Enginn slasaðist er bíll keyrði inn um glugga á veitingastaðnum Ara í Kópavogi í kringum hádegisbil í dag. Talsverðar skemmdir urðu þó á glugganum og rammanum í kring en lítilsháttar skemmdir urðu einnig á húsgögnum.
Ökumaður bílsins hafði ruglast á bremsu og bensíngjöf með fyrrgreindum afleiðingum að sögn Þóru Jónasdóttur aðstoðaryfirlögregluþjóns í Kópavogi. Mikill reykur kom í fyrstu og héldu lögreglumenn að kviknað hefði í en svo var ekki.
Bíll hálfur inn á veitingastað
Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
