Helgi Kolviðsson, fyrrum aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, gæti tekið við landsliði Liechtenstein samkvæmt frétt Fótbolta.net.
Rene Pauritsch lét af störfum sem landsliðsþjálfari Leichtenstein þegar keppni í Þjóðadeildinni lauk nú í vetur og tók við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá knattspyrnusambandinu þar í landi. Áhugi er fyrir því að Helgi taki við af Pauritsch.
Helgi var aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar en hætti í því starfi þegar Erik Hamrén tók við íslenska liðinu í sumar. Hann hefur ekkert starfað við þjálfun síðan þá en Helgi hefur þjálfað í bæði Þýskalandi og Austurríki á ferlinum.
Liechtenstein drógst í riðil með Ítalíu, Bosníu og Hersegóvínu, Finnlandi, Grikklandi og Armeníu í riðli í undankeppni EM 2020 en liðið er í 173. sæti styrkleikalista FIFA.
Liechtensteinar vilja ráða Helga sem landsliðsþjálfara

Tengdar fréttir

Endaði sem landsliðsmaður þvert á það sem allir bjuggust við
Helgi Kolviðsson minnir meira á slökkviliðsmann eða eldri útgáfu af Heiðari Loga snjóbrettakappa en fyrrverandi atvinnumann í knattspyrnu.

Helgi Kolviðs hættur hjá KSÍ
Helgi Kolviðsson verður ekki áfram hluti af þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.