Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 34-28 | Magnús Óli skaut Fram í kaf Skúli Arnarson í Origo-höllinni að Hlíðarenda skrifar 9. desember 2018 22:15 Magnús Óli Magnússon var frábær í kvöld. vísir/vilhelm Valsmenn sigruðu Fram með 34 mörkum gegn 2 í Origo höllinni í kvöld. Leikurinn var liður í tólftu umferð Olís deildar karla. Fyrir leikinn voru Valur í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig, jafn mörg og Selfoss og Haukar sem sátu í fyrsta og öðru sætinu. Fram voru hinsvegar hinumegin í töflunni í tíunda sæti með sjö stig. Fyrri hálfleikur var mjög jafn en Valur voru alltaf skrefi á undan. Þegar 14 mínutur voru liðnar af leiknum komust Valur fyrst í tveggja marka forystu, 8-6. Fram voru þó aldrei langt undan og þegar 10 sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik voru Valur með þriggja marka forystu, 15-12. Þá tók Guðmundur Helgi, þjálfari Fram, leikhlé til að teikna upp síðustu sókn Fram í hálfleiknum. Það virðist hafa verið frábær teikning því að Aron Gauti náði frábæru skotu sem Daníel Freyr náði ekki að verja í marki Valsmanna. Valsmenn fóru því með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn. Í seinni hálfleik fóru Valsmenn að gefa í og eftir tíu mínútur í seinni hálfleik voru Valur komnir með fimm marka forystu, 24-19. Fram náðu aldrei að ógna Valsmönnum af neinu viti í seinni hálfleik og Valur unnu að lokum nokkuð þægilegan sex marka sigur, 34-28. Atvik leiksins gerðist þegar um 47 mínútur voru búnar af leiknum. Þá fer Alexander Júlíusson, varnarmaður Vals, í andlitið á Andra Heimi, leikmanni Fram. Eftir smá fund hjá dómurunum ákváðu þeir að gefa Alexander rautt spjald við litla hrifningu Valsmanna. Þetta er annar leikurinn í röð sem Alexander fær rautt spjald, en hann fékk rautt spjald gegn Haukum í síðustu umferð. Eftir leikinn eru Valsmenn því komnir í fyrsta sætið en það gæti breyst á morgun þegar Selfoss mæta ÍR og Haukar mæta FH. Fram sitja hinsvegar enn í tíunda sæti. Hvers vegna vann Valur? Valsmenn voru einfaldlega betri aðilinn í dag. Það er í raun sama hvert er litið, hvort sem það er sókn, vörn eða markvarsla, Valur voru með yfirhöndina. Fram náðu að hanga í þeim í fyrri hálfleik en svo skrúfuðu Valur upp hraðann og Framvörnin átti í miklu veseni með þá.Hverjir stóðu upp úr? Í liði Vals voru þeir Magnús Óli og Róbert Aron frábærir í kvöld. Magnús skoraði tólf mörk úr tólf skotum og Róbert skoraði níu mörk úr tíu skotum. Í liði Fram var Þorsteinn Gauti atkvæðamestur með sjö mörk. Næstur þar á eftir komu Valdimar Sigurðsson og Aron Gauti, báðir með fimm mörk.Hvað gekk illa? Vörnin hjá Fram var algerlega hræðileg í dag. Ofan á það fengu Fram nánast enga markvörslu frá Lárusi og Viktori. Ef Fram ætlar sér að halda sér í deildinni og jafnvel komast í úrslitakeppni þá þurfa þeir að þjappa sér saman í vörninni.Hvað gerist næst? Fram spila við Selfoss á fimmtudaginn í Coca Cola bikarnum og eiga svo heimaleik gegn FH næstkomandi sunnudag. Valur spila næst útileik við Gróttu næstkomandi sunnudag. Magnús Óli: Allt inni hjá mér í dag Maður leiksins, Magnús Óli, var að vonum kátur í leikslok. „Við spiluðum bara vel í dag í nánast 60 mínútur bæði varnarlega og sóknarlega. Mér fannst við skynsamir í bæði vörn og sókn.” Magnúsi fannst Valur allan tímann vera með leikinn í sinni hendi. „Já mér fannst það. Við vorum tveimur mörkum yfir í hálfleik og ákváum að stíga aðeins upp í seinni hálfleik. Mér fannst við gera það og við vorum með leikinn nánast allan seinni hálfleikinn.” Magnús var frábær í dag og skoraði tólf mörk úr tólf skotum. „Það var allt inni hjá mér í dag. Það voru tveir eða þrír boltar sem að láku nánast inn. Þetta var bara stöngin inn í dag.” „Við getum tekið allt úr þessum leik með okkur í næsta leik gegn Gróttu,” sagði Magnús að lokum. Guðmundur Helgi: Þetta er ekki boðlegt. Guðmundur Helgi, þjálfari Fram, var mjög ósáttur við varnarleik sinna manna í dag. „Við skildum vörnina bara eftir niðri í Safamýri. Við snertum þá varla, þeir fengu varla fríkast og þetta var bara hræðilega léleg vörn hjá mínum mönnum, því miður. Það voru hlutir í sóknarleiknum sem gengu upp og aðrir sem gengu ekki upp, það er bara eins og í venjulegum leik. Við erum að fá á okkur 34 mörk sem á ekki að geta gerst.” Guðmundi fannst vanta baráttu og trú í sitt lið í dag. „Það vantaði baráttuviljann og trúna á verkefninu. Við vissum að við yrðum lamdir í dag og þeir lömdu okkur svoleiðis eins og harðfisk. Við svöruðum því ekki hinu megin á vellinum, því miður. Það þarf bara að fara í einhverja rannsóknarvinnu í kollinum á strákunum til þess að fá þá til að performa vörn.” Guðmundi fannst rauða spjaldið á Alexander vera réttlætanlegt. „Það var bara rautt spjald, það er ekki spurning. Ég sá ekki hvað gerðist á undan en það á ekki að breyta neinu. Þetta var bara rautt og mér fannst þetta bara vera áras ef eitthvað er.” Dómarar leiksins voru talsvert í sviðsljósinu í dag og var Guðmundur ekkert sérstaklega sáttur með þeirra störf. „Ég er ekki vanur að tjá mig um dómarana en mér fannst þeir eiga mjög slakan dag, svona svipað og varnarleikurinn okkar. Þetta var bara ekki boðlegt.” Fram spila við Selfoss á fimmtudaginn og FH á sunnudaginn og Guðmundur er viss um að hans lið mætti betra til leiks en í kvöld. „Það er bara ný áskorun í hverri viku. Ég trúi því ekki að við eigum tvo svona varnarleiki í röð og við komum grimmir í þann leik.” Snorri Steinn: Háir þeim stundum að vera of góðir varnarmenn Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna var að vonum glaður eftir leik. „Ég er glaður að vinna leikinn, það breytist ekkert.” Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valsmenn voru alltaf skrefi á undan. Snorri var ekki alveg nægilega sáttur með fyrri hálfleikinn en fannst sínir menn gefa í í seinni hálfleik. Mér fannst við ekki alveg jafn skarpir og ég vildi, allavega í fyrri hálfleik, en við vorum þannig séð alltaf með frumkvæðið og alltaf með yfirhöndina. Við vorum að gera fullt af hlutum vel en vörnin var kannski að leka meira en við erum vanir en samt sem áður engin katastrófa.” Þrátt fyrir að vera alltaf með yfirhöndina var Snorri ekkert orðinn rólegur fyrr en í leikslok. „Nei við vorum ekkert með þá, Fram eru með hörkulið svo ég var ekkert rólegur. Við töluðum um það í hálfleik að gefa aðeins í og mér fannst við gera það. Það var gott flæði hjá okkur sóknarlega og margir að skora mörkin, sem er gott.” „Við erum töluvert frá því að vera fullslípaðir,” sagði Snorri þegar hann var spurður að því hversu langt Valsliðið væri frá því að vera fullslípað lið. Alexander Júlíusson fékk rautt spjald í leiknum í kvöld fyrir að fara í andlitið á Andra Heimi Friðriksyni. Þetta er annar leikurinn í röð sem Alexander fékk rautt og voru Valsmenn allt annað en sáttir við dóminn. Snorri sá atvikið ekki nægilega vel en finnst eins og sínir menn fái ekki sömu þolinmæði og aðrir. „Ég sá atvikið ekkert svakalega vel og það getur vel verið að þetta hafi verið rautt spjald, ég ætla ekkert að fullyrða um það. En það er hinsvegar alveg ljóst að það eru fleiri augu á Alexander, Ými og Orra og það er alveg á hreinu að þeir fá ekki sömu þolinmæði og margir aðrir. Mér finnst það stundum há þeim að vera góðir varnarmenn.” Agnar Smári Jónsson fékk högg í andlitið í fyrri hálfleik og þurfti að fara útaf. Hann kom ekkert meira við sögu í leiknum í dag. Snorri Steinn vildi þó ekki meina að meiðsli hafi verið ástæðan fyrir því að hann lék ekki meira í kvöld. „Hann var ekkert meiddur.” Olís-deild karla
Valsmenn sigruðu Fram með 34 mörkum gegn 2 í Origo höllinni í kvöld. Leikurinn var liður í tólftu umferð Olís deildar karla. Fyrir leikinn voru Valur í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig, jafn mörg og Selfoss og Haukar sem sátu í fyrsta og öðru sætinu. Fram voru hinsvegar hinumegin í töflunni í tíunda sæti með sjö stig. Fyrri hálfleikur var mjög jafn en Valur voru alltaf skrefi á undan. Þegar 14 mínutur voru liðnar af leiknum komust Valur fyrst í tveggja marka forystu, 8-6. Fram voru þó aldrei langt undan og þegar 10 sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik voru Valur með þriggja marka forystu, 15-12. Þá tók Guðmundur Helgi, þjálfari Fram, leikhlé til að teikna upp síðustu sókn Fram í hálfleiknum. Það virðist hafa verið frábær teikning því að Aron Gauti náði frábæru skotu sem Daníel Freyr náði ekki að verja í marki Valsmanna. Valsmenn fóru því með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn. Í seinni hálfleik fóru Valsmenn að gefa í og eftir tíu mínútur í seinni hálfleik voru Valur komnir með fimm marka forystu, 24-19. Fram náðu aldrei að ógna Valsmönnum af neinu viti í seinni hálfleik og Valur unnu að lokum nokkuð þægilegan sex marka sigur, 34-28. Atvik leiksins gerðist þegar um 47 mínútur voru búnar af leiknum. Þá fer Alexander Júlíusson, varnarmaður Vals, í andlitið á Andra Heimi, leikmanni Fram. Eftir smá fund hjá dómurunum ákváðu þeir að gefa Alexander rautt spjald við litla hrifningu Valsmanna. Þetta er annar leikurinn í röð sem Alexander fær rautt spjald, en hann fékk rautt spjald gegn Haukum í síðustu umferð. Eftir leikinn eru Valsmenn því komnir í fyrsta sætið en það gæti breyst á morgun þegar Selfoss mæta ÍR og Haukar mæta FH. Fram sitja hinsvegar enn í tíunda sæti. Hvers vegna vann Valur? Valsmenn voru einfaldlega betri aðilinn í dag. Það er í raun sama hvert er litið, hvort sem það er sókn, vörn eða markvarsla, Valur voru með yfirhöndina. Fram náðu að hanga í þeim í fyrri hálfleik en svo skrúfuðu Valur upp hraðann og Framvörnin átti í miklu veseni með þá.Hverjir stóðu upp úr? Í liði Vals voru þeir Magnús Óli og Róbert Aron frábærir í kvöld. Magnús skoraði tólf mörk úr tólf skotum og Róbert skoraði níu mörk úr tíu skotum. Í liði Fram var Þorsteinn Gauti atkvæðamestur með sjö mörk. Næstur þar á eftir komu Valdimar Sigurðsson og Aron Gauti, báðir með fimm mörk.Hvað gekk illa? Vörnin hjá Fram var algerlega hræðileg í dag. Ofan á það fengu Fram nánast enga markvörslu frá Lárusi og Viktori. Ef Fram ætlar sér að halda sér í deildinni og jafnvel komast í úrslitakeppni þá þurfa þeir að þjappa sér saman í vörninni.Hvað gerist næst? Fram spila við Selfoss á fimmtudaginn í Coca Cola bikarnum og eiga svo heimaleik gegn FH næstkomandi sunnudag. Valur spila næst útileik við Gróttu næstkomandi sunnudag. Magnús Óli: Allt inni hjá mér í dag Maður leiksins, Magnús Óli, var að vonum kátur í leikslok. „Við spiluðum bara vel í dag í nánast 60 mínútur bæði varnarlega og sóknarlega. Mér fannst við skynsamir í bæði vörn og sókn.” Magnúsi fannst Valur allan tímann vera með leikinn í sinni hendi. „Já mér fannst það. Við vorum tveimur mörkum yfir í hálfleik og ákváum að stíga aðeins upp í seinni hálfleik. Mér fannst við gera það og við vorum með leikinn nánast allan seinni hálfleikinn.” Magnús var frábær í dag og skoraði tólf mörk úr tólf skotum. „Það var allt inni hjá mér í dag. Það voru tveir eða þrír boltar sem að láku nánast inn. Þetta var bara stöngin inn í dag.” „Við getum tekið allt úr þessum leik með okkur í næsta leik gegn Gróttu,” sagði Magnús að lokum. Guðmundur Helgi: Þetta er ekki boðlegt. Guðmundur Helgi, þjálfari Fram, var mjög ósáttur við varnarleik sinna manna í dag. „Við skildum vörnina bara eftir niðri í Safamýri. Við snertum þá varla, þeir fengu varla fríkast og þetta var bara hræðilega léleg vörn hjá mínum mönnum, því miður. Það voru hlutir í sóknarleiknum sem gengu upp og aðrir sem gengu ekki upp, það er bara eins og í venjulegum leik. Við erum að fá á okkur 34 mörk sem á ekki að geta gerst.” Guðmundi fannst vanta baráttu og trú í sitt lið í dag. „Það vantaði baráttuviljann og trúna á verkefninu. Við vissum að við yrðum lamdir í dag og þeir lömdu okkur svoleiðis eins og harðfisk. Við svöruðum því ekki hinu megin á vellinum, því miður. Það þarf bara að fara í einhverja rannsóknarvinnu í kollinum á strákunum til þess að fá þá til að performa vörn.” Guðmundi fannst rauða spjaldið á Alexander vera réttlætanlegt. „Það var bara rautt spjald, það er ekki spurning. Ég sá ekki hvað gerðist á undan en það á ekki að breyta neinu. Þetta var bara rautt og mér fannst þetta bara vera áras ef eitthvað er.” Dómarar leiksins voru talsvert í sviðsljósinu í dag og var Guðmundur ekkert sérstaklega sáttur með þeirra störf. „Ég er ekki vanur að tjá mig um dómarana en mér fannst þeir eiga mjög slakan dag, svona svipað og varnarleikurinn okkar. Þetta var bara ekki boðlegt.” Fram spila við Selfoss á fimmtudaginn og FH á sunnudaginn og Guðmundur er viss um að hans lið mætti betra til leiks en í kvöld. „Það er bara ný áskorun í hverri viku. Ég trúi því ekki að við eigum tvo svona varnarleiki í röð og við komum grimmir í þann leik.” Snorri Steinn: Háir þeim stundum að vera of góðir varnarmenn Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna var að vonum glaður eftir leik. „Ég er glaður að vinna leikinn, það breytist ekkert.” Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valsmenn voru alltaf skrefi á undan. Snorri var ekki alveg nægilega sáttur með fyrri hálfleikinn en fannst sínir menn gefa í í seinni hálfleik. Mér fannst við ekki alveg jafn skarpir og ég vildi, allavega í fyrri hálfleik, en við vorum þannig séð alltaf með frumkvæðið og alltaf með yfirhöndina. Við vorum að gera fullt af hlutum vel en vörnin var kannski að leka meira en við erum vanir en samt sem áður engin katastrófa.” Þrátt fyrir að vera alltaf með yfirhöndina var Snorri ekkert orðinn rólegur fyrr en í leikslok. „Nei við vorum ekkert með þá, Fram eru með hörkulið svo ég var ekkert rólegur. Við töluðum um það í hálfleik að gefa aðeins í og mér fannst við gera það. Það var gott flæði hjá okkur sóknarlega og margir að skora mörkin, sem er gott.” „Við erum töluvert frá því að vera fullslípaðir,” sagði Snorri þegar hann var spurður að því hversu langt Valsliðið væri frá því að vera fullslípað lið. Alexander Júlíusson fékk rautt spjald í leiknum í kvöld fyrir að fara í andlitið á Andra Heimi Friðriksyni. Þetta er annar leikurinn í röð sem Alexander fékk rautt og voru Valsmenn allt annað en sáttir við dóminn. Snorri sá atvikið ekki nægilega vel en finnst eins og sínir menn fái ekki sömu þolinmæði og aðrir. „Ég sá atvikið ekkert svakalega vel og það getur vel verið að þetta hafi verið rautt spjald, ég ætla ekkert að fullyrða um það. En það er hinsvegar alveg ljóst að það eru fleiri augu á Alexander, Ými og Orra og það er alveg á hreinu að þeir fá ekki sömu þolinmæði og margir aðrir. Mér finnst það stundum há þeim að vera góðir varnarmenn.” Agnar Smári Jónsson fékk högg í andlitið í fyrri hálfleik og þurfti að fara útaf. Hann kom ekkert meira við sögu í leiknum í dag. Snorri Steinn vildi þó ekki meina að meiðsli hafi verið ástæðan fyrir því að hann lék ekki meira í kvöld. „Hann var ekkert meiddur.”
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti