Fótbolti

Helgi Kolviðs tekinn við Liechtenstein

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Helgi og Heimir stýrðu Íslandi saman á HM í Rússlandi.
Helgi og Heimir stýrðu Íslandi saman á HM í Rússlandi. Vísir/getty
Helgi Kolviðsson er orðinn landsliðsþjálfari Liechtenstein. Hann var kynntur til leiks á fréttamannafundi nú rétt í þessu samkvæmt frétt Fótbolta.net.

Greint var frá því á dögunum að Helgi væri í viðræðum við Liechtenstein. Viðræðunum lauk í gær og hefur Helgi nú skrifað undir samning við sambandið.

Helgi tók við starfi aðstoðarþjálfara íslenska karlalandsliðsins sumarið 2016 eftir að Lars Lagerbäck hætti og Heimir Hallgrímsson var orðinn einn aðallandsliðsþjálfari.

Hann var í því starfi þar til Heimir hætti í sumar og fór með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi.

Helgi þjálfaði áður í Austurríki.

Liechtenstein er í 173. sæti styrkleikalista FIFA og spilar í riðli með Ítalíu, Bosníu og Hersegóvínu, Finnlandi, Grikklandi og Armeníu í undankeppni EM 2020 sem hefst í mars.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×