Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - KA 25-26 | Montrétturinn áfram hjá KA-mönnum Arnar Geir Halldórsson í íþróttahöllinni á Akureyri skrifar 8. desember 2018 20:45 Áki Egilsnes var markahæstur í liði KA. Vísir/Bára Akureyri Handboltafélag fékk KA í heimsókn í fyrsta leik 12.umferðar Olís-deildar karla í Íþróttahöllina á Akureyri í kvöld að viðstöddu fjölmenni enda um að ræða hatramman nágrannaslag tveggja liða sem eru tiltölulega nýbúin að slíta samstarfi en félögin léku sameinuð undir merkjum Akureyrar um árabil áður en KA sleit sig úr samstarfinu fyrir einu og hálfu ári síðan. Liðin mættust í KA-heimilinu í fyrstu umferð deildarinnar í haust og þar höfðu KA-menn betur með einu marki eftir hádramatískar lokamínútur. Leikurinn í kvöld var jafn á öllum tölum til að byrja með, fyrstu fimmtán mínúturnar eða svo. Raunar skiptust liðin bara á að skora þar sem varnarleikur beggja liða var ekki til staðar og sama má segja um markvörsluna. Þegar leið á hálfleikinn sigu gestirnir hins vegar fram úr og þeir höfðu fjögurra marka forskot í leikhléi, 14-18. Segja má að sóknarleikur beggja liða hafi farið í baklás í síðari hálfleik en heimamönnum tókst þó að saxa niður forskot KA og úr urðu spennandi lokamínútur. Heimamenn komust þó aldrei nær en einu marki og fór að lokum svo að KA vann eins marks sigur, 25-26.Afhverju vann KA?KA-menn virtust geta skorað að vild í fyrri hálfleik og það má segja að það hafi lagt grunninn að sigrinum. Varnarleikur heimamanna afleitur og markvarslan engin þar til Arnar Þór Fylkisson kom inn í markið og hrökk í gang. Í kjölfarið náði Akureyri að færast nær KA þrátt fyrir að ná litlu flæði í uppstilltan sóknarleik allan leikinn. Þegar á reyndi undir lokin steig Jovan Kukobat upp og varði dauðafæri á mikilvægum augnablikum sem gerði það að verkum að Akureyri náði aldrei að komast nær en einu marki frá KA.Hverjir stóðu upp úr? Í raun átti enginn leikmaður heilsteyptan góðan leik allan tímann nema Arnar Þór Fylkisson, markvörður Akureyrar, sem kom inn af bekknum og varði 14 skot, með 50% markvörslu. Virðist njóta sín í botn í þessum leikjum. Í sigurliðinu var Áki Egilsnes óstöðvandi í fyrri hálfleik þegar KA byggði upp forskot sem dugði út leikinn. Hann átti hins vegar erfitt uppdráttar í síðari hálfleik. Jovan Kukobat steig upp á mikilvægum augnablikum í leiknum og hjálpaði sínu liði yfir síðasta hjallann. Þá verður einnig að nefna Hafþór Vignisson hérna líka þó hann skori ekki nema 3 mörk úr 7 skotum í tapliði. Skyttan unga lagði upp 8 mörk í leiknum og var, eins og stundum áður, allt í öllu í sóknarleik Akureyrar og fékk litla sem enga hjálp frá skyttunum vinstra megin.Hvað gekk illa?Þegar leið á leikinn virtist vera sem spennustigið sem fylgir því að spila fyrir framan troðfulla Íþróttahöll væri að stíga mörgum leikmönnum til höfuðs. Uppstilltur sóknarleikur beggja liða gekk í raun bölvanlega. Um tíma leit þetta út eins og KA-menn væru að reyna að kasta sigrinum frá sér en að Akureyringar vildu ekki nýta sér það. Klaufaleg mistök og slæm færanýting áberandi þegar mest lá við á báða bóga. Sóknarleikur KA var ívið betri og munaði þá aðallega um að þeir voru að fá ógnanir úr fleiri stöðum á vellinum á meðan sóknarleikur Akureyrar var rosalega einhæfur.Hvað er næst?Bæði lið voru að kveðja heimabæinn á þessu ári því Akureyri Handboltafélag heimsækir Selfyssinga í síðasta leik sínum fyrir jólafrí á meðan KA-menn fara í Hafnarfjörð og leika gegn Haukum. Heimir Örn: Vissi að þetta myndi vinnast með einu markiHeimir Örn ÁrnasonHeimir Örn Árnason, annar þjálfara KA og mikilvægasti varnarmaður liðsins, þurfti að horfa á lokamínúturnar úr stúkunni eftir að hafa verið vikið af velli rúmum tíu mínútum fyrir leikslok. „Mér líður frábærlega. Það eru blendnar tilfinningar hjá mér þar sem ég lét reka mig klaufalega út af. Strákarnir kláruðu þetta en ég vissi allan tímann að þessi leikur myndi vinnast með einu svo ég var aldrei rólegur,“ sagði Heimir í leikslok. KA-menn náðu að búa til gott forskot um miðbik leiksins en samt urðu lokamínúturnar æsispennandi. Hvað útskýrir það? „Ég held það sé bara þetta týpiska stress. Ég er frekar óánægður með strákana síðustu 10 mínúturnar í sókninni. Við vorum að slútta of snemma.“ „Við vorum of lengi í gang varnarlega. Ég held það hafi verið 10-10 eftir 12 mínútur eða eitthvað. Þetta var orðið frekar vandræðalegt fyrir okkur varnarjaxlana en svo þéttist vörnin og þá náðum við þessu forskoti,“ segir Heimir. Hann gat vart komið því í orð hversu mikilvægur þessi sigur væri fyrir KA-menn. „Þetta er fjögurra stiga leikur. Við erum búnir að vera að klúðra þessum fjögurra stiga leikjum, gegn Gróttu og Fram. Þessi sigur gefur okkur ótrúlega mikið og það að vera komnir með tíu stig er ótrúlega mikilvægt fyrir okkur. Þetta er svakalega þéttur pakki og verður spenna fram í síðustu umferð,“ sagði reynsluboltinn, Heimir Örn Árnason að lokum. Sverre: Að mörgu leyti stoltur af strákunumSverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar.Vísir/BáraSverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, var að vonum brúnaþungur eftir að hafa horft á lið sitt tapa fyrir erkifjendunum með minnsta mögulega mun, öðru sinni í vetur. „Tilfinningin er náttúrulega ekki góð. Að mörgu leyti er ég mjög stoltur af liðinu. Við gerum okkur erfitt fyrir í fyrri hálfleik, erum ekki að fylgja skipulaginu og missum þá svolítið frá okkur. Við gáfumst samt aldrei upp og með smá heppni undir lokin hefðum við kannski getað stolið þessu,“ sagði Sverre. Akureyri missti gestina fram úr sér um miðbik leiksins. Hvað olli því? „Sitt lítið af hverju. Varnarlega vorum við ekki í þeim gír sem við ætluðum okkar að vera í. Þú þarft að hafa alla um borð og okkur fannst við ekki vera að ná nógu góðri tengingu okkar á milli í byrjun. Svo kom það betur og betur. Hins vegar er það ákvarðanataka á ákveðnum tímapunktum í leiknum sem gerir okkur erfitt um vik,“ sagði Sverre en þrátt fyrir vonbrigðin var engan bilbug á honum að finna. „Það er bara næsti leikur. Það tekur kannski einn extra dag að jafna sig eftir svona leik en við erum bara að berjast fyrir lífi okkar og hver raun skiptir máli.“ „Það er okkar þjálfaranna að gera samkeppnishæft lið úr því sem við höfum í hverjum leik og sú vinna byrjar strax á mánudag eða þriðjudag og Selfoss er næst. Svo nýtum við janúar vel og við látum þetta ekki slá okkur útaf laginu,“ sagði Sverre að lokum Olís-deild karla
Akureyri Handboltafélag fékk KA í heimsókn í fyrsta leik 12.umferðar Olís-deildar karla í Íþróttahöllina á Akureyri í kvöld að viðstöddu fjölmenni enda um að ræða hatramman nágrannaslag tveggja liða sem eru tiltölulega nýbúin að slíta samstarfi en félögin léku sameinuð undir merkjum Akureyrar um árabil áður en KA sleit sig úr samstarfinu fyrir einu og hálfu ári síðan. Liðin mættust í KA-heimilinu í fyrstu umferð deildarinnar í haust og þar höfðu KA-menn betur með einu marki eftir hádramatískar lokamínútur. Leikurinn í kvöld var jafn á öllum tölum til að byrja með, fyrstu fimmtán mínúturnar eða svo. Raunar skiptust liðin bara á að skora þar sem varnarleikur beggja liða var ekki til staðar og sama má segja um markvörsluna. Þegar leið á hálfleikinn sigu gestirnir hins vegar fram úr og þeir höfðu fjögurra marka forskot í leikhléi, 14-18. Segja má að sóknarleikur beggja liða hafi farið í baklás í síðari hálfleik en heimamönnum tókst þó að saxa niður forskot KA og úr urðu spennandi lokamínútur. Heimamenn komust þó aldrei nær en einu marki og fór að lokum svo að KA vann eins marks sigur, 25-26.Afhverju vann KA?KA-menn virtust geta skorað að vild í fyrri hálfleik og það má segja að það hafi lagt grunninn að sigrinum. Varnarleikur heimamanna afleitur og markvarslan engin þar til Arnar Þór Fylkisson kom inn í markið og hrökk í gang. Í kjölfarið náði Akureyri að færast nær KA þrátt fyrir að ná litlu flæði í uppstilltan sóknarleik allan leikinn. Þegar á reyndi undir lokin steig Jovan Kukobat upp og varði dauðafæri á mikilvægum augnablikum sem gerði það að verkum að Akureyri náði aldrei að komast nær en einu marki frá KA.Hverjir stóðu upp úr? Í raun átti enginn leikmaður heilsteyptan góðan leik allan tímann nema Arnar Þór Fylkisson, markvörður Akureyrar, sem kom inn af bekknum og varði 14 skot, með 50% markvörslu. Virðist njóta sín í botn í þessum leikjum. Í sigurliðinu var Áki Egilsnes óstöðvandi í fyrri hálfleik þegar KA byggði upp forskot sem dugði út leikinn. Hann átti hins vegar erfitt uppdráttar í síðari hálfleik. Jovan Kukobat steig upp á mikilvægum augnablikum í leiknum og hjálpaði sínu liði yfir síðasta hjallann. Þá verður einnig að nefna Hafþór Vignisson hérna líka þó hann skori ekki nema 3 mörk úr 7 skotum í tapliði. Skyttan unga lagði upp 8 mörk í leiknum og var, eins og stundum áður, allt í öllu í sóknarleik Akureyrar og fékk litla sem enga hjálp frá skyttunum vinstra megin.Hvað gekk illa?Þegar leið á leikinn virtist vera sem spennustigið sem fylgir því að spila fyrir framan troðfulla Íþróttahöll væri að stíga mörgum leikmönnum til höfuðs. Uppstilltur sóknarleikur beggja liða gekk í raun bölvanlega. Um tíma leit þetta út eins og KA-menn væru að reyna að kasta sigrinum frá sér en að Akureyringar vildu ekki nýta sér það. Klaufaleg mistök og slæm færanýting áberandi þegar mest lá við á báða bóga. Sóknarleikur KA var ívið betri og munaði þá aðallega um að þeir voru að fá ógnanir úr fleiri stöðum á vellinum á meðan sóknarleikur Akureyrar var rosalega einhæfur.Hvað er næst?Bæði lið voru að kveðja heimabæinn á þessu ári því Akureyri Handboltafélag heimsækir Selfyssinga í síðasta leik sínum fyrir jólafrí á meðan KA-menn fara í Hafnarfjörð og leika gegn Haukum. Heimir Örn: Vissi að þetta myndi vinnast með einu markiHeimir Örn ÁrnasonHeimir Örn Árnason, annar þjálfara KA og mikilvægasti varnarmaður liðsins, þurfti að horfa á lokamínúturnar úr stúkunni eftir að hafa verið vikið af velli rúmum tíu mínútum fyrir leikslok. „Mér líður frábærlega. Það eru blendnar tilfinningar hjá mér þar sem ég lét reka mig klaufalega út af. Strákarnir kláruðu þetta en ég vissi allan tímann að þessi leikur myndi vinnast með einu svo ég var aldrei rólegur,“ sagði Heimir í leikslok. KA-menn náðu að búa til gott forskot um miðbik leiksins en samt urðu lokamínúturnar æsispennandi. Hvað útskýrir það? „Ég held það sé bara þetta týpiska stress. Ég er frekar óánægður með strákana síðustu 10 mínúturnar í sókninni. Við vorum að slútta of snemma.“ „Við vorum of lengi í gang varnarlega. Ég held það hafi verið 10-10 eftir 12 mínútur eða eitthvað. Þetta var orðið frekar vandræðalegt fyrir okkur varnarjaxlana en svo þéttist vörnin og þá náðum við þessu forskoti,“ segir Heimir. Hann gat vart komið því í orð hversu mikilvægur þessi sigur væri fyrir KA-menn. „Þetta er fjögurra stiga leikur. Við erum búnir að vera að klúðra þessum fjögurra stiga leikjum, gegn Gróttu og Fram. Þessi sigur gefur okkur ótrúlega mikið og það að vera komnir með tíu stig er ótrúlega mikilvægt fyrir okkur. Þetta er svakalega þéttur pakki og verður spenna fram í síðustu umferð,“ sagði reynsluboltinn, Heimir Örn Árnason að lokum. Sverre: Að mörgu leyti stoltur af strákunumSverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar.Vísir/BáraSverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, var að vonum brúnaþungur eftir að hafa horft á lið sitt tapa fyrir erkifjendunum með minnsta mögulega mun, öðru sinni í vetur. „Tilfinningin er náttúrulega ekki góð. Að mörgu leyti er ég mjög stoltur af liðinu. Við gerum okkur erfitt fyrir í fyrri hálfleik, erum ekki að fylgja skipulaginu og missum þá svolítið frá okkur. Við gáfumst samt aldrei upp og með smá heppni undir lokin hefðum við kannski getað stolið þessu,“ sagði Sverre. Akureyri missti gestina fram úr sér um miðbik leiksins. Hvað olli því? „Sitt lítið af hverju. Varnarlega vorum við ekki í þeim gír sem við ætluðum okkar að vera í. Þú þarft að hafa alla um borð og okkur fannst við ekki vera að ná nógu góðri tengingu okkar á milli í byrjun. Svo kom það betur og betur. Hins vegar er það ákvarðanataka á ákveðnum tímapunktum í leiknum sem gerir okkur erfitt um vik,“ sagði Sverre en þrátt fyrir vonbrigðin var engan bilbug á honum að finna. „Það er bara næsti leikur. Það tekur kannski einn extra dag að jafna sig eftir svona leik en við erum bara að berjast fyrir lífi okkar og hver raun skiptir máli.“ „Það er okkar þjálfaranna að gera samkeppnishæft lið úr því sem við höfum í hverjum leik og sú vinna byrjar strax á mánudag eða þriðjudag og Selfoss er næst. Svo nýtum við janúar vel og við látum þetta ekki slá okkur útaf laginu,“ sagði Sverre að lokum
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti