Fótbolti

Hönnunin á leikvangnum sem úrslitaleikur HM 2022 fer fram á kynnt

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Hönnunin er glæsileg
Hönnunin er glæsileg Sky Sports
Hönnunin á leikvangnum sem notaður verður fyrir úrslitaleikinn á heimsmeistaramótinu í Katar árið 2022 hefur verið kynnt á hátíðlegri viðhöfn í Doha.



Lusail leikvangurinn mun taka 80.000 áhorfendur þegar hann verður tilbúinn og mun opnunarleikur mótsins, sem verður þann 21. nóvember 2022 vera leikinn þar, sem og stærsta svið fótboltans, sjálfur úrslitaleikurinn.



Hönnunin á leikvangnum er glæsileg en hann verður staðsettur rúmlega 24 kílómetrum frá Doha, höfuðborg Katar.



Völlurinn er áttundi leikvangurinn sem hefur verið kynntur hingað til.



Völlurinn mun innihalda kælikerfi til þess að auka þægindi og öryggi leikmanna og áhorfenda, en gríðarlegur hiti er í Katar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×