Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2018 13:03 Ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi hefur verið tengd við símtal hans við Erdogan Tyrklandsforseta. Í því er Erdogan sagður hafa gagnrýnt samvinnu Bandaríkjahers og Kúrda sem hann lítur á sem hryðjuverkamenn. Vísir/EPA Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin hafi ekkert fengið út úr því að hafa varið mannslífum og fjármunum í Miðausturlöndum annað en vanþakklæti frá þeim sem þau hafa varið þar. Fullyrti hann að Rússar væru ekki ánægðir með að Bandaríkin ætluðu að draga herlið sitt frá Sýrlandi á sama tíma og Vladimír Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðunina. Fréttir um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði ákveðið að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi og hætta baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams þar í gær er sögð hafa komið ráðgjöfum hans og bandalagsríkjum í opna skjöldu. Lýsti Trump jafnframt yfir að sigur hefði náðst gegn Ríki íslams þrátt fyrir að hans eigin ríkisstjórn hafi ítrekað talað um að endanleg endalok samtakanna væru lengri tíma verkefni sem krefðist áframhaldandi hernaðarlegrar viðveru í Sýrlandi. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd harðlega, meðal annars af mörgum háttsettum repúblikönum. Segja þeir það mistök að draga herliðið til baka áður en hættan af öfgasamtökunum hefur endanlega verið kveðin niður. Þau gætu risið upp aftur í tómarúminu sem skapist við brotthvarfið. Það setji jafnframt kúrdíska bandamenn Bandaríkjanna sem hafa barist gegn vígamönnum Ríkis íslams í hættu og sendi þau skilaboð til annarra hópa að Bandaríkin séu ekki áreiðanlegir bandamenn.Efast um hlutverk Bandaríkjanna í að gæta öryggis í Miðausturlöndum Trump hefur aðeins tjáð sig opinberlega um ákvörðunina í röð tísta seint í gærkvöldi og í morgun. Vitnaði hann í fjölmiðlamenn í hægrisinnuðum fjölmiðlum sem lofa framgöngu hans í gær en í morgun hefur forsetinn reynt að réttlæta ákvörðun sína. „Að fara út úr Sýrlandi kom ekkert á óvart. Ég hef barist fyrir því í mörg ár og fyrir sex mánuðum þegar ég vildi mjög opinberlega gera það samþykkti ég að vera þar lengur. Rússland, Íran, Sýrland og aðrir eru staðbundnir óvinir Ríkis íslams. Við vorum að vinna [þeirra] vinnu. Tími kominn til að koma heim og byggja upp aftur,“ tísti Trump í morgun. Hélt hann áfram og dró í efa að Bandaríkin ættu að skipta sér að átökum í öðrum heimshlutum. „Vilja Bandaríkin vera lögreglumaður Miðausturlanda, fá EKKERT nema að sóa dýrmætum lífum og trilljónum dollara að verja aðra sem, í næstum öllum tilfellum, kunna ekki að meta það sem við erum að gera?“ tísti forsetinn.Does the USA want to be the Policeman of the Middle East, getting NOTHING but spending precious lives and trillions of dollars protecting others who, in almost all cases, do not appreciate what we are doing? Do we want to be there forever? Time for others to finally fight.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 20, 2018 Sérfræðingar á málefnum Sýrlands telja þau orð nokkuð kaldar kveðjur til sýrlenskra Kúrda sem hafa barist við vígamenn Ríkis íslams í bandalagi við Bandaríkin. Eftir brotthvarf Bandaríkjahers verði þeir berskjaldaðir fyrir árásum Tyrkja og ISIS-liða. Ákvörðun Trump um brotthvarf hersins hefur verið tengd við símtal hans við Recep Erdogan Tyrklandsforseta á föstudag. Erodgan segir Kúrdana vera hryðjuverkamenn vegna tengsla þeirra við Verkamannaflokk Kúrda (PKK) í Tyrklandi. PKK hefur háð áratuga langa og blóðuga sjálfstæðisbaráttu í Tyrklandi. Forsetinn hefur hótað því að senda herlið yfir landamærin til að ráðast gegn þeim. Varnarmálaráðherra Tyrklands segir að kúrdískir hermenn verði „grafnir í skurðum þegar stundin rennur upp“. Þá virtist Trump ljúga blákalt um viðbrögð annarra ríkja við ákvörðun sinni. „Rússland, Írland, Sýrland og margir aðrir eru ekki ánægðir með að Bandaríkin fari, þrátt fyrir það sem gervifréttirnar segja, vegna þess að nú þurfa þau að berjast við ISIS og aðra, sem þeir hata, án okkar,“ tísti Trump.....Russia, Iran, Syria & many others are not happy about the U.S. leaving, despite what the Fake News says, because now they will have to fight ISIS and others, who they hate, without us. I am building by far the most powerful military in the world. ISIS hits us they are doomed!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 20, 2018 Það gengur þvert gegn því sem haft er eftir Pútín Rússlandsforseta. Að sögn Washington Post lofaði Pútín ákvörðun Trump um að draga herlið sitt frá Sýrlandi enda teldi rússneski forsetinn að vera Bandaríkjanna þar væri ólögmæt. Lýsti hann sig almennt sammála Trump að Ríki íslams hefði verið sigrað. „Ef Bandaríkin ákveða að draga herlið sitt til baka þá væri það viðeigandi,“ sagði Pútín. Rússlandsforseti sagðist þó ekki sjá þess merki að Bandaríkin væru á leið frá Sýrlandi. Virtist hann gera grín að Bandaríkjastjórn þegar hann sagði hana hafa verið í sautján ár í Afganistan þrátt fyrir að hún segðist árlega vera á leiðinni þaðan út. Á meðan virtist Trump gera lítið úr hættu sem gæti stafað af Ríki íslams í framtíðinni. „Ég er að byggja upp langöflugasta her í heiminum. Ef ISIS ræðst á okkur eru þeir dauðadæmdir!“ tísti Trump. Afganistan Bandaríkin Donald Trump Íran Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan hyggur á frekari árásir á Kúrda Vísbendingar eru um að Tyrkir hafi verið að færa hergögn og menn að landamærum sýrlenskra Kúrda sem starfa undir regnhlífarsamtökum Syrian Democratic Forces og með stuðningi Bandaríkjanna. 13. desember 2018 10:14 Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15 Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28 „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Sjá meira
Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin hafi ekkert fengið út úr því að hafa varið mannslífum og fjármunum í Miðausturlöndum annað en vanþakklæti frá þeim sem þau hafa varið þar. Fullyrti hann að Rússar væru ekki ánægðir með að Bandaríkin ætluðu að draga herlið sitt frá Sýrlandi á sama tíma og Vladimír Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðunina. Fréttir um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði ákveðið að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi og hætta baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams þar í gær er sögð hafa komið ráðgjöfum hans og bandalagsríkjum í opna skjöldu. Lýsti Trump jafnframt yfir að sigur hefði náðst gegn Ríki íslams þrátt fyrir að hans eigin ríkisstjórn hafi ítrekað talað um að endanleg endalok samtakanna væru lengri tíma verkefni sem krefðist áframhaldandi hernaðarlegrar viðveru í Sýrlandi. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd harðlega, meðal annars af mörgum háttsettum repúblikönum. Segja þeir það mistök að draga herliðið til baka áður en hættan af öfgasamtökunum hefur endanlega verið kveðin niður. Þau gætu risið upp aftur í tómarúminu sem skapist við brotthvarfið. Það setji jafnframt kúrdíska bandamenn Bandaríkjanna sem hafa barist gegn vígamönnum Ríkis íslams í hættu og sendi þau skilaboð til annarra hópa að Bandaríkin séu ekki áreiðanlegir bandamenn.Efast um hlutverk Bandaríkjanna í að gæta öryggis í Miðausturlöndum Trump hefur aðeins tjáð sig opinberlega um ákvörðunina í röð tísta seint í gærkvöldi og í morgun. Vitnaði hann í fjölmiðlamenn í hægrisinnuðum fjölmiðlum sem lofa framgöngu hans í gær en í morgun hefur forsetinn reynt að réttlæta ákvörðun sína. „Að fara út úr Sýrlandi kom ekkert á óvart. Ég hef barist fyrir því í mörg ár og fyrir sex mánuðum þegar ég vildi mjög opinberlega gera það samþykkti ég að vera þar lengur. Rússland, Íran, Sýrland og aðrir eru staðbundnir óvinir Ríkis íslams. Við vorum að vinna [þeirra] vinnu. Tími kominn til að koma heim og byggja upp aftur,“ tísti Trump í morgun. Hélt hann áfram og dró í efa að Bandaríkin ættu að skipta sér að átökum í öðrum heimshlutum. „Vilja Bandaríkin vera lögreglumaður Miðausturlanda, fá EKKERT nema að sóa dýrmætum lífum og trilljónum dollara að verja aðra sem, í næstum öllum tilfellum, kunna ekki að meta það sem við erum að gera?“ tísti forsetinn.Does the USA want to be the Policeman of the Middle East, getting NOTHING but spending precious lives and trillions of dollars protecting others who, in almost all cases, do not appreciate what we are doing? Do we want to be there forever? Time for others to finally fight.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 20, 2018 Sérfræðingar á málefnum Sýrlands telja þau orð nokkuð kaldar kveðjur til sýrlenskra Kúrda sem hafa barist við vígamenn Ríkis íslams í bandalagi við Bandaríkin. Eftir brotthvarf Bandaríkjahers verði þeir berskjaldaðir fyrir árásum Tyrkja og ISIS-liða. Ákvörðun Trump um brotthvarf hersins hefur verið tengd við símtal hans við Recep Erdogan Tyrklandsforseta á föstudag. Erodgan segir Kúrdana vera hryðjuverkamenn vegna tengsla þeirra við Verkamannaflokk Kúrda (PKK) í Tyrklandi. PKK hefur háð áratuga langa og blóðuga sjálfstæðisbaráttu í Tyrklandi. Forsetinn hefur hótað því að senda herlið yfir landamærin til að ráðast gegn þeim. Varnarmálaráðherra Tyrklands segir að kúrdískir hermenn verði „grafnir í skurðum þegar stundin rennur upp“. Þá virtist Trump ljúga blákalt um viðbrögð annarra ríkja við ákvörðun sinni. „Rússland, Írland, Sýrland og margir aðrir eru ekki ánægðir með að Bandaríkin fari, þrátt fyrir það sem gervifréttirnar segja, vegna þess að nú þurfa þau að berjast við ISIS og aðra, sem þeir hata, án okkar,“ tísti Trump.....Russia, Iran, Syria & many others are not happy about the U.S. leaving, despite what the Fake News says, because now they will have to fight ISIS and others, who they hate, without us. I am building by far the most powerful military in the world. ISIS hits us they are doomed!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 20, 2018 Það gengur þvert gegn því sem haft er eftir Pútín Rússlandsforseta. Að sögn Washington Post lofaði Pútín ákvörðun Trump um að draga herlið sitt frá Sýrlandi enda teldi rússneski forsetinn að vera Bandaríkjanna þar væri ólögmæt. Lýsti hann sig almennt sammála Trump að Ríki íslams hefði verið sigrað. „Ef Bandaríkin ákveða að draga herlið sitt til baka þá væri það viðeigandi,“ sagði Pútín. Rússlandsforseti sagðist þó ekki sjá þess merki að Bandaríkin væru á leið frá Sýrlandi. Virtist hann gera grín að Bandaríkjastjórn þegar hann sagði hana hafa verið í sautján ár í Afganistan þrátt fyrir að hún segðist árlega vera á leiðinni þaðan út. Á meðan virtist Trump gera lítið úr hættu sem gæti stafað af Ríki íslams í framtíðinni. „Ég er að byggja upp langöflugasta her í heiminum. Ef ISIS ræðst á okkur eru þeir dauðadæmdir!“ tísti Trump.
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Íran Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan hyggur á frekari árásir á Kúrda Vísbendingar eru um að Tyrkir hafi verið að færa hergögn og menn að landamærum sýrlenskra Kúrda sem starfa undir regnhlífarsamtökum Syrian Democratic Forces og með stuðningi Bandaríkjanna. 13. desember 2018 10:14 Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15 Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28 „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Sjá meira
Erdogan hyggur á frekari árásir á Kúrda Vísbendingar eru um að Tyrkir hafi verið að færa hergögn og menn að landamærum sýrlenskra Kúrda sem starfa undir regnhlífarsamtökum Syrian Democratic Forces og með stuðningi Bandaríkjanna. 13. desember 2018 10:14
Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15
Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28
„Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“ Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, kom mörgum á óvart. Þar á meðal þingmönnum, embættismönnum og bandamönnum Bandaríkjanna. 19. desember 2018 22:45