Erlent

Yfir 200 yfirheyrslur vegna mannshvarfs

Sylvía Hall skrifar
Mollie Tibbets er tvítug að aldri. Hún sást seinast þann 18. júlí í heimabæ sínum Brooklyn í Iowa.
Mollie Tibbets er tvítug að aldri. Hún sást seinast þann 18. júlí í heimabæ sínum Brooklyn í Iowa. Lögreglan í Iowa
Yfir 200 yfirheyrslur hafa verið framkvæmdar í tengslum við hvarf Mollie Tibbets, tvítugrar stúlku sem hvarf í mánuðinum í bænum Brooklyn í Iowa.

Tibbets sást síðast þann 18. júlí nálægt heimabæ sínum þegar hún var úti að hlaupa. Samkvæmt kærasta hennar fór hún heim til hans eftir hlaupið að passa hund fjölskyldunnar þar sem kærastinn var í burtu við vinnu, en þegar hún mætti ekki til vinnu daginn eftir fóru ættingjar og vinir að verða áhyggjufullir.

Hann segist síðast hafa heyrt frá Tibbets þegar hún sendi honum mynd á samskiptamiðlinum Snapchat að kvöldi 18. júlí. Hann hafi sent henni skilaboð morguninn eftir sem hún opnaði aldrei.

Yfir 40 þúsund manns eru nú meðlimir í Facebook-hóp þar sem er tileinkaður því að finna Tibbets og er mikil sorg sögð ríkja í heimabæ hennar.

Alríkislögreglan notast við gögn úr FitBit heilsuúri sem Tibbets var iðulega með á sér til þess að komast að staðsetningu hennar. Lögregluyfirvöld hafa ekki útilokað að henni hafi verið rænt, en ástvinir stúlkunnar telja það útilokað að hún hafi strokið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×