Enski boltinn

Lyon hafnar fyrsta tilboði Man City í Ndombele

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Verðandi samherjar?
Verðandi samherjar? vísir/getty
Englandsmeistarar Manchester City ætla ekki að gefast upp á eltingaleiknum við Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Ef marka má nýjustu fréttir frá Englandi eru meistararnir byrjaðir að undirbúa leikmannakaup en opnað verður fyrir félagaskipti í enska boltanum þegar nýtt ár gengur í garð.

Samkvæmt heimildum The Times hefur franska úrvalsdeildarfélagið Lyon hafnað 45 milljón punda tilboði Man City í franska miðjumanninn Tanguy Ndombele.

Lyon vill fá 75 milljónir punda fyrir þennan 22 ára gamla miðjumann sem þykir einn allra mest spennandi miðjumaðurinn í evrópskum fótbolta í dag.

Pep Guardiola, stjóri Man City, heillaðist af Ndombele þegar Man City og Lyon áttust við í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en Ndombele hefur verið orðaður við stærstu lið heims undanfarin ár. Nær öruggt er talið að Guardiola muni kaupa miðjumann í janúar og virðist Ndombele vera efstur á óskalistanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×