Bjóða ferðamönnum að ganga inn í sýndarheim Örlygsstaðabardaga Kristján Már Unnarsson skrifar 21. mars 2018 20:30 Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri hleypti verkefninu af stokkunum í gegnum sýndarveruleikagleraugu. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Gestir bregða sér inn í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld í sýndarveruleikasetri sem áformað er að opna á Sauðárkróki í haust. Fjárfestingin hleypur á nokkur hundruð milljónum króna. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjörður.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Skagafjörður er eitt söguríkasta hérað landsins. Þar gerðust nokkrir stærstu viðburðir Sturlungaaldar, eins og Örlygsstaðabardagi og Flugumýrarbrenna. Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar vonast nú til að þeir verði ferðamannasegull með hjálp nýjustu sýndarveruleikatækni. „Ég held að þetta verði mikil lyftistöng fyrir samfélagið hérna á svæðinu,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs. Sveitarfélagið Skagafjörður ætlar að fríska upp á hjarta Sauðárkróks með því gera upp gamla mjólkursamlagið og húsið Gránu og leggja byggingarnar undir sýndarveruleikasetur, sem hópur fjárfesta stendur að. Sveitarstjórinn Ásta Pálmadóttir hleypti verkefninu af stokkunum með undirskrift í sýndarheimi að viðstöddum átta ára gömlum skólabörnum. Sögusvið Örlygsstaðabardaga í Skagafirði, eins og það birtist í sýndarheiminum.Grafík/RVX.Í sýndargleraugunum birtist umhverfi Örlygsstaða og þannig munu gestir geta lifað sig inn í stærsta bardaga Íslandssögunnar, sem háður var fyrir nærri 800 árum. Markmiðið er hátt: „Að gera Skagafjörð, sveitarfélagið í heild sinni, að leiðandi afli í nýtingu sýndarveruleika í ferðamennsku. Ingvi Jökull Logason, stjórnarformaður Sýndarveruleika ehf.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og skrefið sem við erum að taka núna er að stofna sýndarveruleikasetur, sem hverfist í kringum Örlygsstaðabardaga og Sturlungu,“ segir Ingvi Jökull Logason, stjórnarformaður Sýndarveruleika ehf. Í sýndarheiminum ímyndar gesturinn sér að hann sé kominn í bardagann, hittir sögupersónur, og grípur sverð eða spjót eða bara grjót til að verjast árásarmönnum. Fjárfestingin hleypur á nokkur hundruð milljónum króna og stefnt að því að allt verði tilbúið í haust. „Eftir því sem mér skilst er þetta líklega stærsta sögutengda sýndarveruleikasafn á Norðurlöndunum. Þannig að þetta er ekkert smáræðis verkefni,“ segir Stefán Vagn, formaður byggðaráðs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Flóðbylgja ferðafólks troðfyllir torfbæinn Ráðamenn Glaumbæjar í Skagafirði segja blasa við að setja verði fjöldatakmarkanir á ferðamenn sem vilja skoða gamla torfbæinn. 22. júlí 2015 20:29 Telur kjallarann fundinn þar sem Snorri Sturluson var höggvinn Staðurinn þar sem Snorri Sturluson var myrtur árið 1241 er fundinn. Þetta staðhæfir Geir Waage, sóknarprestur í Reyholti. 1. mars 2014 20:30 Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54 Skagfirðingar gera fiskroð að verðmætri hátískuvöru Slorið úr íslenskum fiskvinnslum er orðið að verðmætri útflutningsvöru til frægustu hátískufyrirækja heimsins. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, en þar var fyrirtækið Sjávarleður á Sauðárkróki heimsótt. Gestastofa sútarans er andlit fyrirtækisins og það hefur í raun farið furðu hljótt miðað við þann árangur sem það hefur náð á alþjóðavettvangi. 30. desember 2012 19:46 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Gestir bregða sér inn í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld í sýndarveruleikasetri sem áformað er að opna á Sauðárkróki í haust. Fjárfestingin hleypur á nokkur hundruð milljónum króna. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjörður.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Skagafjörður er eitt söguríkasta hérað landsins. Þar gerðust nokkrir stærstu viðburðir Sturlungaaldar, eins og Örlygsstaðabardagi og Flugumýrarbrenna. Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar vonast nú til að þeir verði ferðamannasegull með hjálp nýjustu sýndarveruleikatækni. „Ég held að þetta verði mikil lyftistöng fyrir samfélagið hérna á svæðinu,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs. Sveitarfélagið Skagafjörður ætlar að fríska upp á hjarta Sauðárkróks með því gera upp gamla mjólkursamlagið og húsið Gránu og leggja byggingarnar undir sýndarveruleikasetur, sem hópur fjárfesta stendur að. Sveitarstjórinn Ásta Pálmadóttir hleypti verkefninu af stokkunum með undirskrift í sýndarheimi að viðstöddum átta ára gömlum skólabörnum. Sögusvið Örlygsstaðabardaga í Skagafirði, eins og það birtist í sýndarheiminum.Grafík/RVX.Í sýndargleraugunum birtist umhverfi Örlygsstaða og þannig munu gestir geta lifað sig inn í stærsta bardaga Íslandssögunnar, sem háður var fyrir nærri 800 árum. Markmiðið er hátt: „Að gera Skagafjörð, sveitarfélagið í heild sinni, að leiðandi afli í nýtingu sýndarveruleika í ferðamennsku. Ingvi Jökull Logason, stjórnarformaður Sýndarveruleika ehf.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og skrefið sem við erum að taka núna er að stofna sýndarveruleikasetur, sem hverfist í kringum Örlygsstaðabardaga og Sturlungu,“ segir Ingvi Jökull Logason, stjórnarformaður Sýndarveruleika ehf. Í sýndarheiminum ímyndar gesturinn sér að hann sé kominn í bardagann, hittir sögupersónur, og grípur sverð eða spjót eða bara grjót til að verjast árásarmönnum. Fjárfestingin hleypur á nokkur hundruð milljónum króna og stefnt að því að allt verði tilbúið í haust. „Eftir því sem mér skilst er þetta líklega stærsta sögutengda sýndarveruleikasafn á Norðurlöndunum. Þannig að þetta er ekkert smáræðis verkefni,“ segir Stefán Vagn, formaður byggðaráðs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Flóðbylgja ferðafólks troðfyllir torfbæinn Ráðamenn Glaumbæjar í Skagafirði segja blasa við að setja verði fjöldatakmarkanir á ferðamenn sem vilja skoða gamla torfbæinn. 22. júlí 2015 20:29 Telur kjallarann fundinn þar sem Snorri Sturluson var höggvinn Staðurinn þar sem Snorri Sturluson var myrtur árið 1241 er fundinn. Þetta staðhæfir Geir Waage, sóknarprestur í Reyholti. 1. mars 2014 20:30 Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54 Skagfirðingar gera fiskroð að verðmætri hátískuvöru Slorið úr íslenskum fiskvinnslum er orðið að verðmætri útflutningsvöru til frægustu hátískufyrirækja heimsins. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, en þar var fyrirtækið Sjávarleður á Sauðárkróki heimsótt. Gestastofa sútarans er andlit fyrirtækisins og það hefur í raun farið furðu hljótt miðað við þann árangur sem það hefur náð á alþjóðavettvangi. 30. desember 2012 19:46 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Flóðbylgja ferðafólks troðfyllir torfbæinn Ráðamenn Glaumbæjar í Skagafirði segja blasa við að setja verði fjöldatakmarkanir á ferðamenn sem vilja skoða gamla torfbæinn. 22. júlí 2015 20:29
Telur kjallarann fundinn þar sem Snorri Sturluson var höggvinn Staðurinn þar sem Snorri Sturluson var myrtur árið 1241 er fundinn. Þetta staðhæfir Geir Waage, sóknarprestur í Reyholti. 1. mars 2014 20:30
Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54
Skagfirðingar gera fiskroð að verðmætri hátískuvöru Slorið úr íslenskum fiskvinnslum er orðið að verðmætri útflutningsvöru til frægustu hátískufyrirækja heimsins. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, en þar var fyrirtækið Sjávarleður á Sauðárkróki heimsótt. Gestastofa sútarans er andlit fyrirtækisins og það hefur í raun farið furðu hljótt miðað við þann árangur sem það hefur náð á alþjóðavettvangi. 30. desember 2012 19:46