en Kjarninn birti frétt um þetta fyrstir miðla. Í bréfinu segir að ummæli þingmanna á Klausturbarnum séu þeim áfall og þá hafi það verið „þungbært að verða vitni að þeim niðurlægjandi og fordómafullu ummælum sem þar voru viðhöfð um fatlað fólk, einkum fatlaðar konur sem við virðum mikils og eigum náið og gott samstarf við í baráttu fyrir mannréttindum og mannvirðingu fatlaðs fólks.“ Rannveig Traustadóttir prófessor og forstöðumaður Rannsóknarsetursins, Hanna Björg Sigurjónsdóttir prófessor, James G. Rice lektor, Snæfríður Þóra Egilsson prófessor og Stefán C. Hardonk lektir eru skrifuð fyrir bréfinu. Afrit af bréfinu var sent til allra þingmanna sem eiga sæti í velferðarnefnd. Fræðimennirnir hafa aðstoðað velferðarnefnd mikið á undanförnum árum ýmist með umsögnum um þingsályktunartillögur, og lagafrumvörp. Fulltrúar Rannsóknarsetursins hafa þá oft komið fyrir þingnefndir. Anna Kolbrún er einn af sex þingmönnum sem sátu að sumbli á Klaustur bar 20. nóvember síðastliðinn. Bára Halldórsdóttir tók samtalið upp og afhjúpaði ósæmilegt tal þingmannanna. Anna Kolbrún sagðist fyrst ætla að íhuga stöðu sína en ákvað eftir nokkurra daga umhugsunarfrest að segja ekki af sér. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Blöskrar ummæli Önnu Kolbrúnar sem séu henni ekki til sóma Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, segir orð Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingkonu Miðflokksins, um starfsmenn Alþingis afar ósmekkleg og henni ekki til sóma. 6. desember 2018 09:07 Fylgistap skiljanleg viðbrögð Fylgishrun Miðflokksins sem birtist í nýrri skoðanakönnun eru skiljanleg viðbrögð fólks við fréttum síðustu daga að sögn formanns Miðflokksins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis mun funda um meintan sendiherrakapal sem greint var frá á Klaustursupptökunni. 5. desember 2018 19:30 Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún í Bítinu Anna Kolbrún Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmenn Miðflokksins, verða gestir Bítisins á Bylgjunni. 5. desember 2018 07:46 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu Sjá meira
Fræðimenn við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í fötlunarfræðum ætla ekki að taka þátt í samstarfi við velferðarnefnd Alþingis á meðan Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins á sæti í nefndinni. Þetta kom fram í bréfi sem fræðimennirnir sendu Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis í gær en Kjarninn birti frétt um þetta fyrstir miðla. Í bréfinu segir að ummæli þingmanna á Klausturbarnum séu þeim áfall og þá hafi það verið „þungbært að verða vitni að þeim niðurlægjandi og fordómafullu ummælum sem þar voru viðhöfð um fatlað fólk, einkum fatlaðar konur sem við virðum mikils og eigum náið og gott samstarf við í baráttu fyrir mannréttindum og mannvirðingu fatlaðs fólks.“ Rannveig Traustadóttir prófessor og forstöðumaður Rannsóknarsetursins, Hanna Björg Sigurjónsdóttir prófessor, James G. Rice lektor, Snæfríður Þóra Egilsson prófessor og Stefán C. Hardonk lektir eru skrifuð fyrir bréfinu. Afrit af bréfinu var sent til allra þingmanna sem eiga sæti í velferðarnefnd. Fræðimennirnir hafa aðstoðað velferðarnefnd mikið á undanförnum árum ýmist með umsögnum um þingsályktunartillögur, og lagafrumvörp. Fulltrúar Rannsóknarsetursins hafa þá oft komið fyrir þingnefndir. Anna Kolbrún er einn af sex þingmönnum sem sátu að sumbli á Klaustur bar 20. nóvember síðastliðinn. Bára Halldórsdóttir tók samtalið upp og afhjúpaði ósæmilegt tal þingmannanna. Anna Kolbrún sagðist fyrst ætla að íhuga stöðu sína en ákvað eftir nokkurra daga umhugsunarfrest að segja ekki af sér.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Blöskrar ummæli Önnu Kolbrúnar sem séu henni ekki til sóma Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, segir orð Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingkonu Miðflokksins, um starfsmenn Alþingis afar ósmekkleg og henni ekki til sóma. 6. desember 2018 09:07 Fylgistap skiljanleg viðbrögð Fylgishrun Miðflokksins sem birtist í nýrri skoðanakönnun eru skiljanleg viðbrögð fólks við fréttum síðustu daga að sögn formanns Miðflokksins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis mun funda um meintan sendiherrakapal sem greint var frá á Klaustursupptökunni. 5. desember 2018 19:30 Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún í Bítinu Anna Kolbrún Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmenn Miðflokksins, verða gestir Bítisins á Bylgjunni. 5. desember 2018 07:46 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu Sjá meira
Blöskrar ummæli Önnu Kolbrúnar sem séu henni ekki til sóma Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, segir orð Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingkonu Miðflokksins, um starfsmenn Alþingis afar ósmekkleg og henni ekki til sóma. 6. desember 2018 09:07
Fylgistap skiljanleg viðbrögð Fylgishrun Miðflokksins sem birtist í nýrri skoðanakönnun eru skiljanleg viðbrögð fólks við fréttum síðustu daga að sögn formanns Miðflokksins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis mun funda um meintan sendiherrakapal sem greint var frá á Klaustursupptökunni. 5. desember 2018 19:30
Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún í Bítinu Anna Kolbrún Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmenn Miðflokksins, verða gestir Bítisins á Bylgjunni. 5. desember 2018 07:46