Fótbolti

Gerrard stýrði Rangers til sigurs í baráttunni um Glasgow borg

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Gerrard er að gera góða hluti hjá Rangers
Gerrard er að gera góða hluti hjá Rangers vísir/getty
Rangers bar sigurorð af nágrönnum sínum í Celtic í baráttunni um Glasgow borg í skosku úrvalsdeildinni í dag.



Steven Gerrard, einhver mesta goðsögn Liverpool tók við Rangers í sumar og er að gera góða hluti með félagið.



Hann stýrði sínum mönnum gegn erkifjendum sínum og ríkjandi Skotlandsmeisturum í Celtic í dag. Brendan Rodgers stýrir Celtic en Rodgers og Gerrard unnu saman hjá Liverpool á sínum tíma.



Eina mark leiksins skoraði Ryan Jack en það kom á 31. mínútu leiksins.



Með sigrinum tókst Rangers að jafna granna sína á toppi deildarinnar en bæði lið eru með 42 stig. Celtic á leik til góða, auk þess að vera með betri markatölu en Rangers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×