Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 25-25 │Adam setti rauðan svip á Hafnarfjörð Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Kaplakrika skrifar 10. desember 2018 22:15 Haukar fögnuðu í leikslok vísir/bára Það er rauður bragur á Hafnarfjarðarbæ í kvöld þrátt fyrir að leik Hafnarfjarðarliðanna FH og Hauka hafi endað með jafntefli í Kaplakrika í kvöld. Adam Haukur Baumruk tryggði Haukum jafnteflið með marki á lokasekúndunum. Umgjörðin í Krikanum var eins og úrslitakeppnin væri skollin á, það er alltaf öllu tjaldað til þegar Hafnarfjarðarliðin mætast og leikurinn inni á vellinum var engu síðri. FH byrjaði leikinn betur og var með yfirhöndina í fyrri hálfleik. Heimamenn komust mest í fjögurra marka forystu en náðu þó aldrei að hrista Haukana af sér og var munurinn bara eitt mark þegar flautað var til hálfleiks 15-14. Í seinni hálfleik náðu Haukarnir að taka leikinn yfir og komust yfir í fyrsta skipti í leiknum á 35. mínútu. Haukar héldu forystunni allt þar til tíu mínútur voru eftir á leiknum og FH jafnaði. Síðustu tíu mínúturnar voru mjög spennuþrungnar. Bjarni Ófeigur Valdimarsson innsiglaði stórgóðan leik sinn með því að koma FH yfir þegar aðeins sjö sekúndur voru eftir á klukkunni. Haukar brunuðu í sókn og Ásgeir Örn Hallgrímsson náði í aukakast. Tíminn var við það að renna út, gestirnir stilltu upp fyrir Adam Hauk að taka síðasta skotið, hann stökk upp og skoraði. Lokatölur 25-25.Bára Dröfn, ljósmyndari Vísis, var í Kaplakrika í kvöld og tók meðfylgjandi myndirAf hverju varð jafntefli? Adam Haukur er hetja kvöldsins í rauða hluta Hafnarfjarðarbæjar og hann er í grunninn niðurstaða þess að það varð jafntefli. Bæði þessi lið eru mjög góð í handbolta og það skilur lítið á milli þeirra. Haukar voru oft á tíðum nokkuð klaufskir í sókninni í seinni hálfleiknum á sama tíma og markvarslan var mun betri hjá Haukum. Í leikjum svona jafnra liða skipta litlu hlutirnir máli, þeir duttu með hvorugu liðinu í kvöld og stig á haus því niðurstaðan. Hverjir stóðu upp úr? Bjarni Ófeigur átti mjög góðan leik og hann hefur verið að skila mörkum í síðustu leikjum FH. Ásbjörn Friðriksson byrjaði frábærlega fyrir þá hvítu en lét minna fyrir sér fara í seinni hálfleik. Heimir Óli Heimisson var sterkur í vörninni fyrir Hauka og skilaði sínu sóknarlega, var þeirra markahæstur. En það var Andri Sigmarsson Scheving sem stóð hvað hæst í Haukaliðinu, hann varði vel og á mikilvægum augnablikum og endaði með sómasamlega 43 prósenta markvörslu.Hvað gekk illa? Það hefur sést betri sóknarleikur í þessu húsi, varnarleikurinn var aðalsmerki þessa leiks, en sóknarleikurinn var ekkert alslæmur. Bæði lið misstu boltann klaufalega á tímum, en það var meira áberandi hjá Haukunum. FH fékk ekki sérlega góða markvörslu framan af en Kristófer Fannar Guðmundsson kom inn í seinni hálfleik og varði nokkra mikilvæga bolta.Hvað gerist næst? Það er ein umferð eftir fyrir jól en það er þó bikarkeppnin sem er næst á dagskrá. FH sækir Víking heim á fimmtudaginn, 13. desember, og Haukar fá Aftureldingu í heimsókn í 16-liða úrslitum Coca Cola bikarsins.Gunnar: Adam bjargaði jólunum „Adam, hann bara bjargaði jólunum. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, í leikslok. „Maður sefur betur og jólin eru betri.“ „Þetta var týpískur Hafnarfjarðarslagur, leikur áhlaupa. Ég var óánægður með byrjunina, munurinn í byrjun var markvarslan, hún var mikil hjá þeim en lítil hjá okkur. Við náum að jafna það og komast inn í leikinn aftur og náum svo forskoti.“ „Svo fannst mér við vera mjög miklir klaufar. Köstum boltanum frá okkur, förum illa með margar góðar sóknir. Við eigum sem betur fer síðasta áhlaupið en ég er alveg svakalega ósáttur við síðasta markið sem við fáum á okkur.“ „Ég skil ekki af hverju við mættum ekki Bjarna á þessu mómenti, ég á erfitt með að sætta mig við það. Hann kemur upp á mitt markið á einhverja átta metra, ótrúlegt að við höfum fengið þetta mark á okkur, ég er mjög ósáttur við það.“ Báðir Hafnarfjarðarslagirnir á þessu tímabili, að minnsta kosti í deildarkeppninni – það kemur í ljós hvort þeir verði fleiri með vorinu, enda í jafntefli. Þurfa Hafnfirðingar að sætta sig við að liðin séu bara jafn góð? „Þetta eru bara tvö frábær lið. Þetta er eins og handbolti gerist bestur og gaman að taka þátt í þessu,“ sagði Gunnar Magnússon.vísir/báraHalldór: Hefðum getað verið miskunnarlausari „Ég var ekkert ósáttur, Adam gerir þetta vel þegar hann skýtur, auðvitað súrt að vera svona nálægt þessu en stundum er þetta þannig,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH í leikslok. „Við skoruðum á síðustu sekúndunum hér fyrir nánast nákvæmlega ári og fórum með sigur.“ „Ég held að þetta hafi bara verið góður leikur en úr því sem komið var hefðum við viljað taka tvö stigin.“ Fannst Halldóri sitt lið hafa getað gert eitthvað betur á lokametrunum, þegar þeir voru komnir yfir aftur? „Við vorum að klikka svolítið á dauðafærum þegar við hefðum getað verið miskunnarlausari og klárað þá.“ „Auðvitað ver markmaðurinn vel í leiknum líka. Kristófer kemur með mikilvægar vörslur fyrir okkur þegar við þurfum á þeim að halda til þess að koma okkur aftur inn í leikinn. Það eru bara alltaf sveiflur í þessum leikjum.“ „Hrikalega góður handboltaleikur að mörgu leiti en við gerum óþarflega mörg mistök miðað við hvað við erum vanir að gera,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon.Adam: Bara negla eitthvað og vona að hann fari inn „Mér líður mjög vel. Þetta gerist ekki betra,“ sagði hetja Hauka Adam Haukur Baumruk. „Við vorum klaufar en það var fínt að klára þetta.“ Adam fór upp í skotið sem bjargaði stiginu en hann hefði alls getað verið skúrkurinn sem klúðrar síðasta færinu. Var hann ekkert smeykur að fara upp í skotið? „Já, það er öll blokkin þarna og erfitt að sjá markið en það er bara að negla eitthvað og vona að hann fari inn.“ „Við byrjuðum leikinn mjög illa en svo náum við upp góðum takti. Hættum svo allt í einu að spila og glutruðum þessu niður þar. Ég held að það hafi tapað leiknum fyrir okkur.“ Eftir tvo jafnteflisleiki, eru liðin þá bara jafn góð? „Jájá, staðan lýgur ekki.“Bjarni Ófeigur: Gerði mér ekki grein fyrir hversu stórt þetta dæmi var „Það hefði verið helvíti skemmtilegt að taka þetta. Mark í lokasókninni, stúkan tryllist, það var rafmögnuð spenna hérna í lokin,“ sagði Bjarni Ófeigur Valdimarsson. Það eru miklar tilfinningar í þessum slag Hafnarfjarðarliðanna, en skiptir hann einhverju máli fyrir menn uppalda utan bæjarfélagsins? „Satt best að segja þá gerði ég mér ekki grein fyrir því hversu stórt þetta FH-Haukar dæmi var fyrr en ég mætti í fyrsta leikinn í fyrstu umferðinni, Haukar-FH, þar var ljósa „show“ og stúkurnar báðu megin troðfullar. Þetta er greinilega alvöru „derby“.“ „Við erum að spila mjög góðan bolta, góðan varnarleik að halda þeim í 25 mörkum. Við erum agaðir í sóknarleiknum eins og alltaf,“ sagði Bjarni Ófeigur Valdimarsson.vísir/báraÁsbjörn Friðrikssonvísir/báraAdam Haukur í baráttunnivísir/báravísir/BáraBjarni Ófeigur hélt hann hefði tryggt FH sigurinnVísir/BáraÁgúst Birgisson sækir að marki Haukavísir/báravísir/bára Olís-deild karla
Það er rauður bragur á Hafnarfjarðarbæ í kvöld þrátt fyrir að leik Hafnarfjarðarliðanna FH og Hauka hafi endað með jafntefli í Kaplakrika í kvöld. Adam Haukur Baumruk tryggði Haukum jafnteflið með marki á lokasekúndunum. Umgjörðin í Krikanum var eins og úrslitakeppnin væri skollin á, það er alltaf öllu tjaldað til þegar Hafnarfjarðarliðin mætast og leikurinn inni á vellinum var engu síðri. FH byrjaði leikinn betur og var með yfirhöndina í fyrri hálfleik. Heimamenn komust mest í fjögurra marka forystu en náðu þó aldrei að hrista Haukana af sér og var munurinn bara eitt mark þegar flautað var til hálfleiks 15-14. Í seinni hálfleik náðu Haukarnir að taka leikinn yfir og komust yfir í fyrsta skipti í leiknum á 35. mínútu. Haukar héldu forystunni allt þar til tíu mínútur voru eftir á leiknum og FH jafnaði. Síðustu tíu mínúturnar voru mjög spennuþrungnar. Bjarni Ófeigur Valdimarsson innsiglaði stórgóðan leik sinn með því að koma FH yfir þegar aðeins sjö sekúndur voru eftir á klukkunni. Haukar brunuðu í sókn og Ásgeir Örn Hallgrímsson náði í aukakast. Tíminn var við það að renna út, gestirnir stilltu upp fyrir Adam Hauk að taka síðasta skotið, hann stökk upp og skoraði. Lokatölur 25-25.Bára Dröfn, ljósmyndari Vísis, var í Kaplakrika í kvöld og tók meðfylgjandi myndirAf hverju varð jafntefli? Adam Haukur er hetja kvöldsins í rauða hluta Hafnarfjarðarbæjar og hann er í grunninn niðurstaða þess að það varð jafntefli. Bæði þessi lið eru mjög góð í handbolta og það skilur lítið á milli þeirra. Haukar voru oft á tíðum nokkuð klaufskir í sókninni í seinni hálfleiknum á sama tíma og markvarslan var mun betri hjá Haukum. Í leikjum svona jafnra liða skipta litlu hlutirnir máli, þeir duttu með hvorugu liðinu í kvöld og stig á haus því niðurstaðan. Hverjir stóðu upp úr? Bjarni Ófeigur átti mjög góðan leik og hann hefur verið að skila mörkum í síðustu leikjum FH. Ásbjörn Friðriksson byrjaði frábærlega fyrir þá hvítu en lét minna fyrir sér fara í seinni hálfleik. Heimir Óli Heimisson var sterkur í vörninni fyrir Hauka og skilaði sínu sóknarlega, var þeirra markahæstur. En það var Andri Sigmarsson Scheving sem stóð hvað hæst í Haukaliðinu, hann varði vel og á mikilvægum augnablikum og endaði með sómasamlega 43 prósenta markvörslu.Hvað gekk illa? Það hefur sést betri sóknarleikur í þessu húsi, varnarleikurinn var aðalsmerki þessa leiks, en sóknarleikurinn var ekkert alslæmur. Bæði lið misstu boltann klaufalega á tímum, en það var meira áberandi hjá Haukunum. FH fékk ekki sérlega góða markvörslu framan af en Kristófer Fannar Guðmundsson kom inn í seinni hálfleik og varði nokkra mikilvæga bolta.Hvað gerist næst? Það er ein umferð eftir fyrir jól en það er þó bikarkeppnin sem er næst á dagskrá. FH sækir Víking heim á fimmtudaginn, 13. desember, og Haukar fá Aftureldingu í heimsókn í 16-liða úrslitum Coca Cola bikarsins.Gunnar: Adam bjargaði jólunum „Adam, hann bara bjargaði jólunum. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, í leikslok. „Maður sefur betur og jólin eru betri.“ „Þetta var týpískur Hafnarfjarðarslagur, leikur áhlaupa. Ég var óánægður með byrjunina, munurinn í byrjun var markvarslan, hún var mikil hjá þeim en lítil hjá okkur. Við náum að jafna það og komast inn í leikinn aftur og náum svo forskoti.“ „Svo fannst mér við vera mjög miklir klaufar. Köstum boltanum frá okkur, förum illa með margar góðar sóknir. Við eigum sem betur fer síðasta áhlaupið en ég er alveg svakalega ósáttur við síðasta markið sem við fáum á okkur.“ „Ég skil ekki af hverju við mættum ekki Bjarna á þessu mómenti, ég á erfitt með að sætta mig við það. Hann kemur upp á mitt markið á einhverja átta metra, ótrúlegt að við höfum fengið þetta mark á okkur, ég er mjög ósáttur við það.“ Báðir Hafnarfjarðarslagirnir á þessu tímabili, að minnsta kosti í deildarkeppninni – það kemur í ljós hvort þeir verði fleiri með vorinu, enda í jafntefli. Þurfa Hafnfirðingar að sætta sig við að liðin séu bara jafn góð? „Þetta eru bara tvö frábær lið. Þetta er eins og handbolti gerist bestur og gaman að taka þátt í þessu,“ sagði Gunnar Magnússon.vísir/báraHalldór: Hefðum getað verið miskunnarlausari „Ég var ekkert ósáttur, Adam gerir þetta vel þegar hann skýtur, auðvitað súrt að vera svona nálægt þessu en stundum er þetta þannig,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH í leikslok. „Við skoruðum á síðustu sekúndunum hér fyrir nánast nákvæmlega ári og fórum með sigur.“ „Ég held að þetta hafi bara verið góður leikur en úr því sem komið var hefðum við viljað taka tvö stigin.“ Fannst Halldóri sitt lið hafa getað gert eitthvað betur á lokametrunum, þegar þeir voru komnir yfir aftur? „Við vorum að klikka svolítið á dauðafærum þegar við hefðum getað verið miskunnarlausari og klárað þá.“ „Auðvitað ver markmaðurinn vel í leiknum líka. Kristófer kemur með mikilvægar vörslur fyrir okkur þegar við þurfum á þeim að halda til þess að koma okkur aftur inn í leikinn. Það eru bara alltaf sveiflur í þessum leikjum.“ „Hrikalega góður handboltaleikur að mörgu leiti en við gerum óþarflega mörg mistök miðað við hvað við erum vanir að gera,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon.Adam: Bara negla eitthvað og vona að hann fari inn „Mér líður mjög vel. Þetta gerist ekki betra,“ sagði hetja Hauka Adam Haukur Baumruk. „Við vorum klaufar en það var fínt að klára þetta.“ Adam fór upp í skotið sem bjargaði stiginu en hann hefði alls getað verið skúrkurinn sem klúðrar síðasta færinu. Var hann ekkert smeykur að fara upp í skotið? „Já, það er öll blokkin þarna og erfitt að sjá markið en það er bara að negla eitthvað og vona að hann fari inn.“ „Við byrjuðum leikinn mjög illa en svo náum við upp góðum takti. Hættum svo allt í einu að spila og glutruðum þessu niður þar. Ég held að það hafi tapað leiknum fyrir okkur.“ Eftir tvo jafnteflisleiki, eru liðin þá bara jafn góð? „Jájá, staðan lýgur ekki.“Bjarni Ófeigur: Gerði mér ekki grein fyrir hversu stórt þetta dæmi var „Það hefði verið helvíti skemmtilegt að taka þetta. Mark í lokasókninni, stúkan tryllist, það var rafmögnuð spenna hérna í lokin,“ sagði Bjarni Ófeigur Valdimarsson. Það eru miklar tilfinningar í þessum slag Hafnarfjarðarliðanna, en skiptir hann einhverju máli fyrir menn uppalda utan bæjarfélagsins? „Satt best að segja þá gerði ég mér ekki grein fyrir því hversu stórt þetta FH-Haukar dæmi var fyrr en ég mætti í fyrsta leikinn í fyrstu umferðinni, Haukar-FH, þar var ljósa „show“ og stúkurnar báðu megin troðfullar. Þetta er greinilega alvöru „derby“.“ „Við erum að spila mjög góðan bolta, góðan varnarleik að halda þeim í 25 mörkum. Við erum agaðir í sóknarleiknum eins og alltaf,“ sagði Bjarni Ófeigur Valdimarsson.vísir/báraÁsbjörn Friðrikssonvísir/báraAdam Haukur í baráttunnivísir/báravísir/BáraBjarni Ófeigur hélt hann hefði tryggt FH sigurinnVísir/BáraÁgúst Birgisson sækir að marki Haukavísir/báravísir/bára
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti