Blöskrar tillitsleysi þriggja ferðamannahópa í Hólavallakirkjugarði á aðfangadag Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2018 18:57 Frá Hólavallakirkjugarði í vetur. Vísir/vilhelm Umsjónarmaður Hólavallakirkjugarðs gagnrýnir tillitsleysi leiðsögumanna og hópa erlendra ferðamanna sem hann gekk fram á í garðinum á aðfangadag. Hann segir að fólk, sem lagt hafi leið sína í kirkjugarðinn til að huga að leiðum aðstandenda sinna, hafi orðið fyrir óþægindum af hópunum, sem skáluðu í áfengi og mynduðu syrgjendur innan um leiðin.Heimir Janusarson, umsjónarmaður HólavallakirkjugarðsVisir/Stöð 2Þrír hópar að „skála og grínast“ Heimir Björn Janusarson umsjónarmaður Hólavallagarðs greinir frá þessu í færslu sem hann skrifaði inn í Facebook-hópinn Bakland ferðaþjónustunnar. Hann lýsir aðstæðum í garðinum á aðfangadag, þar sem hann var við vinnu til að vísa fólki að leiðum og lána kveikjara. Mikill fjöldi Íslendinga leggur iðulega leið sína í kirkjugarða landsins yfir hátíðarnar, einkum á aðfangadag. Heimir segist hafa verið að vísa ungum manni að leiði langömmu sinnar þegar hann gekk fram á hóp við Klukknaportið svokallaða í Hólavallakirkjugarði. Hann segir að um hafi verið að ræða erlenda ferðamenn með íslenskum leiðsögumanni, sem þar hafi verið að „skála og grínast“, og skömmu síðar komu hann og ungi maðurinn að öðrum hóp í sömu erindagjörðum. Á leið sinni til baka gekk Heimir svo fram á þriðja hópinn. Hann gerir ráð fyrir að hóparnir, sem hver taldi um fimmtán manns, hafi allir verið á vegum sömu ferðaskrifstofu, þar sem leiðsögumennirnir báru allir sambærilegar „skotthúfur“.Færsla Heimis sem hann birti í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar.Starfsemi í garðinum þótt fólk haldi annað Heimir segir í samtali við Vísi að honum blöskri virðingarleysi bæði leiðsögumanna og ferðamanna sem hafi skemmt sér og grínast við leiði í garðinum, á meðal syrgjenda. „Þau tóku ekki tillit til fólksins sem var að kveikja á kertum og leggja kransa á leiði. Að vera að skála í staupum í kirkjugarði um miðjan dag, mér finnst það ekki boðlegt,“ segir Heimir í samtali við Vísi. Þá bendir hann á að leyfi þurfi til hvers konar starfsemi í garðinum. „Strangt til tekið má enginn hafa starfsemi í garðinum nema með leyfi kirkjugarðsyfirvalda. Það er bara kurteisi að láta vita og spyrjast fyrir. Því fólk heldur að þetta sé aflaga kirkjugarður en hann er í starfsemi, það eru tugir jarðsettir í garðinum á hverju ári.“ Uggandi syrgjendur þökkuðu fyrir inngrip Aðspurður segir Heimir að fólk sem lagt hafði leið sína í garðinn til að huga að leiðum ættingja sinna hafi orðið fyrir óþægindum vegna hópanna. „Já, já, já. Og það var þakkað fyrir þegar ég spurði hvort að hóparnir gætu farið afsíðis til að fólk gæti athafnað sig,“ segir Heimir. „Það koma náttúrulega oft hópar í garðinn og gera það allt árið. Þá er yfirleitt gengið í gegnum garðinn eftir gangstéttum en þarna var verið að gera út á þessa hefð að fólk kæmi og tendraði ljós á leiðum. Þau sátu á steyptum reit.“Sjá einnig: Ekki orðið var við marga ferðamenn í kirkjugörðum Reykjavíkur Heimir tekur fram að umsjónarmenn Hólavallakirkjugarðar vilji endilega fá líf í garðinn og fagni því að fólk komi og skoði sig um. Þá verði hins vegar að gæta fyllstu virðingar. „Vilt þú að það sé verið að „súma“ að þér með aðdráttarlinsu þegar þú ert staddur þarna að syrgja? Það var verið að mynda fólk. Mér finnst þetta tillitsleysi og virðingarleysi.“ Kúkað og tjaldað í kirkjugörðum landsins Aðspurður vissi Heimir ekki frá hvaða ferðaskrifstofu umræddir hópar á aðfangadag hefðu verið. Hann segist hafa spurt einn leiðsögumanninn að því en sá hafi sagst ekki vita hver vinnuveitandi sinn væri, hann væri aðeins verktaki. Í umræðum við færslu Heimis inni á Baklandi ferðaþjónustunnar virðast flestir óánægðir með stöðuna eins og Heimir lýsir henni. Þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem hegðun erlendra ferðamanna í kirkjugörðum landsins er gagnrýnd. Sumarið 2015 var greint frá því að ferðamenn gengju örna sinna aftan við Þingvallakirkju og þjóðargrafreitinn þar sem skáldin Jónas Hallgrímsson og Einar Benediktsson hvíla. Í fyrrasumar var svo fjallað um ferðamenn sem bjuggu sér næturstað í kirkjugörðum. Fram kom að ferðamennirnir væru hvattir til þess að tjalda í görðunum og við kirkjur á erlendum ferðavef þar sem gistingin væri ókeypis. Ferðamennska á Íslandi Kirkjugarðar Reykjavík Tengdar fréttir Reynst vel að loka fyrir bílaumferð í Fossvogskirkjugarði Lokað verður fyrir umferð bíla í Fossvogskirkjugarði í dag, aðfangadag, frá klukkan 11 til 14 eins og í fyrra. 24. desember 2018 08:45 Dæmi um að stolið sé úr kirkjugörðum Nýverið var rafmagnskrossi stolið af leiði í Gufuneskirkjugarði. 3. desember 2015 11:45 Ekki orðið var við marga ferðamenn í kirkjugörðum Reykjavíkur Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri hjá kirkjugörðum Reykjavíkurprófastdæmis, segir að allt hafi gengið mjög vel í görðunum í morgun en venju samkvæmt hefur fólk streymt í kirkjugarðana á aðfangadegi til að vitja leiða látinna ástvina. 24. desember 2016 14:42 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Umsjónarmaður Hólavallakirkjugarðs gagnrýnir tillitsleysi leiðsögumanna og hópa erlendra ferðamanna sem hann gekk fram á í garðinum á aðfangadag. Hann segir að fólk, sem lagt hafi leið sína í kirkjugarðinn til að huga að leiðum aðstandenda sinna, hafi orðið fyrir óþægindum af hópunum, sem skáluðu í áfengi og mynduðu syrgjendur innan um leiðin.Heimir Janusarson, umsjónarmaður HólavallakirkjugarðsVisir/Stöð 2Þrír hópar að „skála og grínast“ Heimir Björn Janusarson umsjónarmaður Hólavallagarðs greinir frá þessu í færslu sem hann skrifaði inn í Facebook-hópinn Bakland ferðaþjónustunnar. Hann lýsir aðstæðum í garðinum á aðfangadag, þar sem hann var við vinnu til að vísa fólki að leiðum og lána kveikjara. Mikill fjöldi Íslendinga leggur iðulega leið sína í kirkjugarða landsins yfir hátíðarnar, einkum á aðfangadag. Heimir segist hafa verið að vísa ungum manni að leiði langömmu sinnar þegar hann gekk fram á hóp við Klukknaportið svokallaða í Hólavallakirkjugarði. Hann segir að um hafi verið að ræða erlenda ferðamenn með íslenskum leiðsögumanni, sem þar hafi verið að „skála og grínast“, og skömmu síðar komu hann og ungi maðurinn að öðrum hóp í sömu erindagjörðum. Á leið sinni til baka gekk Heimir svo fram á þriðja hópinn. Hann gerir ráð fyrir að hóparnir, sem hver taldi um fimmtán manns, hafi allir verið á vegum sömu ferðaskrifstofu, þar sem leiðsögumennirnir báru allir sambærilegar „skotthúfur“.Færsla Heimis sem hann birti í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar.Starfsemi í garðinum þótt fólk haldi annað Heimir segir í samtali við Vísi að honum blöskri virðingarleysi bæði leiðsögumanna og ferðamanna sem hafi skemmt sér og grínast við leiði í garðinum, á meðal syrgjenda. „Þau tóku ekki tillit til fólksins sem var að kveikja á kertum og leggja kransa á leiði. Að vera að skála í staupum í kirkjugarði um miðjan dag, mér finnst það ekki boðlegt,“ segir Heimir í samtali við Vísi. Þá bendir hann á að leyfi þurfi til hvers konar starfsemi í garðinum. „Strangt til tekið má enginn hafa starfsemi í garðinum nema með leyfi kirkjugarðsyfirvalda. Það er bara kurteisi að láta vita og spyrjast fyrir. Því fólk heldur að þetta sé aflaga kirkjugarður en hann er í starfsemi, það eru tugir jarðsettir í garðinum á hverju ári.“ Uggandi syrgjendur þökkuðu fyrir inngrip Aðspurður segir Heimir að fólk sem lagt hafði leið sína í garðinn til að huga að leiðum ættingja sinna hafi orðið fyrir óþægindum vegna hópanna. „Já, já, já. Og það var þakkað fyrir þegar ég spurði hvort að hóparnir gætu farið afsíðis til að fólk gæti athafnað sig,“ segir Heimir. „Það koma náttúrulega oft hópar í garðinn og gera það allt árið. Þá er yfirleitt gengið í gegnum garðinn eftir gangstéttum en þarna var verið að gera út á þessa hefð að fólk kæmi og tendraði ljós á leiðum. Þau sátu á steyptum reit.“Sjá einnig: Ekki orðið var við marga ferðamenn í kirkjugörðum Reykjavíkur Heimir tekur fram að umsjónarmenn Hólavallakirkjugarðar vilji endilega fá líf í garðinn og fagni því að fólk komi og skoði sig um. Þá verði hins vegar að gæta fyllstu virðingar. „Vilt þú að það sé verið að „súma“ að þér með aðdráttarlinsu þegar þú ert staddur þarna að syrgja? Það var verið að mynda fólk. Mér finnst þetta tillitsleysi og virðingarleysi.“ Kúkað og tjaldað í kirkjugörðum landsins Aðspurður vissi Heimir ekki frá hvaða ferðaskrifstofu umræddir hópar á aðfangadag hefðu verið. Hann segist hafa spurt einn leiðsögumanninn að því en sá hafi sagst ekki vita hver vinnuveitandi sinn væri, hann væri aðeins verktaki. Í umræðum við færslu Heimis inni á Baklandi ferðaþjónustunnar virðast flestir óánægðir með stöðuna eins og Heimir lýsir henni. Þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem hegðun erlendra ferðamanna í kirkjugörðum landsins er gagnrýnd. Sumarið 2015 var greint frá því að ferðamenn gengju örna sinna aftan við Þingvallakirkju og þjóðargrafreitinn þar sem skáldin Jónas Hallgrímsson og Einar Benediktsson hvíla. Í fyrrasumar var svo fjallað um ferðamenn sem bjuggu sér næturstað í kirkjugörðum. Fram kom að ferðamennirnir væru hvattir til þess að tjalda í görðunum og við kirkjur á erlendum ferðavef þar sem gistingin væri ókeypis.
Ferðamennska á Íslandi Kirkjugarðar Reykjavík Tengdar fréttir Reynst vel að loka fyrir bílaumferð í Fossvogskirkjugarði Lokað verður fyrir umferð bíla í Fossvogskirkjugarði í dag, aðfangadag, frá klukkan 11 til 14 eins og í fyrra. 24. desember 2018 08:45 Dæmi um að stolið sé úr kirkjugörðum Nýverið var rafmagnskrossi stolið af leiði í Gufuneskirkjugarði. 3. desember 2015 11:45 Ekki orðið var við marga ferðamenn í kirkjugörðum Reykjavíkur Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri hjá kirkjugörðum Reykjavíkurprófastdæmis, segir að allt hafi gengið mjög vel í görðunum í morgun en venju samkvæmt hefur fólk streymt í kirkjugarðana á aðfangadegi til að vitja leiða látinna ástvina. 24. desember 2016 14:42 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Reynst vel að loka fyrir bílaumferð í Fossvogskirkjugarði Lokað verður fyrir umferð bíla í Fossvogskirkjugarði í dag, aðfangadag, frá klukkan 11 til 14 eins og í fyrra. 24. desember 2018 08:45
Dæmi um að stolið sé úr kirkjugörðum Nýverið var rafmagnskrossi stolið af leiði í Gufuneskirkjugarði. 3. desember 2015 11:45
Ekki orðið var við marga ferðamenn í kirkjugörðum Reykjavíkur Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri hjá kirkjugörðum Reykjavíkurprófastdæmis, segir að allt hafi gengið mjög vel í görðunum í morgun en venju samkvæmt hefur fólk streymt í kirkjugarðana á aðfangadegi til að vitja leiða látinna ástvina. 24. desember 2016 14:42