Enski boltinn

Van Djik: Þeir eru ógnvænlegir

Dagur Lárusson skrifar
vísir/getty
Virgil Van Djik, leikmaður Liverpool, hefur farið fögrum orðum um samherja sína Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino.

 

Allir þrír framherjarnir skoruðu gegn Arsenal í 5-1 sigri liðsins á laugardaginn en Van Djik fer svo langt að kalla þá ógnvænlega.

 

„Við spiluðum nánast fullkominn leik, eina sem hefði mátt fara betur var markið þeirra.“

 

„En þetta var mikilvægur leikur, við höfum nú lokið 2018 mjög vel og vonandi getum við haldið þessu góða gengi áfram. Við erum klárlega með mikið sjálfstraust en það auðvitað getur breyst á stuttum tíma og þess vegna erum við ekki að fara fram úr okkur.“

 

„Við verðum einfaldlega að halda áfram að gera það sem við höfum verið að gera. Það munu koma áföll, eins og gerist allstaðar í lífinu, en það snýst alltaf um það hvernig þú bregst við þessum áföllum.“

 

„Í byrjun leiktíðarinnar var mikið af fólki að segja að þeir væru ekki að ná sér á strik en eins og þú sérð núna þá eru þeir frábærir. Ég er mjög ánægður að geta horft á þá spila því það er stundum ekki hægt að verjast þeim, þeir eru ógnvænlegir.“

 

Næsti leikur Liverpool verður eflaust stærsti leikur liðsins á tímabilinu til þess en það er gegn City á Ethiad en ef liði vinnur þann leikur verðu það tíu stigum á undan City.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×