Gular viðvaranir, rauð jól og innanlandsflugi aflýst Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. desember 2018 09:18 Vindaspáin á landinu fyrir klukkan 18 í dag þegar klukkurnar hringja inn jólin. veðurstofa íslands Gular viðvaranir eru í gildi á nokkrum stöðum á landinu í dag og fram eftir kvöldi. Á vef Veðurstofunnar er varað við suðvestan hvassviðri eða stormi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Suðausturlandi. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll í þessum landshlutum og ætti fólk sem er á ferð því að sýna aðgát. Innanlandsflugi hefur verið aflýst í morgun vegna veðurs og var aðeins flogið til Egilsstaða frá Reykjavíkurflugvelli. Flugum til Akureyrar og Ísafjarðar var hins vegar aflýst. Þá hefur flugum frá þessum sömu stöðum í hádeginu einnig verið aflýst en flogið verður frá Egilsstöðum samkvæmt upplýsingum á vef Air Iceland Connect. Að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar er nú lægð nærri Scoresby-sundi og hæðarhryggur suður af landinu. Saman valda þessi kerfi stífri suðvestan átt á landinu í dag. Það verður hins vegar lítil eða engin úrkoma þrátt fyrir að skýjað verði um allt land.„Jólin verða ekki hvít þetta árið“ Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir aðspurður að það verði rauð jól um nánast allt land. Ef til vill leynist einhverjir snjóblettir fyrir norðan en hvergi verður nýsnævi á jörðu klukkan níu í fyrramálið, á jóladagsmorgun, en það er sá tími sem miðað er við þegar því er slegið föstu hvort jólin eru hvít eða rauð. „Það kemur suðaustan átt aftur í fyrramálið og það verður vel yfir frostmarki um land allt svo jólin verða ekki hvít þetta árið,“ segir Óli Þór í samtali við Vísi.Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:Suðvestan 13-23 m/s, hvassast norðan til á landinu og suðaustanundir Vatnajökli. Hægari vindur við Faxaflóa og á Suðurlandi. Skýjað á landinu, en úrkomulítið. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast á Austfjörðum. Lægir í kvöld.Gengur í suðaustan og síðar sunnan 10-18 á morgun með rigningu og súld, en lengst af hægari og þurrt á Norður- og Austurlandi. Áfram hlýtt í veðri.Á miðvikudag (annar í jólum):Sunnan og suðvestan 5-13 og rigning eða skúrir, en hægur vindur og úrkomulítið norðaustan til á landinu. Hiti 2 til 7 stig.Á fimmtudag:Suðlæg átt 5-13 og rigning á Suður- og Vesturlandi síðdegis, en bjart með köflum norðaustanlands. Hiti breytist lítið.Færð á vegum má svo kynna sér á vef Vegagerðarinnar. Veður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Gular viðvaranir eru í gildi á nokkrum stöðum á landinu í dag og fram eftir kvöldi. Á vef Veðurstofunnar er varað við suðvestan hvassviðri eða stormi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Suðausturlandi. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll í þessum landshlutum og ætti fólk sem er á ferð því að sýna aðgát. Innanlandsflugi hefur verið aflýst í morgun vegna veðurs og var aðeins flogið til Egilsstaða frá Reykjavíkurflugvelli. Flugum til Akureyrar og Ísafjarðar var hins vegar aflýst. Þá hefur flugum frá þessum sömu stöðum í hádeginu einnig verið aflýst en flogið verður frá Egilsstöðum samkvæmt upplýsingum á vef Air Iceland Connect. Að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar er nú lægð nærri Scoresby-sundi og hæðarhryggur suður af landinu. Saman valda þessi kerfi stífri suðvestan átt á landinu í dag. Það verður hins vegar lítil eða engin úrkoma þrátt fyrir að skýjað verði um allt land.„Jólin verða ekki hvít þetta árið“ Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir aðspurður að það verði rauð jól um nánast allt land. Ef til vill leynist einhverjir snjóblettir fyrir norðan en hvergi verður nýsnævi á jörðu klukkan níu í fyrramálið, á jóladagsmorgun, en það er sá tími sem miðað er við þegar því er slegið föstu hvort jólin eru hvít eða rauð. „Það kemur suðaustan átt aftur í fyrramálið og það verður vel yfir frostmarki um land allt svo jólin verða ekki hvít þetta árið,“ segir Óli Þór í samtali við Vísi.Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:Suðvestan 13-23 m/s, hvassast norðan til á landinu og suðaustanundir Vatnajökli. Hægari vindur við Faxaflóa og á Suðurlandi. Skýjað á landinu, en úrkomulítið. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast á Austfjörðum. Lægir í kvöld.Gengur í suðaustan og síðar sunnan 10-18 á morgun með rigningu og súld, en lengst af hægari og þurrt á Norður- og Austurlandi. Áfram hlýtt í veðri.Á miðvikudag (annar í jólum):Sunnan og suðvestan 5-13 og rigning eða skúrir, en hægur vindur og úrkomulítið norðaustan til á landinu. Hiti 2 til 7 stig.Á fimmtudag:Suðlæg átt 5-13 og rigning á Suður- og Vesturlandi síðdegis, en bjart með köflum norðaustanlands. Hiti breytist lítið.Færð á vegum má svo kynna sér á vef Vegagerðarinnar.
Veður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira