Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Afturelding 31-25 │Björgvin skaut Aftureldingu í kaf Svava Kristín Gretarsdóttir í Austurbergi skrifar 17. desember 2018 22:00 Vísir/Bára ÍR lagði Aftureldingu með 6 mörkum í Austurbergi í kvöld, 31-25. Eftir jafnan fyrri hálfleik leiddi ÍR með tveimur mörkum, 15-13. Björgvin Þór Hólmgeirsson var atkvæðamestur í liði ÍR með 13 mörk og Stephen Nilsen varði 12 bolta. Birkir Benediktsson skoraði 6 mörk fyrir Aftureldingu og markverðirnir tóku 8 bolta. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og staðan jöfn eftir fyrsta stundarfjórðunginn, 6-6. Björgvin Hólmgeirsson og Birkir Benediktsson sáu um að skora fyrir sín lið, Björgvin var með 7 mörk í fyrri hálfleiknum og flest mörkin fyrir utan en Afturelding fékk litla sem enga markvörslu frá óreyndum markvörðum sínum. Mosfellingar söknuðu ekki aðeins Arnórs Freys Stefánssonar, því Pálmar Pétursson var ekki heldur á skýrslu í kvöld. ÍR náði smá forskoti þegar líða tók á fyrri hálfleikinn en Afturelding aldrei langt undan. Heimamenn leiddu með tveimur mörkum þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks, 15-13. ÍR tók öll völd á vellinum í síðari hálfleik, heimamenn komust í fimm marka forystu á rúmum fimm mínútum og létu þeir þá forystu aldrei af hendi. Þegar mest lét leiddi ÍR með 9 mörkum en þá voru 10 mínútur til leiksloka og sigurinn aldrei í hættu. Sóknarleikur gestanna gekk illa og þegar þeir náðu skoti á marki þá var Stephen Nilsen, markvörður ÍR, oftar en ekki fyrir þeim. Gestirnir komust í smá gír undir lok leiks en það var orðið of seint og lauk leiknum með öruggum sex marka sigri ÍR, 31-25. Af hverju vann ÍR?Þeir spiluðu frábæran leik í kvöld og voru miklu betri en Afturelding. Það er alveg sama hvert litið er, hvort sem það er sóknarleikurinn, vörnin eða markvarslan. Það skiluðu allir sínu og uppskáru sanngjarnan sigur. Hverjir stóðu upp úr?Björgvin Þór Hólmgeirsson var frábær í liði ÍR, hann var atkvæðamestur í sókninni og skoraði 13 mörk. Hann þurfti talsvert að tækifærum til þess en hann var allan tímann ógnandi og skapaði færi fyrir félaga sína. Sveinn Andri Sveinsson var kletturinn í vörninni og bar af þar. Það var þó liðið í heild sinni sem bar af í kvöld, liðsheildin og samvinnan frábær. Það er lítið hægt að hrósa leikmönnum Aftureldingar enEmils Kurzimniesk var atkvæðamestur í vörninni og Birkir Benediktsson var markahæstur með 6 mörk, en hann skoraði þau öll í fyrrihálfleik. Hvað gekk illa? Uppstilltur sóknarleikur var ekki að skila UMFA miklu í kvöld og varð þeim að falli. Þeir söknuðu framlags frá Elvari Ásgeirssyni sem fann sig aldrei í leiknum. Það var ekki sama lið sem mætti til leiks í dag og mætti Haukum í bikarnum fyrir helgi, það var mikill munur á leik gestanna sem áttu ekkert skilið út úr þessum leik. Hvað er framundan? Jólin eru næst á dagskrá og handboltinn tekur sér frí. Olís-deildin hefst aftur 2. febrúar, sjáumst þá.Björgvin var flottur í kvöld.vísir/vilhelmBjörgvin: Skýt nú yfirleitt á markið en það datt inn í dag sem betur fer „Við vorum geggjaðir í dag,“ sagði Björgvin Hólmgeirsson, stórskytta ÍR, eftir sigurinn á Aftureldingu í Olís-deildinni í kvöld. „Það er langt síðan við höfum náð að smella svona saman í vörn og sókn. Mér fannst við bara geggjaðir í vörn, holningin á okkur var bara geðveikt.“ Stephen Nielsen var að finna sig vel í markinu og segir Björgvin að það hafi hjálpað liðinu. „Stephen var að taka alla bolta sem hann átti að taka og það er bara uppskrift að góðum leik.“ „Afturelding er búið að vera á besta rólinu í augnablikinu en þetta var klárlega mjög mikilvægt fyrir okkur.“ ÍR hefur verið í vandræðum framan af tímabili en Björgvin segir að sigurinn hafi verið kærkominn. „Annars hefðum við verið tveimur stigum frá botninum en í staðinn erum við með 11 stig í 6 eða 7 sæti og 8 liða úrslitum í bikar.“ „Þetta er bara fínt veganesti úr því sem komið er, svo fáum við menn úr meiðslum, vonandi og við hlökkum til febrúar.“ Björgvin var funheitur í dag en hann segir að sem betur fer hafi boltinn farið í netið. „Ég veit það ekki. Ég skýt nú yfirleitt á markið en það datt bara inn í dag, sem betur fer,“ sagði Björgvin að lokum.Einar Andri: ÍR vildi þetta meira en viðEinar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var ósáttur með frammistöðu sinna manna í dag. „Eins og venjulega eftir tapleik þá er ég svekktur og er óánægður með okkar leik í dag.“ „Sóknarleikurinn varð okkur að falli. Við vorum óagaðir, lykilmenn voru að spila illa og því fór sem fór. ÍR-ingarnir voru bara að berjast meira en við og vildu þetta meira en við.“ sagði Einar Andri ósáttur með leikinn og framlag lykilmanna. Afturelding var án markvarðanna, Arnórs Freys Stefánssonar og Pálmars Péturssonar í kvöld. Það voru því þeir Björgvin Franz Björgvinsson og Brynjar Vignir Sigurjónsson sem stóðu vaktina. Þeir vörðu lítið í fyrri hálfleik en náðu að klukka nokkra bolta þegar leið á seinni hálfleikinn. Einar Andri hrósar þeirra framlagi og segir það algjörlega vera sóknarleikurinn sem hafi orðið þeim að falli í kvöld. „Ég er mjög ánægður með markverðina, það var sóknarleikurinn sem varð okkur að falli. Við skoruðum 25 mörk í dag og við vissum að það myndi ekki duga.“ Tvö mörk skyldu liðin að í hálfleik en leikur Aftureldingar hrundi svo í síðari hálfleik. Einar vildi þó ekki taka neitt gott úr fyrri hálfleiknum og segir að þetta hafi allt verið jafn lélegt í kvöld. „Mér fannst þetta jafn lélegt í fyrri og seinni ef ég á að segja þér alveg eins og er. Við erum 45% sóknarnýtingu í fyrri hálfleik og það er ekki nóg. Ég er bara óánægður með okkar ákvarðanatökur og hvað við vorum að setja í þetta.“ Bjarni Fritz: Til þess að vera með í mótinu þá þurftum við á sigri að halda „Ég er ótrúlega stoltur af strákunum“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, að leik loknum „Ég er ánægður með karakterinn og viðhorfið sem við mættum með til leiks í dag. Við settum þetta upp þannig að eftir úrslitin í gær, þá værum við í mjög vondum málum ef við myndum ekki vinna þennann leik. Þá værum við komnir alveg niður og myndum missa liðin sem eru fyrir ofan okkur frá okkur“ „og til þess að vera með í mótinu þá þurftum við á sigri að halda. Ég var ekki viss um að þetta myndi virka, ég var smeykur um að ég hafi sett of mikla pressu á þá en þeir stóðu undir því og það var mjög ánægjulegt“ Tvö mörk skyldu liðin að í hálfleik en sigurinn var svo aldrei í hættu í síðari hálfleik. Bjarni segist vera ánægður með fyrri hálfleikinn og að liðið hafi verið að spila hörku góðan leik. Í fyrri hálfleik náði Afturelding að skora nokkur mörk úr seinni bylgju og segir Bjarni að það sé alltof oft sem það er að verða þeim að falli, en í dag náðu þeir að koma í veg fyrir þau mörk. „Við áttum nokkur skot í blokkin hjá þeim sem var að gefa þeim seinni bylgju mörk en við náðum að losa okkur við það lengst af í seinni hálfleik og þeir voru í vandræðum með uppstilltan sóknarleik allan tímann.“ „Ég veit ekki hvað ég væri að gera í fríinu ef við hefðum tapað þessu, þannig að það er bara geðveikt að hafa unnið þennann leik.“ sagði brosandi þjálfarinn að lokum Olís-deild karla
ÍR lagði Aftureldingu með 6 mörkum í Austurbergi í kvöld, 31-25. Eftir jafnan fyrri hálfleik leiddi ÍR með tveimur mörkum, 15-13. Björgvin Þór Hólmgeirsson var atkvæðamestur í liði ÍR með 13 mörk og Stephen Nilsen varði 12 bolta. Birkir Benediktsson skoraði 6 mörk fyrir Aftureldingu og markverðirnir tóku 8 bolta. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og staðan jöfn eftir fyrsta stundarfjórðunginn, 6-6. Björgvin Hólmgeirsson og Birkir Benediktsson sáu um að skora fyrir sín lið, Björgvin var með 7 mörk í fyrri hálfleiknum og flest mörkin fyrir utan en Afturelding fékk litla sem enga markvörslu frá óreyndum markvörðum sínum. Mosfellingar söknuðu ekki aðeins Arnórs Freys Stefánssonar, því Pálmar Pétursson var ekki heldur á skýrslu í kvöld. ÍR náði smá forskoti þegar líða tók á fyrri hálfleikinn en Afturelding aldrei langt undan. Heimamenn leiddu með tveimur mörkum þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks, 15-13. ÍR tók öll völd á vellinum í síðari hálfleik, heimamenn komust í fimm marka forystu á rúmum fimm mínútum og létu þeir þá forystu aldrei af hendi. Þegar mest lét leiddi ÍR með 9 mörkum en þá voru 10 mínútur til leiksloka og sigurinn aldrei í hættu. Sóknarleikur gestanna gekk illa og þegar þeir náðu skoti á marki þá var Stephen Nilsen, markvörður ÍR, oftar en ekki fyrir þeim. Gestirnir komust í smá gír undir lok leiks en það var orðið of seint og lauk leiknum með öruggum sex marka sigri ÍR, 31-25. Af hverju vann ÍR?Þeir spiluðu frábæran leik í kvöld og voru miklu betri en Afturelding. Það er alveg sama hvert litið er, hvort sem það er sóknarleikurinn, vörnin eða markvarslan. Það skiluðu allir sínu og uppskáru sanngjarnan sigur. Hverjir stóðu upp úr?Björgvin Þór Hólmgeirsson var frábær í liði ÍR, hann var atkvæðamestur í sókninni og skoraði 13 mörk. Hann þurfti talsvert að tækifærum til þess en hann var allan tímann ógnandi og skapaði færi fyrir félaga sína. Sveinn Andri Sveinsson var kletturinn í vörninni og bar af þar. Það var þó liðið í heild sinni sem bar af í kvöld, liðsheildin og samvinnan frábær. Það er lítið hægt að hrósa leikmönnum Aftureldingar enEmils Kurzimniesk var atkvæðamestur í vörninni og Birkir Benediktsson var markahæstur með 6 mörk, en hann skoraði þau öll í fyrrihálfleik. Hvað gekk illa? Uppstilltur sóknarleikur var ekki að skila UMFA miklu í kvöld og varð þeim að falli. Þeir söknuðu framlags frá Elvari Ásgeirssyni sem fann sig aldrei í leiknum. Það var ekki sama lið sem mætti til leiks í dag og mætti Haukum í bikarnum fyrir helgi, það var mikill munur á leik gestanna sem áttu ekkert skilið út úr þessum leik. Hvað er framundan? Jólin eru næst á dagskrá og handboltinn tekur sér frí. Olís-deildin hefst aftur 2. febrúar, sjáumst þá.Björgvin var flottur í kvöld.vísir/vilhelmBjörgvin: Skýt nú yfirleitt á markið en það datt inn í dag sem betur fer „Við vorum geggjaðir í dag,“ sagði Björgvin Hólmgeirsson, stórskytta ÍR, eftir sigurinn á Aftureldingu í Olís-deildinni í kvöld. „Það er langt síðan við höfum náð að smella svona saman í vörn og sókn. Mér fannst við bara geggjaðir í vörn, holningin á okkur var bara geðveikt.“ Stephen Nielsen var að finna sig vel í markinu og segir Björgvin að það hafi hjálpað liðinu. „Stephen var að taka alla bolta sem hann átti að taka og það er bara uppskrift að góðum leik.“ „Afturelding er búið að vera á besta rólinu í augnablikinu en þetta var klárlega mjög mikilvægt fyrir okkur.“ ÍR hefur verið í vandræðum framan af tímabili en Björgvin segir að sigurinn hafi verið kærkominn. „Annars hefðum við verið tveimur stigum frá botninum en í staðinn erum við með 11 stig í 6 eða 7 sæti og 8 liða úrslitum í bikar.“ „Þetta er bara fínt veganesti úr því sem komið er, svo fáum við menn úr meiðslum, vonandi og við hlökkum til febrúar.“ Björgvin var funheitur í dag en hann segir að sem betur fer hafi boltinn farið í netið. „Ég veit það ekki. Ég skýt nú yfirleitt á markið en það datt bara inn í dag, sem betur fer,“ sagði Björgvin að lokum.Einar Andri: ÍR vildi þetta meira en viðEinar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var ósáttur með frammistöðu sinna manna í dag. „Eins og venjulega eftir tapleik þá er ég svekktur og er óánægður með okkar leik í dag.“ „Sóknarleikurinn varð okkur að falli. Við vorum óagaðir, lykilmenn voru að spila illa og því fór sem fór. ÍR-ingarnir voru bara að berjast meira en við og vildu þetta meira en við.“ sagði Einar Andri ósáttur með leikinn og framlag lykilmanna. Afturelding var án markvarðanna, Arnórs Freys Stefánssonar og Pálmars Péturssonar í kvöld. Það voru því þeir Björgvin Franz Björgvinsson og Brynjar Vignir Sigurjónsson sem stóðu vaktina. Þeir vörðu lítið í fyrri hálfleik en náðu að klukka nokkra bolta þegar leið á seinni hálfleikinn. Einar Andri hrósar þeirra framlagi og segir það algjörlega vera sóknarleikurinn sem hafi orðið þeim að falli í kvöld. „Ég er mjög ánægður með markverðina, það var sóknarleikurinn sem varð okkur að falli. Við skoruðum 25 mörk í dag og við vissum að það myndi ekki duga.“ Tvö mörk skyldu liðin að í hálfleik en leikur Aftureldingar hrundi svo í síðari hálfleik. Einar vildi þó ekki taka neitt gott úr fyrri hálfleiknum og segir að þetta hafi allt verið jafn lélegt í kvöld. „Mér fannst þetta jafn lélegt í fyrri og seinni ef ég á að segja þér alveg eins og er. Við erum 45% sóknarnýtingu í fyrri hálfleik og það er ekki nóg. Ég er bara óánægður með okkar ákvarðanatökur og hvað við vorum að setja í þetta.“ Bjarni Fritz: Til þess að vera með í mótinu þá þurftum við á sigri að halda „Ég er ótrúlega stoltur af strákunum“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, að leik loknum „Ég er ánægður með karakterinn og viðhorfið sem við mættum með til leiks í dag. Við settum þetta upp þannig að eftir úrslitin í gær, þá værum við í mjög vondum málum ef við myndum ekki vinna þennann leik. Þá værum við komnir alveg niður og myndum missa liðin sem eru fyrir ofan okkur frá okkur“ „og til þess að vera með í mótinu þá þurftum við á sigri að halda. Ég var ekki viss um að þetta myndi virka, ég var smeykur um að ég hafi sett of mikla pressu á þá en þeir stóðu undir því og það var mjög ánægjulegt“ Tvö mörk skyldu liðin að í hálfleik en sigurinn var svo aldrei í hættu í síðari hálfleik. Bjarni segist vera ánægður með fyrri hálfleikinn og að liðið hafi verið að spila hörku góðan leik. Í fyrri hálfleik náði Afturelding að skora nokkur mörk úr seinni bylgju og segir Bjarni að það sé alltof oft sem það er að verða þeim að falli, en í dag náðu þeir að koma í veg fyrir þau mörk. „Við áttum nokkur skot í blokkin hjá þeim sem var að gefa þeim seinni bylgju mörk en við náðum að losa okkur við það lengst af í seinni hálfleik og þeir voru í vandræðum með uppstilltan sóknarleik allan tímann.“ „Ég veit ekki hvað ég væri að gera í fríinu ef við hefðum tapað þessu, þannig að það er bara geðveikt að hafa unnið þennann leik.“ sagði brosandi þjálfarinn að lokum
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti