Stofnandi Facebook gengst við mistökum og lofar að vernda gögn notenda Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2018 20:45 Zuckerberg hafði ekkert tjáð sig um mál Cambridge Analytica þar til hann birti færslu á Facebook í dag. Vísir/Getty Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur rofið þögn sína eftir fréttir af því að breskt greiningarfyrirtæki hafi notað illa fengnar persónuupplýsingar um tugi milljóna notenda samfélagsmiðilsins. Hann viðurkennir að mistök hafi átt sér stað og heitir því að verja persónuupplýsinga notenda. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Zuckerberg að hann hafi gripið til aðgerða til þess að koma í veg fyrir að hægt sé að safna upplýsingum um notendur síðunnar. Ásakanir hafa komið fram um að Cambridge Analytica, breskt greiningarfyrirtæki sem vann fyrir forsetaframboð Donalds Trump árið 2016, hafi komist yfir upplýsingar um fimmtíu milljónir notenda Facebook með óheimilum hætti. Svo virðist sem að Facebook hafi vitað af svikunum frá árinu 2015 en ekki gengið á eftir því að gögnunum hefði verið eytt þar til stórir erlendir fjölmiðlar voru í þann veginn að birta umfjallanir um þau fyrir helgi. Þá bannaði Facebook skyndilega snjallforrit sem höfðu verið notuð til að safna upplýsingunum. Facebook hefur sætt harðri gagnrýni í kjölfarið og hlutabréfaverð fyrirtækisins hrapað. Bæði breskir og bandarískir þingmenn hafa krafist þess að Zuckerberg gefi þeim sjálfur skýrslu vegna málsins. Zuckerberg hefur fram að þessu falið meðstjórnendnum sínum að sitja fyrir svörum um mál sem varða áróður og gervifréttir á Facebook. Fyrirtækið hefur átt í vök að verjast um nokkra hríð í ljósi upplýsingahernaðar með falsfréttir og áróður sem var háður á Facebook í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. „Góðu fréttirnar eru þær að við gripum til mikilvægustu aðgerðanna til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig fyrir mörgum árum. Við gerðum hins vegar líka mistök, það er meira sem þarf að gera og við verðum að stíga upp og gera það,“ skrifar Zuckerberg.Á ekki að geta endurtekið sig eftir breytingu á skilmálum Gögnin sem Cambridge Analytica komst yfir komu frá snjallforriti Aleksandrs Kogan, rannsakanda við Cambridge-háskóla. Forrit með persónuleikaprófi sem hann þróaði árið 2013 safnaði ekki aðeins upplýsingum um 300.000 notendur þess heldur um alla Facebook-vini þeirra. Á meðal þeirra aðgerða sem Zuckerberg boðar nú er rannsókn á snjallforritum sem hafa aðgang að miklu magni upplýsinga frá því áður en Facebook breytti skilmálum árið 2014 til þess að takmarka aðgang hugbúnaðarfyrirtækja að gögnum notenda. Zuckerberg segir að þær breytingar komi í veg fyrir að þróendur snjallforrita geti fengið sambærilegan aðgang að gögnum og Kogan fékk á sínum tíma. Hann viðurkennir að Facebook hafi frétt af gagnasöfnun Kogan árið 2014 frá blaðamönnum The Guardian og að Kogan hafi deilt gögnunum með Cambridge Analytica. Forrit hans hafi þá verið bannað þar sem honum var ekki heimilt að deila gögnunum með öðrum án vitneskju notenda forritsins. Facebook hafi jafnframt krafist þess að gögnunum yrði eytt og hafi fengið staðfestingu frá Kogan og Cambridge Analytica. Fyrirtækið hafi hins vegar ekki komist að því fyrr en The Guardian, New York Times og Channel 4 spurðust fyrir um það fyrir helgi að gögnunum hefði ekki verið eytt. Þá hafi Facebook þegar í stað lokað á aðgang þeirra að samfélagsmiðlinum. Cambridge Analytica hafi samþykkt að láta fyrirtæki sem Facebook hefur ráðið ganga úr skugga um að gögnunum hafi nú verið eytt. Þá vinni Facebook með yfirvöldum að rannsókn. „Ég byrjaði með Facebook og þegar öllu er á botninn hvoflt þá ber ég ábyrgð á því sem gerist á miðlinum. Mér er alvara um að gera það sem til þarf til að verja samfélagið okkar. Þrátt fyrir að þetta tiltekna vandamál með Cambridge Analytica ætti ekki að gera lengur í nýjum forritum þá breytir það ekki því sem gerðist. Við munum læra af þessari reynslu til að verja miðilinn frekar og að gera samfélagið okkar öruggara fyrir alla í framtíðinni,“ skrifar Zuckerberg. Tengdar fréttir Segir netið nýtt til sálfræðihernaðar gegn kjósendum Þingmaður Pírata segir ríki heims hafa brugðist borgurum með allt of veikri persónu- og upplýsingaverndarlöggjöf. Hann segir sálfræðihernað hafa verið stundaðan gegn kjósendum á samfélagsmiðlum. Almannatengill segir ólíklegt að aðferðirnar myndu virka á Íslandi. Íslendingar séu fáir og hér þekki allir alla. 21. mars 2018 08:00 Sjálft viðskiptamódel Facebook í hættu Í gær þurrkaðist út markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu. 20. mars 2018 19:00 Vilja rannsaka Cambridge Analytica Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica. 20. mars 2018 07:38 Þrýst á Zuckerberg að svara fyrir Facebook í eigin persónu Þingmenn beggja megin við Atlantshafið hafa kallað eftir því að Mark Zuckerberg, stofnandi og helsti eigandi Facebook, mæti í eigin persónu og svari spurningum nefndarmanna bandarískra og breskra þingnefnda. 19. mars 2018 15:15 Forstjóra umdeilda greiningarfyrirtækisins vikið úr starfi eftir hneyksli Uppljóstranir um misnotkun á persónuupplýsingum af Facebook og leynilegar upptökur eru ástæða þess að Alexander Nix hefur verið settur til hliðar tímabundið sem forstjóri Cambridge Analytica. 20. mars 2018 20:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur rofið þögn sína eftir fréttir af því að breskt greiningarfyrirtæki hafi notað illa fengnar persónuupplýsingar um tugi milljóna notenda samfélagsmiðilsins. Hann viðurkennir að mistök hafi átt sér stað og heitir því að verja persónuupplýsinga notenda. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Zuckerberg að hann hafi gripið til aðgerða til þess að koma í veg fyrir að hægt sé að safna upplýsingum um notendur síðunnar. Ásakanir hafa komið fram um að Cambridge Analytica, breskt greiningarfyrirtæki sem vann fyrir forsetaframboð Donalds Trump árið 2016, hafi komist yfir upplýsingar um fimmtíu milljónir notenda Facebook með óheimilum hætti. Svo virðist sem að Facebook hafi vitað af svikunum frá árinu 2015 en ekki gengið á eftir því að gögnunum hefði verið eytt þar til stórir erlendir fjölmiðlar voru í þann veginn að birta umfjallanir um þau fyrir helgi. Þá bannaði Facebook skyndilega snjallforrit sem höfðu verið notuð til að safna upplýsingunum. Facebook hefur sætt harðri gagnrýni í kjölfarið og hlutabréfaverð fyrirtækisins hrapað. Bæði breskir og bandarískir þingmenn hafa krafist þess að Zuckerberg gefi þeim sjálfur skýrslu vegna málsins. Zuckerberg hefur fram að þessu falið meðstjórnendnum sínum að sitja fyrir svörum um mál sem varða áróður og gervifréttir á Facebook. Fyrirtækið hefur átt í vök að verjast um nokkra hríð í ljósi upplýsingahernaðar með falsfréttir og áróður sem var háður á Facebook í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. „Góðu fréttirnar eru þær að við gripum til mikilvægustu aðgerðanna til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig fyrir mörgum árum. Við gerðum hins vegar líka mistök, það er meira sem þarf að gera og við verðum að stíga upp og gera það,“ skrifar Zuckerberg.Á ekki að geta endurtekið sig eftir breytingu á skilmálum Gögnin sem Cambridge Analytica komst yfir komu frá snjallforriti Aleksandrs Kogan, rannsakanda við Cambridge-háskóla. Forrit með persónuleikaprófi sem hann þróaði árið 2013 safnaði ekki aðeins upplýsingum um 300.000 notendur þess heldur um alla Facebook-vini þeirra. Á meðal þeirra aðgerða sem Zuckerberg boðar nú er rannsókn á snjallforritum sem hafa aðgang að miklu magni upplýsinga frá því áður en Facebook breytti skilmálum árið 2014 til þess að takmarka aðgang hugbúnaðarfyrirtækja að gögnum notenda. Zuckerberg segir að þær breytingar komi í veg fyrir að þróendur snjallforrita geti fengið sambærilegan aðgang að gögnum og Kogan fékk á sínum tíma. Hann viðurkennir að Facebook hafi frétt af gagnasöfnun Kogan árið 2014 frá blaðamönnum The Guardian og að Kogan hafi deilt gögnunum með Cambridge Analytica. Forrit hans hafi þá verið bannað þar sem honum var ekki heimilt að deila gögnunum með öðrum án vitneskju notenda forritsins. Facebook hafi jafnframt krafist þess að gögnunum yrði eytt og hafi fengið staðfestingu frá Kogan og Cambridge Analytica. Fyrirtækið hafi hins vegar ekki komist að því fyrr en The Guardian, New York Times og Channel 4 spurðust fyrir um það fyrir helgi að gögnunum hefði ekki verið eytt. Þá hafi Facebook þegar í stað lokað á aðgang þeirra að samfélagsmiðlinum. Cambridge Analytica hafi samþykkt að láta fyrirtæki sem Facebook hefur ráðið ganga úr skugga um að gögnunum hafi nú verið eytt. Þá vinni Facebook með yfirvöldum að rannsókn. „Ég byrjaði með Facebook og þegar öllu er á botninn hvoflt þá ber ég ábyrgð á því sem gerist á miðlinum. Mér er alvara um að gera það sem til þarf til að verja samfélagið okkar. Þrátt fyrir að þetta tiltekna vandamál með Cambridge Analytica ætti ekki að gera lengur í nýjum forritum þá breytir það ekki því sem gerðist. Við munum læra af þessari reynslu til að verja miðilinn frekar og að gera samfélagið okkar öruggara fyrir alla í framtíðinni,“ skrifar Zuckerberg.
Tengdar fréttir Segir netið nýtt til sálfræðihernaðar gegn kjósendum Þingmaður Pírata segir ríki heims hafa brugðist borgurum með allt of veikri persónu- og upplýsingaverndarlöggjöf. Hann segir sálfræðihernað hafa verið stundaðan gegn kjósendum á samfélagsmiðlum. Almannatengill segir ólíklegt að aðferðirnar myndu virka á Íslandi. Íslendingar séu fáir og hér þekki allir alla. 21. mars 2018 08:00 Sjálft viðskiptamódel Facebook í hættu Í gær þurrkaðist út markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu. 20. mars 2018 19:00 Vilja rannsaka Cambridge Analytica Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica. 20. mars 2018 07:38 Þrýst á Zuckerberg að svara fyrir Facebook í eigin persónu Þingmenn beggja megin við Atlantshafið hafa kallað eftir því að Mark Zuckerberg, stofnandi og helsti eigandi Facebook, mæti í eigin persónu og svari spurningum nefndarmanna bandarískra og breskra þingnefnda. 19. mars 2018 15:15 Forstjóra umdeilda greiningarfyrirtækisins vikið úr starfi eftir hneyksli Uppljóstranir um misnotkun á persónuupplýsingum af Facebook og leynilegar upptökur eru ástæða þess að Alexander Nix hefur verið settur til hliðar tímabundið sem forstjóri Cambridge Analytica. 20. mars 2018 20:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Segir netið nýtt til sálfræðihernaðar gegn kjósendum Þingmaður Pírata segir ríki heims hafa brugðist borgurum með allt of veikri persónu- og upplýsingaverndarlöggjöf. Hann segir sálfræðihernað hafa verið stundaðan gegn kjósendum á samfélagsmiðlum. Almannatengill segir ólíklegt að aðferðirnar myndu virka á Íslandi. Íslendingar séu fáir og hér þekki allir alla. 21. mars 2018 08:00
Sjálft viðskiptamódel Facebook í hættu Í gær þurrkaðist út markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu. 20. mars 2018 19:00
Vilja rannsaka Cambridge Analytica Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica. 20. mars 2018 07:38
Þrýst á Zuckerberg að svara fyrir Facebook í eigin persónu Þingmenn beggja megin við Atlantshafið hafa kallað eftir því að Mark Zuckerberg, stofnandi og helsti eigandi Facebook, mæti í eigin persónu og svari spurningum nefndarmanna bandarískra og breskra þingnefnda. 19. mars 2018 15:15
Forstjóra umdeilda greiningarfyrirtækisins vikið úr starfi eftir hneyksli Uppljóstranir um misnotkun á persónuupplýsingum af Facebook og leynilegar upptökur eru ástæða þess að Alexander Nix hefur verið settur til hliðar tímabundið sem forstjóri Cambridge Analytica. 20. mars 2018 20:45