Fækkun viðhaldsdaga gæti aukið tekjur af virkjunum Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2018 21:15 Matthildur María Guðmundsdóttir vélaverkfræðingur er verkefnisstjóri í viðhalds- og endurbótaverkefnum Landsvirkjunar á Þjórsársvæði. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Sérfræðingar Landsvirkjunar leita nú leiða til að stytta viðhaldstíma virkjana en hver dagur sem sparast gefur færi á verulegum tekjuauka. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Tekjur Landsvirkjunar á þessu ári stefna í að verða nærri 60 milljarðar króna, eða yfir 160 milljónir króna á hverjum einasta degi að jafnaði. Nærri helmingur raforkuframleiðslu fyrirtækisins er á Þjórsársvæðinu. Starfsmennirnir sem þar sjá um að stöðvarnar gangi snurðulaust allan sólarhringinn hafa því verðmætt fjöregg í höndunum. Þeirra á meðal er vélaverkfræðingurinn Matthildur María Guðmundsdóttir, en hún stýrir núna áhugaverðu verkefni á svæðinu. „Hvernig við getum stytt viðhaldsstoppin á vélunum. Í staðinn fyrir að vera kannski viku, - að stytta það niður í fimm daga eða fjóra,“ segir Matthildur. Frá Hrauneyjafossvirkjun. Hún er næststærsta virkjunin á Þjórsársvæðinu, á eftir Búrfellsvirkjun 1.Mynd/Landsvirkjun.Landsvirkjunarmenn gefa ekki upp tekjur af einstökum virkjunum. Þó má áætla að verðmæti raforku frá virkjun eins og Hrauneyjafossi geti numið tólf til fjórtán milljónum króna á dag, en þar eru þrjár aflvélar. Það felast því mikil tækifæri í því að stytta þann tíma sem fer í ársskoðun á hverri vél. Hver vél er tekin í ástandsskoðun á hverju ári en ársskoðanir eru misstórar, að sögn Matthildar. „Það eru núna átján vélar á svæðinu sem þurfa að fara í þetta ferli. Og ef þetta er alltaf vika sem hver skoðun tekur, alveg lágmark, þá eru það náttúrlega bara átján vikur á árinu sem fara í ársskoðun,“ segir Matthildur. Nýjasta aflvélin, í Búrfelli 2, er sú nítjánda í röðinni á svæðinu en hún fer í fyrstu ársskoðun á næsta ári. Rætt var við Matthildi og fleiri starfsmenn á Þjórsársvæðinu í þættinum „Um land allt“, sem frumsýndur var á Stöð 2 þann 3. desember. Þáttinn má nálgast á efnisveitum Sýnar. Frétt Stöðvar 2 í kvöld má sjá hér: Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Síðast fór Hekla af stað þegar ýtt var á takkann Smíði Búrfellsvirkjunar tvö er nú á lokametrunum eftir aðeins tveggja ára framkvæmdatíma og stefnt að gangsetningu eftir tvær vikur. 15. júní 2018 21:45 Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30 Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. 31. október 2018 19:00 Hornsteinn lagður að nýrri aflstöð: „Blessun fylgi Búrfellsstöð II“ Búrfellsstöð tvö, átjánda aflstöð Landsvirkjunar, var gangsett í dag. Stöðvarhús virkjunarinnar er neðanjarðar en með stöðinni eykst orkugeta raforkuversins um allt að 300 GWst. Í ár eru hundrað ár síðan fyrstu hugmyndir að virkjun á milli Búrfells og Sámsstaðamúla komu fram en stöðin sem gangsett var í dag er einmitt staðsett þar, nokkur hundruð metra inni í Sámstaðaklifi. 28. júní 2018 20:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Sérfræðingar Landsvirkjunar leita nú leiða til að stytta viðhaldstíma virkjana en hver dagur sem sparast gefur færi á verulegum tekjuauka. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Tekjur Landsvirkjunar á þessu ári stefna í að verða nærri 60 milljarðar króna, eða yfir 160 milljónir króna á hverjum einasta degi að jafnaði. Nærri helmingur raforkuframleiðslu fyrirtækisins er á Þjórsársvæðinu. Starfsmennirnir sem þar sjá um að stöðvarnar gangi snurðulaust allan sólarhringinn hafa því verðmætt fjöregg í höndunum. Þeirra á meðal er vélaverkfræðingurinn Matthildur María Guðmundsdóttir, en hún stýrir núna áhugaverðu verkefni á svæðinu. „Hvernig við getum stytt viðhaldsstoppin á vélunum. Í staðinn fyrir að vera kannski viku, - að stytta það niður í fimm daga eða fjóra,“ segir Matthildur. Frá Hrauneyjafossvirkjun. Hún er næststærsta virkjunin á Þjórsársvæðinu, á eftir Búrfellsvirkjun 1.Mynd/Landsvirkjun.Landsvirkjunarmenn gefa ekki upp tekjur af einstökum virkjunum. Þó má áætla að verðmæti raforku frá virkjun eins og Hrauneyjafossi geti numið tólf til fjórtán milljónum króna á dag, en þar eru þrjár aflvélar. Það felast því mikil tækifæri í því að stytta þann tíma sem fer í ársskoðun á hverri vél. Hver vél er tekin í ástandsskoðun á hverju ári en ársskoðanir eru misstórar, að sögn Matthildar. „Það eru núna átján vélar á svæðinu sem þurfa að fara í þetta ferli. Og ef þetta er alltaf vika sem hver skoðun tekur, alveg lágmark, þá eru það náttúrlega bara átján vikur á árinu sem fara í ársskoðun,“ segir Matthildur. Nýjasta aflvélin, í Búrfelli 2, er sú nítjánda í röðinni á svæðinu en hún fer í fyrstu ársskoðun á næsta ári. Rætt var við Matthildi og fleiri starfsmenn á Þjórsársvæðinu í þættinum „Um land allt“, sem frumsýndur var á Stöð 2 þann 3. desember. Þáttinn má nálgast á efnisveitum Sýnar. Frétt Stöðvar 2 í kvöld má sjá hér:
Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Síðast fór Hekla af stað þegar ýtt var á takkann Smíði Búrfellsvirkjunar tvö er nú á lokametrunum eftir aðeins tveggja ára framkvæmdatíma og stefnt að gangsetningu eftir tvær vikur. 15. júní 2018 21:45 Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30 Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. 31. október 2018 19:00 Hornsteinn lagður að nýrri aflstöð: „Blessun fylgi Búrfellsstöð II“ Búrfellsstöð tvö, átjánda aflstöð Landsvirkjunar, var gangsett í dag. Stöðvarhús virkjunarinnar er neðanjarðar en með stöðinni eykst orkugeta raforkuversins um allt að 300 GWst. Í ár eru hundrað ár síðan fyrstu hugmyndir að virkjun á milli Búrfells og Sámsstaðamúla komu fram en stöðin sem gangsett var í dag er einmitt staðsett þar, nokkur hundruð metra inni í Sámstaðaklifi. 28. júní 2018 20:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Síðast fór Hekla af stað þegar ýtt var á takkann Smíði Búrfellsvirkjunar tvö er nú á lokametrunum eftir aðeins tveggja ára framkvæmdatíma og stefnt að gangsetningu eftir tvær vikur. 15. júní 2018 21:45
Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30
Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið. 31. október 2018 19:00
Hornsteinn lagður að nýrri aflstöð: „Blessun fylgi Búrfellsstöð II“ Búrfellsstöð tvö, átjánda aflstöð Landsvirkjunar, var gangsett í dag. Stöðvarhús virkjunarinnar er neðanjarðar en með stöðinni eykst orkugeta raforkuversins um allt að 300 GWst. Í ár eru hundrað ár síðan fyrstu hugmyndir að virkjun á milli Búrfells og Sámsstaðamúla komu fram en stöðin sem gangsett var í dag er einmitt staðsett þar, nokkur hundruð metra inni í Sámstaðaklifi. 28. júní 2018 20:00