Fótbolti

De Boer tekur við meisturunum í Bandaríkjunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frank de Boer er mættur til Bandaríkjanna.
Frank de Boer er mættur til Bandaríkjanna. vísir/getty
Frank de Boer er búinn að finna sér nýtt starf í knattspyrnuheiminum en hann er tekinn við Atlanta United í MLS-deildinni.

Þessi fyrrum stjóri Inter Mílan og Crystal Palace tekur við góðu búi af Tata Martino en Atlanta vann MLS-deildina í fyrsta skipti fyrr í mánuðinum.

Martino ákvað að framlengja ekki samning sinn við meistarana og hefur nú verið orðaður við starfið hjá mexíkóska landsliðinu sem er nú án þjálfara.

De Boer, sem er 48 ára gamall, hefur verið án starfs síðan hann var rekinn frá Crystal Palace í september í fyrra eftir hörmulega byrjun í ensku deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×