Segir Rabiot vera að „kaupa frelsi sitt“ frá PSG Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. desember 2018 12:30 Adrien Rabiot stendur í stappi við PSG. getty/Srdjan Stevanovic Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot hefur fengið stuðning frá alþjóðaleikmannasamtökunum í baráttu sinni við Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain en móðir hans segir hann vera að reyna að kaupa frelsi sitt frá félaginu. Samningur Rabiots við PSG rennur út í sumar og móðir hans, sem er jafnframt umboðsmaður leikmannsins, segir að hann ætli sér að fara. Hann hefur engan áhuga á því að vera áfram hjá PSG. Yfirmenn Parísarfélagsins vilja ekki missa hann fyrir ekki neitt og eru því að neyða hann til að skrifa undir nýjan samning en hann fær ekki að koma nálægt aðalliðinu á meðan hann skrifar ekki undir. „Snýst fótbolti um að vinna leiki eða að græða?“ spyrja leikmannasamtökin í yfirlýsingu sinni og vitna til Jean-Marc Bosman sem barðist fyrir sínu og breytti landslagi fótboltans um ókomna tíð á tíunda áratug síðustu aldar. Rabiot var orðaður við Barcelona síðasta sumar og þá var greint frá áhuga Liverpool á leikmanninum sem á sex landsleiki að baki fyrir franska landsliðið. „Við megum ekki tala við nein félög fyrr en 1. janúar og því munum við ekki tala við neinn fyrr en sá dagur rennur upp,“ segir Veronique Rabiot, móðir leikmannsins, í samtali við franska útvarpsstöð en BBC greinir frá. „Ég sagði Antero Henrique, yfirmanni knattspyrnumála hjá PSG, í sumar að Adrien vildi fara og það kom tilboð frá Barcelona sem var hafnað. Félagið hefur fulla heimild til að hafna tilboðum en það getur ekki sagt að það viti ekki af neinum tilboðum.“ „Staðan er alveg eins núna og fyrir fjórum árum. Þegar að Adrien var 19 ára barðist hann ekki við félagið og skrifaði undir framlengingu. Nú er hann orðinn 23 ára gamall og er að reyna að kaupa frelsi sitt,“ segir Veronique Rabiot. Fótbolti Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot hefur fengið stuðning frá alþjóðaleikmannasamtökunum í baráttu sinni við Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain en móðir hans segir hann vera að reyna að kaupa frelsi sitt frá félaginu. Samningur Rabiots við PSG rennur út í sumar og móðir hans, sem er jafnframt umboðsmaður leikmannsins, segir að hann ætli sér að fara. Hann hefur engan áhuga á því að vera áfram hjá PSG. Yfirmenn Parísarfélagsins vilja ekki missa hann fyrir ekki neitt og eru því að neyða hann til að skrifa undir nýjan samning en hann fær ekki að koma nálægt aðalliðinu á meðan hann skrifar ekki undir. „Snýst fótbolti um að vinna leiki eða að græða?“ spyrja leikmannasamtökin í yfirlýsingu sinni og vitna til Jean-Marc Bosman sem barðist fyrir sínu og breytti landslagi fótboltans um ókomna tíð á tíunda áratug síðustu aldar. Rabiot var orðaður við Barcelona síðasta sumar og þá var greint frá áhuga Liverpool á leikmanninum sem á sex landsleiki að baki fyrir franska landsliðið. „Við megum ekki tala við nein félög fyrr en 1. janúar og því munum við ekki tala við neinn fyrr en sá dagur rennur upp,“ segir Veronique Rabiot, móðir leikmannsins, í samtali við franska útvarpsstöð en BBC greinir frá. „Ég sagði Antero Henrique, yfirmanni knattspyrnumála hjá PSG, í sumar að Adrien vildi fara og það kom tilboð frá Barcelona sem var hafnað. Félagið hefur fulla heimild til að hafna tilboðum en það getur ekki sagt að það viti ekki af neinum tilboðum.“ „Staðan er alveg eins núna og fyrir fjórum árum. Þegar að Adrien var 19 ára barðist hann ekki við félagið og skrifaði undir framlengingu. Nú er hann orðinn 23 ára gamall og er að reyna að kaupa frelsi sitt,“ segir Veronique Rabiot.
Fótbolti Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira