Verðlaunablaðamaður viðurkenndi að hafa skáldað fjölda frétta Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. desember 2018 19:16 Der Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í 70 ára sögu miðilsins. AP/Kay Nietfeld Þýska fréttatímaritið Der Spiegel hefur látið verðlaunablaðamann fjúka eftir ásakanir á hendur honum þess efnis að hann hafi falsað tilvitnanir og smáatriði í fjölda greina. Claas Relotius er þannig talinn hafa falsað fréttir í stórum stíl og jafnvel skáldað einstaklinga að því er kemur fram í yfirlýsingu frá Der Spiegel. Meðal greina sem hann er talinn hafa falsað voru stórar umfjallanir sem höfðu verið tilnefndar eða jafnvel unnið til verðlauna. Relotius, sem er 33 ára gamall, játaði að hafa blekkt lesendur í 14 greinum sem höfðu verið birtar í Der Spiegel. Í yfirlýsingu frá miðlinum sagði að nú væri unnið að því að komast að hversu umfangsmiklar blekkingarnar væru. Samstarfsmaður Relotius vakti athygli á blekkingarleiknum eftir að hafa unnið með honum að grein og þótti honum fréttaöflun hans sérkennileg. Eftir að hafa neitað öllum slíkum ásökunum í fyrstu játaði Relotius í síðustu viku að hafa skáldað heilu málsgreinar í nokkrum greinum.Vitnaði í fólk sem hann hafði aldrei hitt Í einhverjum tilfellum er hann sagður hafa talað um einstaklinga sem hann hafi aldrei hitt eða talað við. „Hann segir sjálfur að það séu minnst fjórtán slík tilfelli,“ segir í tilkynningu frá Der Spiegel og þar er því velt upp að fölsuðu greinarnar geti verið töluvert fleiri. Þar segir jafnframt að Relotius hafi sýnt af sér einbeittan brotavilja. Í ljós hefur komið að grein eftir hann um innflytjendamál og spennuna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafi hann skáldað upplýsingar um handmálað skilti þar sem Mexíkóbúum var sagt að koma sér í burtu. Falsaðar upplýsingar birtust einnig í grein um fanga í Guantanamo Bay og í grein um NFL leikmanninn fyrrverandi Colin Kaepernick. Relotius hóf störf hjá Der Spiegel sem lausamaður árið 2011 og sagðist sjá mjög eftir gjörðum sínum og skammast sín. Hann hefur skrifað rúmlega 60 greinar fyrir tímaritið og segir hann að margar þeirra séu réttar. Der Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í 70 ára sögu miðilsins. Fjölmiðlar Þýskaland Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Sjá meira
Þýska fréttatímaritið Der Spiegel hefur látið verðlaunablaðamann fjúka eftir ásakanir á hendur honum þess efnis að hann hafi falsað tilvitnanir og smáatriði í fjölda greina. Claas Relotius er þannig talinn hafa falsað fréttir í stórum stíl og jafnvel skáldað einstaklinga að því er kemur fram í yfirlýsingu frá Der Spiegel. Meðal greina sem hann er talinn hafa falsað voru stórar umfjallanir sem höfðu verið tilnefndar eða jafnvel unnið til verðlauna. Relotius, sem er 33 ára gamall, játaði að hafa blekkt lesendur í 14 greinum sem höfðu verið birtar í Der Spiegel. Í yfirlýsingu frá miðlinum sagði að nú væri unnið að því að komast að hversu umfangsmiklar blekkingarnar væru. Samstarfsmaður Relotius vakti athygli á blekkingarleiknum eftir að hafa unnið með honum að grein og þótti honum fréttaöflun hans sérkennileg. Eftir að hafa neitað öllum slíkum ásökunum í fyrstu játaði Relotius í síðustu viku að hafa skáldað heilu málsgreinar í nokkrum greinum.Vitnaði í fólk sem hann hafði aldrei hitt Í einhverjum tilfellum er hann sagður hafa talað um einstaklinga sem hann hafi aldrei hitt eða talað við. „Hann segir sjálfur að það séu minnst fjórtán slík tilfelli,“ segir í tilkynningu frá Der Spiegel og þar er því velt upp að fölsuðu greinarnar geti verið töluvert fleiri. Þar segir jafnframt að Relotius hafi sýnt af sér einbeittan brotavilja. Í ljós hefur komið að grein eftir hann um innflytjendamál og spennuna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafi hann skáldað upplýsingar um handmálað skilti þar sem Mexíkóbúum var sagt að koma sér í burtu. Falsaðar upplýsingar birtust einnig í grein um fanga í Guantanamo Bay og í grein um NFL leikmanninn fyrrverandi Colin Kaepernick. Relotius hóf störf hjá Der Spiegel sem lausamaður árið 2011 og sagðist sjá mjög eftir gjörðum sínum og skammast sín. Hann hefur skrifað rúmlega 60 greinar fyrir tímaritið og segir hann að margar þeirra séu réttar. Der Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í 70 ára sögu miðilsins.
Fjölmiðlar Þýskaland Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Sjá meira