Enski boltinn

De Bruyne gæti misst af stórleiknum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Belginn var einn sá besti síðasta vetur. Þessi vetur hefur farið í meiðslavandræði
Belginn var einn sá besti síðasta vetur. Þessi vetur hefur farið í meiðslavandræði vísir/Getty
Óvíst er með þátttöku belgíska miðjumannsins Kevin de Bruyne í stórleik Manchester City og Liverpool á þriðja degi janúar.

De Bruyne fór ekki með City niður til suðurstrandarinnar í gær þegar City vann Southampton 3-1 vegna meiðsla.

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, segir meiðslin þó líklega ekki vera alvarleg þó þau gætu haldið de Bruyne frá leiknum við Liverpool.

„Hann gat ekki spilað í dag (gær) en þetta er ekki stórt vandamál,“ sagði Guardiola.

„Þetta er eðlilegt þegar þú ert meiddur í þrjá, fjóra mánuði og snýrð aftur á svona erfiðum tímapunkti.“

De Bruyne er bara búinn að taka þátt í sex deildarleikjum fyrir City á tímabilinu þar sem hann hefur verð óheppinn með meiðsli í vetur.

Leikurinn við City 3. janúar er lykilleikur í toppbaráttunni og verður erfitt fyrir City að halda í við Liverpool tapi þeir leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×