Colbert spænir í eigin yfirmann Samúel Karl Ólason skrifar 31. júlí 2018 10:00 Stephen Colbert. Vísir/Getty Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, hikaði ekki við að senda yfirmanni sjónvarpsstöðvar sinnar, Les Moonves yfirmanni CBS, tóninn í þætti sínum í gær. Moonves hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af sex konum. Í samtali við blaðamanninn Ronan Farrow, sem greindi fyrstur frá meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein, sögðu konurnar að hann hefði bæði kysst og snert þær án samþykkis. Þá á hann að hafa áreitt þær á vinnutíma og brugðist ókvæða við þegar þær tóku illa í hegðun hans. Farrow hefur einnig eftir þrjátíu núverandi og fyrrverandi starfsmönnum CBS-stjónvarpsstöðvarinnar að Moonves hafi stuðlað að vinnuumhverfi sem gerði lítið úr kynferðislegri áreitni. Starfsmenn sem uppvísir voru að slíkri hegðun hafi fengið stöðuhækkanir og þolendunum hafi verið greitt fyrir þagmælsku sína. Sjá einnig: Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Colbert byrjaði þátt sinn á því að segja nokkra brandara um Moonves og meðal þeirra var sá brandari að hann vonaðist til þess að hann væri ekki að horfa á þáttinn. Seinna í þættinum, eftir upphafsræðu Colbert, varð hann þó heldur alvarlegri og tók málið sérstaklega fyrir. Eftir að hafa spurt hvort nokkuð væri búið að slökkva á útsendingu þeirra benti hann á að #MeToo vitundarvakningin væri að verða árs gömul. Þá sagði hann gott að konur hefðu fundið aflið til að segja sögur sínar. „Því, það er skrítið að þurfa að segja þetta, það að valdamiklir menn níðist á tiltölulega valdlitlum starfsmönnum er rangt. Við vitum að það er rangt núna og við vissum að það var rangt þá. Hvernig vissum við að það var rangt þá? Því við vitum að þessir menn reyndu að koma í veg fyrir að konurnar sögðu sínar sögur,“ sagði Colbert. Þá sagði Colbert að ábyrgð væri tilganglaus ef hún næði ekki yfir alla. Hann sagðist ekki vita hvað muni gerast varðandi Moonves en hann trúði á að menn væri ábyrgir gjörða sinna og þá ekki bara stjórnmálamenn sem maður væri ósammála. „Allir vilja að menn séu ábyrgir gjörða sinna, nema umræddur maður er „þeirra maður“ og hafið á hreinu að Les Moonves er „minn maður“. Hann réði mig til að sitja í þessum stól. Hann stóð við bakið á þættinum á meðan við áttum erfitt með að finna okkur. Hann gaf okkur það sem við þurftum og stóð við bakið á okkur þegar fólk var reitt við mig og ég kann vel við að vinna fyrir hann. En ábyrgð er tilgangslaus, nema hún nái yfir alla. Hvort sem það er yfirmaður sjónvarpsstöðvar eða leiðtogi hins frjálsa heims,“ sagði Colbert. Fyrra myndbandið er upphaf þáttarins. Þar tjáir Colbert sig um Moonves í tæpar þrjár mínútur. Svo að neðan fer hann nánar í málið. MeToo Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, hikaði ekki við að senda yfirmanni sjónvarpsstöðvar sinnar, Les Moonves yfirmanni CBS, tóninn í þætti sínum í gær. Moonves hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af sex konum. Í samtali við blaðamanninn Ronan Farrow, sem greindi fyrstur frá meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein, sögðu konurnar að hann hefði bæði kysst og snert þær án samþykkis. Þá á hann að hafa áreitt þær á vinnutíma og brugðist ókvæða við þegar þær tóku illa í hegðun hans. Farrow hefur einnig eftir þrjátíu núverandi og fyrrverandi starfsmönnum CBS-stjónvarpsstöðvarinnar að Moonves hafi stuðlað að vinnuumhverfi sem gerði lítið úr kynferðislegri áreitni. Starfsmenn sem uppvísir voru að slíkri hegðun hafi fengið stöðuhækkanir og þolendunum hafi verið greitt fyrir þagmælsku sína. Sjá einnig: Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Colbert byrjaði þátt sinn á því að segja nokkra brandara um Moonves og meðal þeirra var sá brandari að hann vonaðist til þess að hann væri ekki að horfa á þáttinn. Seinna í þættinum, eftir upphafsræðu Colbert, varð hann þó heldur alvarlegri og tók málið sérstaklega fyrir. Eftir að hafa spurt hvort nokkuð væri búið að slökkva á útsendingu þeirra benti hann á að #MeToo vitundarvakningin væri að verða árs gömul. Þá sagði hann gott að konur hefðu fundið aflið til að segja sögur sínar. „Því, það er skrítið að þurfa að segja þetta, það að valdamiklir menn níðist á tiltölulega valdlitlum starfsmönnum er rangt. Við vitum að það er rangt núna og við vissum að það var rangt þá. Hvernig vissum við að það var rangt þá? Því við vitum að þessir menn reyndu að koma í veg fyrir að konurnar sögðu sínar sögur,“ sagði Colbert. Þá sagði Colbert að ábyrgð væri tilganglaus ef hún næði ekki yfir alla. Hann sagðist ekki vita hvað muni gerast varðandi Moonves en hann trúði á að menn væri ábyrgir gjörða sinna og þá ekki bara stjórnmálamenn sem maður væri ósammála. „Allir vilja að menn séu ábyrgir gjörða sinna, nema umræddur maður er „þeirra maður“ og hafið á hreinu að Les Moonves er „minn maður“. Hann réði mig til að sitja í þessum stól. Hann stóð við bakið á þættinum á meðan við áttum erfitt með að finna okkur. Hann gaf okkur það sem við þurftum og stóð við bakið á okkur þegar fólk var reitt við mig og ég kann vel við að vinna fyrir hann. En ábyrgð er tilgangslaus, nema hún nái yfir alla. Hvort sem það er yfirmaður sjónvarpsstöðvar eða leiðtogi hins frjálsa heims,“ sagði Colbert. Fyrra myndbandið er upphaf þáttarins. Þar tjáir Colbert sig um Moonves í tæpar þrjár mínútur. Svo að neðan fer hann nánar í málið.
MeToo Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira