Telur ólíklegt að Icelandair og WOW verði rekin sem tvö félög til frambúðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2018 11:15 Flugfélögin tvö verða áfram rekin undir sömu vörumerkjum að því er fram kom í tilkynningu um kaupin. Vísir/Vilhelm Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og reynslubolti í fluggeiranum telur ólíklegt að Icelandair og WOW Air verði rekin sem tvö mismunandi vörumerki til frambúðar í kjölfar samruna félaganna. Sem kunnugt er var tilkynnt um fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air á mánudaginn í síðustu viku en í tilkynningu um kaupin kom meðal annars fram að gert væri ráð fyrir að félögin yrðu áfram rekin undir sömu vörumerkjum.Ýmsir hafa talið líklegt að Icelandair muni fylgja straumum og stefnum í flugheiminum með því að reka Wow áfram sem lággjaldaflugfélag sem geri það að verkum að Icelandair geti einblínt á að auka þjónustu og ná þannig til kúnna sem vilji greiða meira fyrir flug.Heimurinn telur Icelandair vera lággjaldaflugfélagJón Karl Ólafsson.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Jón Karl, sem var gestur á Sprengisandi ásamt Kristrúnu Frostadóttur, aðalhagfræðingu Kviku í morgun, er hins vegar efins um þetta. „Ímynd Icelandair út í þessum stóra heimi er lággjaldaflugfélag,“ segir Jón Karl sem á árum áður var forstjóri Icelandair Group. „Það eru bara Íslendingar sem halda að þetta sé lúxusfélag,“ skaut Kristrún þá inn um Icelandair. „Ég held ef ég á að vera alveg hreinskilinn, að það að halda úti tveimur vörumerkjum á markaði sem erfitt er að komast inn á til lengri tíma litið væri ekkert rosalega gáfulegt,“ sagði Jón Karl. Hann vildi þó ekki spá fyrir um hvenær félögin yrðu látin renna saman í eitt eða hvort sú þróun gæti verið hæg eða hröð. Það væri þó ýmsum vandkvæðum bundið að ætla sér að reka tvö flugfélög.„Til lengri tíma litið held ég að það verði ekki niðurstaðan að það verði rekin tvö mismunandi vörumerki. Ég held að það verði bara alltof dýrt að koma því á framfæri á þessum mörkuðum þar sem auglýsingapláss og vitneskja kostar bara meiri peninga,“ sagði Jón Karl.Aðallega í samkeppni við erlend flugfélög Jón Karl og Kristrún fóru um víðan völl í viðtalinu um stöðu Icelandair og WOW. Voru þau bæði tiltöluleg jákvæð í garð samrunans, ekki síst með tilliti til þess að staða WOW air virðist hafa verið orðin þröng undir það síðasta. Horfa þyrfti til þess að stór hluti starfsemi félaganna snerist um samkeppni við erlend flugfélög. „Stóra spurningin snýr kannski að því hvort við viljum vera með eitt sterkt innlent félag sem getur staðið upp í erlendri samkeppni sem fyrst og fremst þetta félag er og þessi bæði félög eru,“ sagði Kristrún. „Eða hvort viljum að þau séu bæði í erlendri samkeppni og innbyrðis samkeppni?“ Hlusta má á viðtalið við þau hér fyrir ofan og neðan en það er í tveimur hlutum. Fréttir af flugi Icelandair Sprengisandur WOW Air Tengdar fréttir Icelandair óskar ekki eftir undanþágu Stjórnendur félagsins hyggjast ekki óska eftir undanþágu frá samkeppnislögum til þess að kaupin á WOW air komi til framkvæmda strax. 7. nóvember 2018 06:15 Vilja auka hlutafé um 960 milljónir til að fjármagna kaupin Boðað hefur verið til hluthafafundar hjá Icelandair Group vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á WOW Air. 9. nóvember 2018 09:56 Rúmlega 20 milljarðar á ári í stækkun Keflavíkurflugvallar Isavia áætlar að fjárfesta fyrir um 90 milljarða króna í uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar fram til ársins 2022. 8. nóvember 2018 13:50 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og reynslubolti í fluggeiranum telur ólíklegt að Icelandair og WOW Air verði rekin sem tvö mismunandi vörumerki til frambúðar í kjölfar samruna félaganna. Sem kunnugt er var tilkynnt um fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air á mánudaginn í síðustu viku en í tilkynningu um kaupin kom meðal annars fram að gert væri ráð fyrir að félögin yrðu áfram rekin undir sömu vörumerkjum.Ýmsir hafa talið líklegt að Icelandair muni fylgja straumum og stefnum í flugheiminum með því að reka Wow áfram sem lággjaldaflugfélag sem geri það að verkum að Icelandair geti einblínt á að auka þjónustu og ná þannig til kúnna sem vilji greiða meira fyrir flug.Heimurinn telur Icelandair vera lággjaldaflugfélagJón Karl Ólafsson.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Jón Karl, sem var gestur á Sprengisandi ásamt Kristrúnu Frostadóttur, aðalhagfræðingu Kviku í morgun, er hins vegar efins um þetta. „Ímynd Icelandair út í þessum stóra heimi er lággjaldaflugfélag,“ segir Jón Karl sem á árum áður var forstjóri Icelandair Group. „Það eru bara Íslendingar sem halda að þetta sé lúxusfélag,“ skaut Kristrún þá inn um Icelandair. „Ég held ef ég á að vera alveg hreinskilinn, að það að halda úti tveimur vörumerkjum á markaði sem erfitt er að komast inn á til lengri tíma litið væri ekkert rosalega gáfulegt,“ sagði Jón Karl. Hann vildi þó ekki spá fyrir um hvenær félögin yrðu látin renna saman í eitt eða hvort sú þróun gæti verið hæg eða hröð. Það væri þó ýmsum vandkvæðum bundið að ætla sér að reka tvö flugfélög.„Til lengri tíma litið held ég að það verði ekki niðurstaðan að það verði rekin tvö mismunandi vörumerki. Ég held að það verði bara alltof dýrt að koma því á framfæri á þessum mörkuðum þar sem auglýsingapláss og vitneskja kostar bara meiri peninga,“ sagði Jón Karl.Aðallega í samkeppni við erlend flugfélög Jón Karl og Kristrún fóru um víðan völl í viðtalinu um stöðu Icelandair og WOW. Voru þau bæði tiltöluleg jákvæð í garð samrunans, ekki síst með tilliti til þess að staða WOW air virðist hafa verið orðin þröng undir það síðasta. Horfa þyrfti til þess að stór hluti starfsemi félaganna snerist um samkeppni við erlend flugfélög. „Stóra spurningin snýr kannski að því hvort við viljum vera með eitt sterkt innlent félag sem getur staðið upp í erlendri samkeppni sem fyrst og fremst þetta félag er og þessi bæði félög eru,“ sagði Kristrún. „Eða hvort viljum að þau séu bæði í erlendri samkeppni og innbyrðis samkeppni?“ Hlusta má á viðtalið við þau hér fyrir ofan og neðan en það er í tveimur hlutum.
Fréttir af flugi Icelandair Sprengisandur WOW Air Tengdar fréttir Icelandair óskar ekki eftir undanþágu Stjórnendur félagsins hyggjast ekki óska eftir undanþágu frá samkeppnislögum til þess að kaupin á WOW air komi til framkvæmda strax. 7. nóvember 2018 06:15 Vilja auka hlutafé um 960 milljónir til að fjármagna kaupin Boðað hefur verið til hluthafafundar hjá Icelandair Group vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á WOW Air. 9. nóvember 2018 09:56 Rúmlega 20 milljarðar á ári í stækkun Keflavíkurflugvallar Isavia áætlar að fjárfesta fyrir um 90 milljarða króna í uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar fram til ársins 2022. 8. nóvember 2018 13:50 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Icelandair óskar ekki eftir undanþágu Stjórnendur félagsins hyggjast ekki óska eftir undanþágu frá samkeppnislögum til þess að kaupin á WOW air komi til framkvæmda strax. 7. nóvember 2018 06:15
Vilja auka hlutafé um 960 milljónir til að fjármagna kaupin Boðað hefur verið til hluthafafundar hjá Icelandair Group vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á WOW Air. 9. nóvember 2018 09:56
Rúmlega 20 milljarðar á ári í stækkun Keflavíkurflugvallar Isavia áætlar að fjárfesta fyrir um 90 milljarða króna í uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar fram til ársins 2022. 8. nóvember 2018 13:50