Þúsundir hafa dáið eða horfið á leið til Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2018 16:51 Menn klifra yfir girðingu á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. AP/Ramon Espinosa Þúsundir þeirra sem hafa flúið frá Suður- og Mið-Ameríku hafa dáið eða horfið á leið til Bandaríkjanna. Margir þeirra voru á flótta frá ofbeldi og glæpum og urðu fórnarlömb þessa á leiðinni til betra lífs. Niðurstaða rannsóknar AP fréttaveitunnar er að tæplega fjögur þúsund hafi dáið á undanförnum fjórum árum. Í frétt AP er tekið fram að sú tala sé hærri en áætlun Sameinuðu þjóðanna um um það bil 1.500 og þó sé hún líklegast of lág. Mörg lík kunni að vera týnd í eyðimörkinni og fjölskyldur týndra hafi mögulega ekki tilkynnt viðkomandi til lögreglu þar sem þeir voru mögulega að reyna að komast til Bandaríkjanna með ólöglegum hætti.Mexíkó virðist vera hættulegasti hluti leiðarinnar til Bandaríkjanna og hafa fjölmargir horfið eða verið myrtir þar. Þá hefur það reynst fjölskyldum erfitt að komast að því hvað kom fyrir fjölskyldumeðlimi þeirra og þá bæði vegna mikillar skriffinnsku og ótta fólks við glæpasamtök. Sem dæmi er rifjað upp þegar lík 72 fundust á búgarði í Tamaulipas í suðurhluta Mexíkó árið 2010. Meðlimir Zetas-samtakanna höfðu stöðvað sendiferðabíla sem fólkið ferðaðist með og farið með þau á búgarðinn. Þar voru þau spurð hvort þau vildu ganga til liðs við glæpasamtökin. Einn sagði já. Hin voru bundin niður, bundið var fyrir augun á þeim og þau skotin til bana. Einum tókst að flýja og tilkynna fjöldamorðið til yfirvalda. AP ræddi við ömmu eins þeirra sem var myrtur. Hún og fjölskylda hennar höfðu varið árum í að reyna að komast að því hvar Wilmer Gerardo Nunez, frá Hondúras, væri niðurkominn. Án þess að fá svör. Það var ekki fyrr en í september 2013, eftir að Mexíkó gerði samkomulag við rannsakendur frá Argentínu um að bera kennsl á rúmlega tvö hundruð lík úr þremur fjöldagröfum, sem það uppgötvaðist að Nunez hefði verið í fjöldagröfinni. Blaðamenn AP sem fóru yfir gögn yfirvalda Mexíkó vegna fjöldamorðsins og komust að því hver hann væri. Amman hefði getað fengið svör nánast um leið og upp komst um morðin en upplýsingarnar týndust í skriffinnsku Mexíkó. Enn er ekki búið að bera kennsl á níu aðila og enginn hefur verið handtekinn vegna morðanna. Bandaríkin Mexíkó Mið-Ameríka Norður-Ameríka Suður-Ameríka Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Þúsundir þeirra sem hafa flúið frá Suður- og Mið-Ameríku hafa dáið eða horfið á leið til Bandaríkjanna. Margir þeirra voru á flótta frá ofbeldi og glæpum og urðu fórnarlömb þessa á leiðinni til betra lífs. Niðurstaða rannsóknar AP fréttaveitunnar er að tæplega fjögur þúsund hafi dáið á undanförnum fjórum árum. Í frétt AP er tekið fram að sú tala sé hærri en áætlun Sameinuðu þjóðanna um um það bil 1.500 og þó sé hún líklegast of lág. Mörg lík kunni að vera týnd í eyðimörkinni og fjölskyldur týndra hafi mögulega ekki tilkynnt viðkomandi til lögreglu þar sem þeir voru mögulega að reyna að komast til Bandaríkjanna með ólöglegum hætti.Mexíkó virðist vera hættulegasti hluti leiðarinnar til Bandaríkjanna og hafa fjölmargir horfið eða verið myrtir þar. Þá hefur það reynst fjölskyldum erfitt að komast að því hvað kom fyrir fjölskyldumeðlimi þeirra og þá bæði vegna mikillar skriffinnsku og ótta fólks við glæpasamtök. Sem dæmi er rifjað upp þegar lík 72 fundust á búgarði í Tamaulipas í suðurhluta Mexíkó árið 2010. Meðlimir Zetas-samtakanna höfðu stöðvað sendiferðabíla sem fólkið ferðaðist með og farið með þau á búgarðinn. Þar voru þau spurð hvort þau vildu ganga til liðs við glæpasamtökin. Einn sagði já. Hin voru bundin niður, bundið var fyrir augun á þeim og þau skotin til bana. Einum tókst að flýja og tilkynna fjöldamorðið til yfirvalda. AP ræddi við ömmu eins þeirra sem var myrtur. Hún og fjölskylda hennar höfðu varið árum í að reyna að komast að því hvar Wilmer Gerardo Nunez, frá Hondúras, væri niðurkominn. Án þess að fá svör. Það var ekki fyrr en í september 2013, eftir að Mexíkó gerði samkomulag við rannsakendur frá Argentínu um að bera kennsl á rúmlega tvö hundruð lík úr þremur fjöldagröfum, sem það uppgötvaðist að Nunez hefði verið í fjöldagröfinni. Blaðamenn AP sem fóru yfir gögn yfirvalda Mexíkó vegna fjöldamorðsins og komust að því hver hann væri. Amman hefði getað fengið svör nánast um leið og upp komst um morðin en upplýsingarnar týndust í skriffinnsku Mexíkó. Enn er ekki búið að bera kennsl á níu aðila og enginn hefur verið handtekinn vegna morðanna.
Bandaríkin Mexíkó Mið-Ameríka Norður-Ameríka Suður-Ameríka Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira