Enski boltinn

Upphitun: Gylfi getur skorað í þriðja leiknum í röð og stórleikur á Anfield

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi eftir vítaspyrnumarkið gegn Burnley.
Gylfi eftir vítaspyrnumarkið gegn Burnley. vísir/getty
Enski boltinn heldur áfram að rúlla yfir jólahátíðirnar og það eru frábærir leikir um helgina er tuttugasta umferðin verður spiluð.

Á morgun eru sex leikir en Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan þrjú er þeir heimsækja Brighton.

Gylfi hefur skorað í síðustu tveimur leikjum Everton sem vann stórsigur á Burnley, 5-1, á öðrum degi jóla eftir 6-2 skell gegn Tottenham í umferðinni þar á undan.

Tottenham mætir Wolves einnig klukkan þrjú en stórleikur helgarinnar er klukkan 17.30 annað kvöld er Liverpool og Arsenal mætast. Liverpool er komið með sex stiga forskot á toppi deildarinnar og spurningin er hversu mikið það verður eftir helgina.

Á sunnudaginn eru svo fjórir leikir. Chelsea heimsækir Crystal Palace í hádeginu og Jóhann Berg Guðmundsson og félagar fá funheita West Ham menn í heimsókn.

Manchester City hefur verið að hiksta í síðustu tveimur leikjum en liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð. Þeir þurfa ekkert annað en þrjú stig er þeir fara á St. Mary's og mæta Southampton á sunnudag.

Síðasti leikur helgarinnar er svo klukkan 16.30 á sunnudaginn er Ole Gunnar Solskjær stýrir Manchester Utd í þriðja sinn. Þeir fá Bournemouth í heimsókn og Norðmaðurinn vonast eftir þriðja sigrinum í þremur leikjum.

Leikir helgarinnar:

Laugardagur:

15.00 Brighton - Everton (Í beinni á Stöð 2 Sport)

15.00 Fulham - Huddersfield

15.00 Leicester - Cardiff

15.00 Tottenham - Wolves

15.00 Watford - Newcastle

17.30 Liverpool - Arsenal (Í beinni á Stöð 2 Sport)

Sunnudagur:

12.00 Crystal Palace - Chelsea (Í beinni á Stöð 2 Sport)

14.15 Burnley - West Ham

14.15 Southampton - Manchester City (Í beinni á Stöð 2 Sport)

16.30 Manchester United - Bournemouth (Í beinni á Stöð 2 Sport)

Klippa: Premier League Matchweek 20 Preview



Fleiri fréttir

Sjá meira


×